Landsdómur: "meh..."
23.4.2012 | 22:00
Landsdómur hefur í dag slegið þrjú Íslandsmet í einu höggi:
- Fyrsti dómur Íslandssögunnar um ráðherraábyrgð.
- Hæsti sakarkostnaðurinn, sem greiðist allur af sakleysingjum.
- Niðurstaðan er mesta andris (anticlimax) í réttfarssögu landsins.
Þetta er fyrsta og eina bloggfærslan sem ég mun skrifa um þann abasirkus.
Góðar stundir.
Víða fjallað um Landsdóm erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fasismi, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur.
1. Fyrsti dómur Íslandssögunnar um ráðherraábyrgð, og dómarar og þingmenn sumir hverjir, eru svo vanhæfir að þeir þekkja ekki einu sinni lögin um ráðherraábyrgð.
2. Hæsti sakarkostnaður, sem pólitískt fríaðir afbrotaráðherrar: Björgvin G. Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni M. Matthíasson eiga að greiða með "lágmarkslaununum" sem þeir hafa fyrir sína vinnu í dag við "íslenska samfélagsþjónustu".
3. Niðurstaðan er opinberun á vanhæfni íslenskrar stjórnsýslu, og dómsstóla, hverju nafni sem þeir nefnast opinberlega og á pappírunum.
"Glæsilegt uppgjör" siðblindrar stjórnsýslunnar á siðblindri stjórnsýslu! Þeir finnast því miður sem fullyrða það núna, að ólöglegt "uppgjörið" sé löglegt og siðsamlegt!
Hjálpi þeim allar góðar vættir, við að fá sjónina, til að sjá raunverulegu brenglunina.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.4.2012 kl. 09:43
Bara örlítil athugasemd: Meinar þú ekki örugglega apasirkus? Ef svo er, þá er ég sammála.
Magnús Óskar Ingvarsson, 24.4.2012 kl. 13:22
Þetta var nú nokkuð fyrirséð...
Magnað feilskot hinsvegar hjá sakborningnum að vera svona vanstilltur eftirá og saka dóminn um pólitíska niðurstöðu. Með þeirri framkomu undirstrikaði hann þá skoðun margra að pólitíkusar telji sig hafna yfir lög og rétt.
Haraldur Rafn Ingvason, 24.4.2012 kl. 13:43
Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2012 kl. 15:14
Góður ertu Guðmundur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 18:21
Hann var sakfelldur fyrir brot á stjórnarskrá. Alvarlegt ef þú spyrð mig.
kv
Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2012 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.