Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu

Í gær hófst á Írlandi formlegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjan sáttmála á vettvangi Evrópusambandsins um aukinn efnahagssamruna. Írland er eina ríki ESB þar sem kosið verður um sáttmálann í þjóðaratkvæði en það reyndist nauðsynlegt vegna ákvæðis í írsku stjórnarskránni.

„Við höfum frábært tækifæri til þess að lýsa því yfir við heiminn að Írland trúi á framtíð evrunnar,“ var haft eftir Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, í dag.

En ætli kjósendur á eyjunni grænu séu samþykkir því að veita evrópskum yfirvöldum á meginlandinu aukin yfirráð og rétt til afskipta af ríkisfjármálum einstakra ríkja? Og hverjar yrðu afleiðingarnar fyrir björgunaráætlanir evrópska myntbandalagsins ef þessu skyldi nú verða hafnað?

Þetta mun líklega koma í ljós í byrjun júní þegar talið verður upp úr kjörkössum á Írlandi eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram þann 31. maí næstkomandi. Ef söguleg fordæmi eru einhver vísbending má leiða að því líkur að Írar verði látnir kjósa aftur og aftur þar til þeir segja á endanum já.

Hvort það verður raunin aftur í þetta sinn, er eitthvað sem þjóðir sem eru í "aðildarferli" að Evrópsambandinu ættu að fylgjast vel með. Þar á meðal Íslendingar, því þarna er verið að taka veigamiklar ákvarðanir um grundvallarbreytingar á því Evrópusambandi sem sótt hefur verið um aðild að. Þetta eru breytingar sem við höfum ekki getað haft nein áhrif á, en á sama tíma eru gerðar kröfur um breytingar á innviðum í stjórnkerfi Íslands vegna aðildarumsóknar.

Það er vandséð að áhrif Íslands muni nokkuð aukast með aðild að bandalagi, sem virðist eiga aðeins tveggja kosta völ, annaðhvort að stefna í átt til síaukinnar samþættingar og miðstýringar hverrar þungamiðja færist sífellt nær Frankfürt, eða horfa að öðrum kosti fram á endalok sín. Þetta verða íslenskir kjósendur svo auðvitað alltaf að hafa lokaorðið um, enda er líklega fáum öðrum betur treystandi til þess.


mbl.is Kosningabaráttan formlega hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þessi atkvæðagreiðsla er bull. Fáránlegt að fara útí þjóðaratkvæðagreiðlu með svona dæmi. þessu verða alltaf lýðræðislegja kjörin stjórnvöld að ráða. Eðli máls samkvæmt mun atkvæðagreiðsla um álíka mál alltaf snúast um dittin og dattin og síst af öllu bottom lænið. Sem er hvernig írar ætla að fjármagna ríkissjóð eða bakka upp o.s.frv. Lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafa þegar ákveðið það.

Reyndar bendir ekkert til annars en Írar samþykki dæmið enda annað fráleitt. það virðist ekki vera jafn auðvelt að æsa vitleysisbull uppí írum og innbyggjarakjánum hérna. Að vísu er ekki própagandavél þeirra Sjalla á írlandi en hún ræður mestu um hugarfar innbyggjarakjána hér sem kunnugt er og rækilega skjalfest.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2012 kl. 21:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þjóðaratkvæðagreiðslur eru semsagt bara vitleysisbull.

Takk fyrir það Ómar Bjarki og eigðu gott kvöld.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.4.2012 kl. 22:02

3 identicon

Fín grein hjá þér Guðmundur, eins og vanalega.

Eru kosningar ekki orðnar mest megnis rafrænarþarna úti eins og víðast hvar annars staðar í evrópu ?

Það þarf bara einar kosningar til að samþykkja það sem landráðahyskið sem stjórnar setur upp, ef þær eru rafrænar.

Er ómar bjarki alltaf fullur eða hvað ?

Kristján Þorsteinsson. (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 18:19

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rafrænar kosningar komu George W. Bush til valda.

Þarf nokkuð að segja meira um rafrænar kosningar?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2012 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband