Neyðarlög II

Í kvöld voru sett með mikilli leynd og í furðulegum flýti, lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum. 

http://www.althingi.is/altext/140/s/0966.html

Með lögunum er fækkað undanþágum frá banni við fjármagnsflutningum milli landa, og er með gildistöku þeirra vikið til hliðar hefðbundnum ákvæðum laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblað. Er það sérstaklega gert til þess að lögin hafi tæknilega öðlast gildi fyrir opnun fjármálamarkaða á morgun, en þetta er greinin sem um ræðir:

4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað binda lög þessi alla þegar við birtingu.

Sambærilegt ákvæði á sér fordæmi í öðrum lögum, nánar til tekið lögum nr. 125, 7. október 2008, sem í daglegu tali eru kölluð "neyðarlögin". Nánar til tekið vegna 14. gr. þeirra laga, sem er orðrétt samhljóða áðurnefndri 4. gr. laganna sem sett voru í kvöld.

Ætli þetta sé vísir að því sem koma skal? Neyðarlög á neyðarlög ofan til að redda því sem þarf að koma í gegn án þess að neinn taki eftir í tæka tíð til að bregðast við?


mbl.is Samþykkt með breytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Væri ekk auðveldara að taka upp Evru?

Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2012 kl. 08:25

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er eflaust aðeins vegna þess að annars brestur á krónuflótti á mörkuðum. Ekkert óeðlilegt við svona ákvæði í ljósi þess hvers eðlis málið er. Hitt er svo annað mál hvaða áhrif þetta hefur á trúverðugleika okkar.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.3.2012 kl. 09:05

3 identicon

Þetta er fullkomlega óeðlilegt. Menn eyða tímanum í blaður um ESB og stjórnlagaþing og rjúka svo til með hamagangi og látum á síðustu stundu. Þessi stjórn gerir ekki annað en að sulla niður og skemma fyrir öðrum. Hvimleitt í besta falli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 09:51

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Elín

og þú vilt þá segja nei við ESB og halda í krónuna? (ergo: halda í gjaldeyrishöftin).

Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2012 kl. 11:28

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Væri ekk auðveldara að taka upp Evru?

Nei

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2012 kl. 14:42

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sleggja/Hvellur

Þú stillir upp orsakasamhengi sem er þannig:

króna => gjaldeyrishöft

evra => engin gjaldeyrishöft

Mig langar bara að benda þér á að slíkt orsakasamhengi á sér hvergi neina samsvörun í raunveruleikanum. Gjaldeyrishöftin banna vissulega útflutning á peningum. En afhverju ættum við að vilja að peningar séu fluttir úr landi? Þurfum við ekki einmitt að nota þá hér og nú? !!!

Ef við hefðum skíragull sem ríkisgjaldmiðil er afar ólíklegt að við myndum sætta okkur við að fólk færi að stunda útflutning á gulli, því við þyrftum að halda gullinu hér innanlands til að nota sem peninga. Við þyrftum þá gjaldeyrishöft beinlínis vegna eftirsóknarverðra eiginleika gjaldmiðilsins, en ekki myndi líða á löngu áður en glufur fyndust á slíkum höftum eins og hverjum öðrum.

Við gætum líka verið með gjaldmiðill hvers verðgildi stafar einmitt af þeim reglum sem gilda um útgáfu hans og notkun. Þetta gildir í raun og veru um flesta gjaldmiðla heims í dag, þar á meðal Evruna margumtöluðu, þó að vægi reglnanna minnki reyndar í hvert sinn sem útgefandinn breytir þeim. Endastöð slíkrar þróunar er gjaldmiðill sem lýtur aðeins geðþótta valdahafanna í endalausri leit sinni að skyndilausnum. Slíkt þekkjum við frá Zimbabwe, Weimar-lýðveldinu, og nú í vaxandi mæli frá evrusvæðinu.

Enn einn möguleikinn er svo að hafa gjaldmiðil sem lýtur alls engum reglum. Þá gæti hver sem er bara gripið næsta bréfsnifsi, krotað eitthvað á það, og boðið fram sem greiðslu, loforð um greiðslu síðar, eða ígildi einhvers slíks, í skiptum fyrir vöru og þjónustu eða bara hvað sem er. Það væri þá undir markaðnum komið hvað fengist keypt fyrir slíkan gjaldmiðil, ef eitthvað.

Síðastnefndi möguleikinn er auðvitað það sem tekur óhjákvæmilega við eftir að fyrri tveir möguleikarnir hafa verið reyndir, oft með slæmum afleiðingum.

Tek það fram að ég er ekki að mæla með eða móti neinum þessara aðferða, heldur einungis að reyna að útskýra eiginleika þeirra á einfaldan hátt.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2012 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband