Orsakir bankahrunsins staðsettar?

Stjórnendur Landsbankans virðast hafa komist að niðurstöðu um hvað hafi orsakað bankahrunið og valdið því að þar með þurfi að skera þurfi niður í rekstri bankans. Ekki nóg með það heldur telja þeir sig með því geta sparað heilar 400 milljónir á ári.

Meinið virðist aðallega fyrirfinnast í útibúum bankans á [Eskifirði (ca. 1060 íbúar), Fáskrúðsfirði (ca. 715 íbúar)], Súðavík (182 íbúar), Flateyri (237), Bíldudal (187) og Króksfjarðarnesi í Reykhólahreppi (217). Útibúum þar verður lokað enda hljóti íbúar þessara plássa upp til hópa að vera óábyrgir flatskjárkaupendur og sukkarar sem gætu stefnt orðspori bankans í stórhættu. Hinum 823 2.598 íbúum þessara byggðarlaga kann þó að finnast nokkur upphefð í þeirri fregn að bankann muni um allt að hálfri milljón 154 þúsund krónum á hvert mannsbarn samkvæmt mati bankans! [Sjá athugasemd í lok færslu um leiðréttingu.] Kannski bankinn ætti að sjá sóma sinn í að greiða þeim  viðskiptavinum sem verða fyrir þjónustuskerðingu hluta ávinningsins í ferðastyrk svo þau geti tekið rútu á næsta afgreiðslustað svo sem ársfjórðungslega?

Landsbankinn er í eigu ríkisins, sem þykist vera að reyna að fjölga störfum eða verja þau, og hljóta því efnisrökin fyrir uppsögnum og lokunum á landsbyggðinni að vera þeim mun sterkari, ekki síst á útfjörðum þar sem atvinna hefur langtum verið af skornum skammti. Aðspurður um þetta ósamræmi í stefnu ríkisstjórnarinnar annars vegar og stærsta ríkisfyrirtækisins hinsvegar, segir vörslumaður hlutabréfanna okkar hann Steingrímur, að meirihlutaeign ríkisins "skipti ekki máli í sjálfu sér þar sem það sé ekki ríkisstjórnarinnar, ríkisins eða ráðherra að segja bankanum fyrir verkum".

Eigandinn á semsagt ekki hafa skoðun á því eða segja til á neinn hátt hvernig reka skuli fyrirtækið. Það var ágætt að fá það staðfest að Steingrímur skuli líta eignarhald og rekstur fyrirtækja þessum augum. Þó hef ég nokkrar áhyggjur af því að eigendur annara fyrirtækja í landinu séu ósammála túlkun viðskiptaráðherrans, en það er ekki við hann að sakast þó viðskiptalífið kunni að eiga erfitt með að meðtaka svo róttæka hugmynd.

Við eigendur bankans hljótum að fagna þessari tæru snilld, allir sem einn.

UPPFÆRT: Eftir að færslan var skrifuð veitti ég því athygli að Landsbankinn ætlar að gera breytingar víðar en á Vestfjörðum, því auk þess sem áður var talið á einnig að loka útibúum fyrir austan á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Ég vil auðvitað fara rétt með staðreyndir og hef því leiðrétt upplýsingarnar. Þessi byggðarlög hafa verið sameinuð í sveitarfélagið Fjarðarbyggð og því var ekki hlaupið að því að finna nákvæman íbúafjölda í hverjum firði sem þarf að sundurliða því áfram verður starfrækt útibú á Neskaupstað endastöð þjóðvegarins um firðina. Tölurnar eru því reiknaðar miðað við sama íbúahlutfall hvers fjarðar og við sameiningu þeirra, sem hlutfall af núverandi heildaíbúafjölda Fjarðabyggðar.


mbl.is Flaggað í hálfa stöng í Súðavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki óhagkvæmt að halda úti heilu útibúa á stað með 100-200manns?

Ég fer í útíbú svona tvisvar á ári.

Það er eitthvað sem kallast internet.

Þeir sem komu Landsbankann á hausinn þ.e stjórnendur og bankastjórar eru fyrir löngu reknir/hættir.

Stjórn Landsbankans hefur meiriséa verið kærð.

Að tengja þessa aðgerð við ábyrgð á hruninu er hvimleitt.

Leiðinlegt að lesa svona færslur

Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 15:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vek athygli þína á efnisflokkun færslunnar.

Ef þú hefur ekki húmor þá er það þitt mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2012 kl. 16:00

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég vissi ekki einusinni að það væri hægt að flokka færslur hér á moggablogginu

áhugavert.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 16:16

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alltaf gaman að geta kennt eitthvað nýtt. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2012 kl. 17:29

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi mynd var svo tekin á Eskifirði í gær.

http://www.dv.is/media/news/story/image/landsb_JPG_800x800_sharpen_q95.jpg?entry=79156

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2012 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband