Eins og hann er langur til
27.2.2012 | 07:48
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn og yfirlýstur frambjóðandi til metorða í SjálfstæðisFLokknum, heldur því nú fram að búsáhaldabyltingunni hafi verið fjarstýrt með hjálp farsíma innan úr Alþingishúsinu af þingmönnum sem þar voru starfandi og eru mögulega enn. Þessar aðdróttanir eru þó enn sem komið er nafnlausar þar sem Jón hefur ekki viljað nafngreinda viðkomandi. Hinsvegar segist hann vinna að ritun skýrslu þar sem viðkomandi verði nafngreindir og athæfi þeirra útlistað í smáatriðum.
Lögreglan ætlar semsagt að rannsaka ásakanir lögreglunnar um atburði sem lögreglan var virkur þáttakandi í, og olli reyndar beinlínis ringulreið á vettvangi samkvæmt frásögnum fjölda sjónarvotta með ofbeldisfullri framgöngu ásamt því að torvelda öflun sönnunargagna eins og sást greinilega í myndefni sjónvarpsstöðva frá vettvangi. Meint höfuðvitni í málinu hefur gefið sig fram og gettu hver: sjálf yfirlögreglan sem dreifir slefinu í fjölmiðlum athugasemdalaust.
Hverskonar ástand er eiginlega komið upp? Ég get ekki orða bundist því ég hef verulegar áhyggjur af þeirri forystu sem aðilar á sviði löggæslu og dómsmála hafa að undanförnu tekið í glæpsamlegri vanrækslu og misnotkun valdheimilda og brotum á þeirri stjórnarskrá sem þeir hafa svarið eiðstaf við.
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fjarlægður vegna drykkjuláta
Rétt er að skýrt komi fram að undirritaður var virkur þáttakandi í svokallaðri búsáhaldabyltingu. Þáttaka mín var sjálfsprottin og þurfti engrar hvatningar við umfram þá sem ríkjandi stjórnvöld á þeim tíma höfðu sjálf veitt með framferði sínu. Til mín bárust engin símtöl frá neinum öðrum þáttakendum enda þekkti ég enga þeirra á þeim tíma þó sumum hafi ég kynnst síðar. Ég er tilbúinn að sverja vitni um þetta hvar sem er og hvenær sem er við drengskap minn. Þetta gæti símtalaskráning fjarskiptakerfisins staðfest, en ég hef frá upphafi haft sama númer.
Þeir ótalmörgu þáttakendur í þessari atburðarás sem ég hef rætt við hafa sömu sögu að segja, og þar á meðal er fólk sem ég ber fullt traust til. Veruleikafirrt samsæriskenning Geirs getur því aðeins útskýrst af tvennu: vænisýki eða lygi. Reyndar er ég móðgaður að vera líkt við strengjabrúðu, af einstaklingi sem hefur nú opinberað sig sem eina slíka.
Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins á mótmælafundi á Austurvelli
Framboð yfirlögregluþjónsins til varavaraformanns Sjálfstæðisflokknum verður brátt prófsteinn á það hvort lygar og/eða vænisjúkar samsæriskenningar eigi þar upp á pallborðið. Mesta áhyggjuefnið er þó að svo virðist sem yfirstjórn lögreglunnar hafi handgengist glæpamönnum í fjármálageiranum og skipulögðum samtökum þeirra, en á því sviði er Jón stóri líkt og kettlingur samanborið við Geir langa.
VIÐBÓT 27.2.2012 23:45 Samkvæmt ábendingu er hér tilvitnun í tölvupóst sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sendi á póstlista flokksmanna þann 30. september 2011:
"Boðað hefur verið til mótmæla við þingsetninguna á laugardaginn. Lögreglumenn hafa gefist upp á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og óljóst er hvernig löggæslu við þingsetninguna verður háttað. Ég hvet fólk til samstöðu með lögreglunni með því að sýna störfum þeirra virðingu. Það er sjálfsagt að halda stefnumálum sínum á lofti við þingsetninguna, en ég bið alla þá sem það ætla að gera að ganga friðsamlega til verks.Krafa Sjálfstæðisflokksins er skýr. Það þarf nýja stjórnarstefnu, ryðja þarf nýjar brautir og boða á tafarlaust til kosninga."
Þarna fæst ekki betur en að undir rós sé bent á að Alþingishúsið verði hugsanlega varnarlaust. Geir langi hlýtur að taka til þess í rannsókn sinni hvort þarna hafi verið um að ræða dulbúna hvatningu til mótmæla. Hann gæti jafnvel tileinkað sérstakan kafla í skýrslunni hlutdeild þingflokksformanns vinstri grænna sem var spældur í beinni útsendingu með miklum tilþrifum, og þá ósvinnu að hann væri ekki meðal tilnefndra á Óskarverðlaunahátíðinni í gærkvöldi.
Vill fá gögn lögreglunnar á borðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mótmæli | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur. Löglaust spillingar-lögregluríkið Ísland opinberast!
Er þetta maðurinn Geir Jón, sem telur sig eiga svo auðvelt með að tala við fólk og stilla til friðar? Er það svona samsæris-"friður" og misbeiting valds og stöðu, sem hann er að boða?
Ég segi nú bara eins og annar Geir sagði fyrir nokkrum árum: Guð blessi Ísland.
Þetta er að vísu gott að því leytinu til, að nú er meiri von um að enginn kjósi klíkuna sem hann er í liði með, með eða án lögreglu-grímubúnings! Hann talar eins og almenningi sé ekki kunnugt um hvers konar vanræksla lögregluyfirvöld er þekkt fyrir? Þvílík veruleikafirring hjá þessum lygara eins og hann er langur til!!!
Mér býður við svona valdahroka!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2012 kl. 08:10
Jón Valgeir á að tilkynna þetta strax og ekki bíða með að nota þetta í kosnongabaráttu..
Óskar Arnórsson, 27.2.2012 kl. 08:19
Hvað, haldið þið að Geir Jón ljúgi; Maðurinn sem fann Jesú inni á salerni.. HALLó; Spyrjið bara tja.. Árna Jonsen; Menn sem ímynda sér að þeir séu búnir að finna son Master of the Universe, þeim er sko treystandi.þ
Helleljúga
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 09:07
Búsáhaldabyltingin var einhver mesta vá sem við íslendingar höfum þurft að glíma við. Geir Jón og hans menn unnu þrekvirki með því að koma henni í þannig farveg að ekki varð mannskaði. Þeim ber að þakka það. Eins ber að þakka þáverandi þingi fyrir að hafa náð að taka þannig á málum í heild að ekki fór verr.
Það er mikilvægt að við sem ætlum okkur að reyna að búa hér á íslandi eftir þess atburði, skiljum hvað þarna fór fram. Aðalega til þessa að svona hörmungar gerist ekki aftur.
Það sem gerðist í búsáldabyltingunni vara að lýðræðislega kjörið þjóðþing landsins hrökklaðist frá völdum sökum skrílsláta og við tók algerla vanhæft fólk sem er langt kominn með að afsala fjárhagslegu sjálfstæði í hendur erlendra vogunarsjóða og fullveldi okkar ísendinga í hendurnar á evrópusambandinu. Þetta er ekki að gerast vegna þess að þetta fólk er vont heldur bara vegna þess að það skilur ekki umhverfið sem það er í.
Þið sem voruð í þessari "byltingu" eruð ekki að skilja að þó svo að þið hefðuð aldrei farið niður á Austurvöll til stofna til þessara óláta hefðuð þið samt fengið að kjósa, bara nokkrum mánuðum seinna. Og þá getað notið þess þings sem þið kusuð yfir ykkur.
Guðmundur Jónsson, 27.2.2012 kl. 09:14
Nafni, þín skoðun á þessu breytir engu um staðreyndir málsins.
Allt sem upp er talið í greininni eru staðreyndir.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2012 kl. 09:21
Guðmundur Jónsson, 27.2.2012 kl. 09:14: Afneitun ykkar mafíuFLokksmanna ríður ekki við einteyming. Á sama hátt og þið afrekuðuð að skrifa hagkerfi landsins lóðbeint til andskotans fyrir Hrun ætlið þið nú að endurskrifa sögu svonefndrar "Búsáhaldabyltingar". Það sem einkennir söguskoðun ykkar er þekkingarleysi, bull og skáldskapur.
1. Ruglið: "Búsáhaldabyltingin var einhver mesta vá sem við íslendingar höfum þurft að glíma við". > Svonefnd "Búsáhaldabylting" var svar þjóðarinnar við Hruninu, sem sannarlega er einhver mesta vá sem Íslendingar hafa þurft að glíma við.
2. Ruglið: "Geir Jón og hans menn unnu þrekvirki með því að koma henni í þannig farveg að ekki varð mannskaði". > Það var vegna eindreginna tilmæla Radda fólksins að ekki varð mannskaði þess daga. Ef þjóðin hefði ekki sammælst um að slá skjaldborg um FLokkstittinn Geir Jón og hans menn hefði farið mun verr.
3. Ruglið: "Eins ber að þakka þáverandi þingi fyrir að hafa náð að taka þannig á málum í heild að ekki fór verr"(!) > Sturlaður og úttaugaður þingforseti þess vanhæfa þings gerði ekkert, segi og skrifa ekkert, til að tóna niður óeirðir. Minni á fyrsta mál á þingi eftir þingsetningu 21. janúar 2009!
4. Ruglið: "Það sem gerðist í búsáldabyltingunni vara að lýðræðislega kjörið þjóðþing landsins hrökklaðist frá völdum sökum skrílsláta"(!) > Kjaftæði. Það sem raunverulega gerðist var einsdæmi í sögunni. Stjórn með aukinn meirihluta á þingi hrökklaðist frá völdum vegna eigin vanhæfis og þeirrar staðreyndar að hún var rúin trausti þjóðarinnar. Um 80% landsmanna voru undir það síðasta í harðri andstöðu við þessa guðsvoluðu aumingjastjórn.
5. Ruglið: "...hefðuð þið samt fengið að kjósa, bara nokkrum mánuðum seinna"(!) Rakalaust þvaður. Vanhæfa Hrunstjórnin ætlaði sér ekki að boða til kosninga. Þetta hyski var svo siðblint og veruleikafirrt að þau héldu að þau gætu komist upp með að sitja áfram í krafti lögreglu og dómstóla. Mér er það vel kunnugt því ég sat fund með þáverandi forsætisráðherra nokkrum dögum fyrir svonefnda "Búsáhaldabyltingu". Þar voru öll ljós slökkt og dregið fyrir glugga.
Eitt atriði í viðbót sem rétt er að þið mafíuFLokkstittir og wannabe-söguritarar ættuð að hafa í huga: Þið komist ekki upp með að ljúga lengur að þjóðinni. Ykkar dagar eru taldir og ég get upplýst þig Vafningslaust um það að það mun ekki gerast að Valhallarspillingarklúbburinn og Eimreiðarsiðleysingjarnir komist í ríkisstjórn Íslands. Þá fyrst mun sverfa til stáls og gasið hans Geirs Jóns súrna ykkur í augum. Þetta máttu skoða sem loforð.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 10:41
Búsáhaldabyltingin var skipulögð eins og allar aðrar byltingar. Og hún var þörf. Ég er sannfærður um að skipulagður hópur sá sér leik á borði og virkjaði reiði almennings gegn Hrunstjórninni. En mér dettur ekki í hug að halda því fram að hver einasti þáttakandi hafi verið boðaður sérstaklega á Austurvöll með skipulögðum hætti.
Ég held hins vegar að það verði fróðlegt að sjá skýrslu Geirs Jóns og hvað hann hefur að segja.....hvort sem þar verður sannleik að finna eða ekki. Það verður jafnframt fróðlegt að sjá viðbrögð annarra VG-liða við ásökunum um að hafa átt þátt í búsáhaldabyltingunni.
Það hefur komið fram að lögreglan var að niðurlotum komin undir lok þessa ástands, táragas var nánast uppurið. Ég held það hafi ekki verið tilviljun að mótmælunum lauk á þeim tíma sem raun varð. Það var umsamið.
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.2.2012 kl. 11:13
Hilmar, Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki komast til valda þegar honum verður gert að skila ríkisstyrk þessa árs vegna vanskila á ársreikningi. Þar sem um er að ræða illa fengið þarf einnig að taka til skoðunar hvort ráðstöfun þess falli ekki undir ákvæði hegningarlaga þar að lútandi.
264. gr. Hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti á lögum þessum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Þá reynir á hvort Geir langi hlýðir lögum um meðferð sakamála:
52. gr. Rannsókn sakamála er í höndum lögreglu nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum.
Lögregla skal hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Enn fremur skal lögregla rannsaka mannslát, mannshvörf, eldsvoða, slys og aðrar ófarir, þótt ekki liggi fyrir grunur um refsiverða háttsemi. Ríkissaksóknari eða héraðssaksóknari geta hvor um sig gefið lögreglu fyrirmæli um að hefja rannsókn, sbr. 3. mgr. 21. gr. og 4. mgr. 23. gr. Um verkaskiptingu ríkislögreglustjóra og lögreglu í einstökum umdæmum fer eftir lögum og reglum, settum samkvæmt þeim.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2012 kl. 11:16
""Guðmundur Jónsson, 27.2.2012 kl. 09:14: Afneitun ykkar mafíuFLokksmanna ríður ekki við einteyming.""
Ég er ekki í neinum stjórnálaflokki og hef sjaldan kosið sjálfstæðisflokkinn.
Þegar ég geng í kjörklefann reyni ég að skyggnast inn fyrir flokkapólitík og kýs gjarnan þá menn sem mér sýnist mest skinsemi ver í á hverjum tíma.
Guðmundur Jónsson, 27.2.2012 kl. 11:22
Takk fyrir það nafni.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2012 kl. 11:32
Ég þekki sjálfur vel nokkra lögreglumenn sem voru við störf meðan mótmælin voru sem mest. Voru þeir í vatnspásu þegar Álfheiður Ingadóttir stóð yfir þeim og drullaði yfir þá og sagði þeim að þetta væri rétt að byrja.
tel ekki ólíklegt að sú kerlingarbelja hafi hafi eitthvað með þetta að gera, en það kemur í ljós.
Ráðsi, 27.2.2012 kl. 11:47
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.2.2012 kl. 11:13: Að sjálfsögðu var svonefnd "Búsáhaldabylting" skipulögð Erlingur Alfreð. Raddir fólksins skipulögðu aðgerðir þennan dag og boðuðu landsmenn að mæta við þingsetningu 21.janúar á laugardagsfundi á Austurvelli 17. janúar 2009.
Jafnframt var skýrt tekið fram að menn væru beðnir að mæta með potta og pönnur og láta þingmenn heyra óánægju landsmanna með gjörsamlega vanhæf stjórnvöld.
Ég fullyrði hins vegar að neistinn sem kveikti bálið var tendraður af víkingasveit lögreglunnar sem stormaði inn í Alþingisgarðinn, grá fyrir járnum, um tvö leytið þennan örlagaríka dag. Ég var staddur fyrir sunnan Alþingishúsið frá kl. 13:00 og fylgdist með aðgerðum lögreglu og mótmælenda og ég varaði yfirmenn lögreglunnar eindregið við að hleypa hörku í aðgerðirnar - en á það var ekki hlustað.
Ég var vitni að ótrúlega hrottalegri framgöngu víkingasveitarinnar/óeirðalögreglunnar þar sem mannréttindi friðsamra mótmælenda og fréttamanna voru sannarlega brotin.
Allan tímann lögðu Raddir fólksins áherslu á friðsamleg mótmæli og lögðust gegn valdbeitingu.
Það er umhugsunarefni fyrir FLokkshyskið og FLokkstittinn Geir Jón að ef Raddir fólksins hefðu gefið fyrirskipun um árás á Alþingishúsið hefði engu verið eirt og húsið hefði einfaldlega verið jafnað við jörðu.
Í stað þess kusum við að slá skjaldborg um örþreytta og uppgefna lögregluþjóna og bjarga þeim frá líkamsmeiðingum.
FLokksframbjóðandinn Geir Jón sýnir nú sitt rétta innræti með því að vega að forystu Radda fólksins og halda því blákalt fram að hún hafi lotið stjórn VG! (af öllum flokkum...).
Það finnast orðið fá stórmenni innan FLokksins - og Geir Jón er ekki einn af þeim fáu.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 12:23
Hilmar, ég rakst á ummæli eftir þig eða einhvern annan frá "röddum fólksins" á einhverju bloggi fyrir nokkrum dögum þar sem skýrt var frá fundi með fyrrverandi forsætisráðherra þar sem honum var víst tilkynnt að ef að hann segði ekki af sér yrði hann hrekinn frá völdum "með valdi".
Hvernig það samræmist því sem að þú segir núna er óljóst. Eins ber að minnast á það að skjaldborg fyrir lögregluna gerðist eftir því sem mér minnir fyrir framan stjórnaráðið en ekki alþingi. (og veit ég ekki hvort að það var fyrir tilstilli "radda fólksins" eða bara að frumkvæði almennings).
Eins er kannski rétt að taka fram að hvergi hef ég séð að talað sé um að þingmenn hafi stjórnað "röddum fólksins" heldur virðist mér að frekar sé um að ræða að þingmenn hafi "stjórnað" hluta mótmælenda enda ekki fræðilegur möguleiki á því að "raddir fólksins" hafi getað stjórnað hverri og einni manneskju sem að þarna var.
Það er svosem einnig umhugsunarvert af hverju ekkert heyrist frá "röddum fólksins" vegna núverandi stjórnar, en það skýrist kannski að einhverju leyti á óstjórnlegu hatri "radda fólksins" til sjálfstæðisflokksins (Eins og sést vel á ummælum þínum um flokkinn)
Þórður Gústaf Sigfriðsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 20:56
Guðmundur Ásgeirsson; Þú virðist nokkuð kunnugur atburðum sem áttu sér stað þarna við þinghúsið. Þú getur þá væntanlega skýrt út fyrir mér hversvegna þið vinstri menn eruð svona pirraðir út af þessu máli? Hversvegna Álfheiður og Steingrímur taka þetta svona inná sig? en þó hefur Geir Jón ekki nefnt nein nöfn.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2012 kl. 21:33
Góður pistill, ég hef engu sérstöku við hann að bæta eða um hann að segja, vildi bara kommenta fyrst ég datt hingað inná síðuna þína. Eðajú, ok, ég verð að segja að ég er búin að missa allt álit á Geir Jóni (hafði alveg dáldið því hann virkaði góður kall og þóttist vera kristinn). Fyrst fór 95% þegar ég komst að því að hann væri sjálfstæðismaður og svo fór afgangurinn þegar hann byrjaði á þessari samsæriskenningaþvælu.
Og svo verð ég bara aðeins að vísa í það sem Hrólfur Hraundal segir hérna fyrir ofan mig, er hann spyr hví þú, "vinstrimaðurinn" (endalaust lol!) sért svona pirraður? Það er algjör snilld
En gangi þér bara vel, nú ertu kominn á beinu brautina, orðinn vinstrimaður og alles!
Anna Karen (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 22:19
@Hrólfur
Ég er ekki kunnugri atburðum við þinghúsið heldur en flestir aðrir sem þar voru á einhverjum tímapunkti í þessari atburðarás, sem telur tugþúsundir manna. Eins og fram hefur komið var ég þáttakandi í sumu en ekki öllu, mín þáttaka í mótmælaaðgerðum (friðsömum vel að merkja en háværum engu að síður) hefur þó verið mun meiri eftir að búsáhaldabyltingin sjálf var yfirstaðin. Ég er ennþá að bíða eftir seinni byltingunni, sem mun koma, í mannkynssögunni er sjaldan ein báran stök, heldur koma bylgjur á meðan veðrið gengur yfir.
Þú biður um skýringar vinstrimanna. Ég get ekki talað fyrir hönd þeirra.
@ Anna Karen
Já ég sprakk líka úr lolz þegar ég las þetta. Það þarf ekki annað en að kíkja í boxið efst til vinstri á síðunni með upplýsingum um höfundinn til að sjá hvar í flokki ég stend og sá flokkur hafnar því að til sé eitthvað sem heitir vinstri og hægri, ekki frekar en hugtakið "kynþáttur" sem er hrein ímyndun. Við erum öll fólk og jöfn sem slík þó við séum ólíkar persónur. Það að skipta fólki upp eftir einhverjum slíkum einkennum, hvort sem það er vinstri/hægri, svartur/hvítur, eða eitthvað annað getur aldrei þjónað neinum hagsmunum nema þeirra sem vilja deila og drottna yfir fjöldanum. Slíkir flokkadrættir eru reyndar jafn fáránlegir og að skipta fólki upp í þjóðfélagshópa eftir kvikmyndasmekk, svefnvenjum, eða einhverju álíka hversdagslegu.
Í nútímaumræðu hefur þróast hugtakið "kynþáttablinda". Sjónvarpsmaðurinn Stephen Colbert er brautryðjandi á því sviði, en hann hefur fyrir venju að spyrja þeldökka gesti þáttar síns um kynþátt þeirra, svo hann fari örugglega ekki með neinar fleipur í viðtalinu. Ég er sjálfur haldinn þessum sama eiginleika, en auk þess er ég líka bilndur á hvort lögmæt stjórnmálaskoðun sé vinstri, hægri, upp og niður eða út og suður, ég er líka sjóndapur á aldur, stétt, kynhneigð, þjóðerni og margt fleira. En sýnin á málefnin er alltaf skörp.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2012 kl. 23:28
Mér barst áminning um nokkuð sem hafði ekki rifjast upp fyrir mér þegar ég skrifaði færsluna. Það er eftirfarandi tilvitnun úr skeyti sem Bjarni Benediktsson formaður SjálfstæðisFLokksins sendi á póstlista flokksmanna þann 30. september 2011:
"Boðað hefur verið til mótmæla við þingsetninguna á laugardaginn. Lögreglumenn hafa gefist upp á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og óljóst er hvernig löggæslu við þingsetninguna verður háttað. Ég hvet fólk til samstöðu með lögreglunni með því að sýna störfum þeirra virðingu. Það er sjálfsagt að halda stefnumálum sínum á lofti við þingsetninguna, en ég bið alla þá sem það ætla að gera að ganga friðsamlega til verks.Krafa Sjálfstæðisflokksins er skýr. Það þarf nýja stjórnarstefnu, ryðja þarf nýjar brautir og boða á tafarlaust til kosninga."
Ekki fæst betur séð en að undir rós sé bent á að þinghúsið verði hugsanlega óvarið. Geir Jón hlýtur að gera grein fyrir því í skýrslu sinni, hvort þarna hafi ekki verið um að ræða "stýringu" eða í það minnsta hvatningu til mótmæla?
Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2012 kl. 23:41
Þórður Gústaf Sigfriðsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 20:56: Það færi betur að sumir kynntu sér málin betur áður en þeir þenja sig á blogginu ÞGS. Ef þú hefðir gefið þér tíma til að lesa örlítið lengra hefðir þú fengið skýringar á þessari umræddu færslu.
Talsmenn Radda fólksins voru einfaldlega að reyna að útskýra fyrir þáverandi forsætisráðherra að spilið væri tapað og ef hann væri ekki maður til að sjá það væri viðbúið að þjóðin sparkaði honum á dyr - sem og hún gerði.
Enginn er verri þótt hann vari aðra við komandi óförum.
Ég var niðri á Austurvelli alla þessa viku ÞGS og þú þarft ekkert að segja mér hvernig ég upplifði atburði þar. Það voru lögreglumenn sem hleyptu öllu í bál og brand við þinghúsið þriðjudaginn 20. janúar, en þrátt fyrir það sýndu mótmælendur, vel flestir, aðdáunarverða rósemi og yfirvegun.
Bullið í Geir Jóni hefur þegar verið hrakið af yfirlögreglustjóra og sjálf er "stórasta löggan" á Íslandi á harðahlaupum frá fyrri yfirlýsingum. Það er með öllu fráleitt að einstakir þingmenn hafi "stjórnað" mótmælum við þinghúsið - fantasía og furðusaga ruglaðra FLokksmanna sem eru enn í afneitun.
Síðasta komment þitt sýnir ljóslega að þú átt í vandræðum með eigin greindarvísitölu. Raddir fólksins börðust gegn núverandi helferðarstjórn frá fyrstu stundu. Við kröfðumst utanþingsstjórnar og efndum til mótmælafunda á Austuvelli gegn IceSave-óskapnaðinum þegar í júní 2009. Síðast efndum við til mótmælafundar gegn núverandi ríkisstjórn á Austurvelli 15. október 2011.
Hvar í fjandanum hefur þú alið manninn óbermið þitt?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 00:29
Hilmar, ég tel mig nú ekki hafa verið að þenja mig eitthvað og þér að segja þá las ég einnig yfirklórið sem að kom fram seinna á blogginu, það breytir samt ekki að þú sagðist hafa hótað að hann yrði hrekinn burtu með valdi.
Í sambandi við hvað gerðist á Austurvelli, þá var ég ekkert að segja til um hvað hver hefði gert og hver ekki, ég einfaldlega benti á hugsanlega skýringu á ummælum Geirs Jóns.
Síðustu ummæli mín eru einfaldlega tilkomin vegna þess að ef að "raddir fólksins" geta kallað til og stjórnað hátt í 10.000 manna hópi, hvers vegna er það ekki gert aftur. Hvort að tilgáta mín sé rétt eður ei hef ég ekki hugmund um.
Það er stórkarlalegt að geta verið með stór orð og æsa sig upp með yfirlýsingum um greindarvísitölu og uppnefnum, sýnir það kannski betur hversu lág þín sé.
Ég á allavega ekki í neinum vandræðum með mína.
Að síðustu til að útskýra fyrir þér hvar ég hef alið manninn þá varð ég að stunda mína vinnu úti á landi á meðan þetta gerðist (sumir neyddust jú til þess) og hafði svo vit á því forða mér frá íslandi þegar ég sá hvað kom út úr "byltingu radda fólksins".
Af yfirlýsingum þínum má sjá að ísland á þér að þakka núverandi stjórn og vona ég að tilganginum hafi verið náð fyrir þína hönd.
P.s. Ég vona að ég hafi skrifað þetta nógu hægt til að þú gætir lesið þetta án þess að missa stjórn á þér!
Þórður Gústaf Sigfriðsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 05:01
Þórður Gústaf Sigfriðsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 05:01: Dveldu sem lengst erlendis karlinn. Ísland hefur ekki efni á mönnum sem eru að "stunda sína vinnu úti á landi" þegar þjóðin þarf virkilega að standa saman gagnvart gjörsamlega vanhæfum stjórnvöldum.
Eftiráskýringar þínar og fimbulfamb varðandi atburðina á Austurvelli veturinn 2008 - 2009 eru auðsjáanlega að engu hafandi þar sem þú komst þar hvergi nærri og hefur ekki reynslu né skilning til að túlka þá atburði.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 09:58
Hrunið hefði aldrei gerst ef það hefðu verið prestar í FME; .. Sem er í takt við yfirlýsingar Geir Jóns með að leysa vandamál miðbæjarins með því að vera með svona prestslöggur.. priestcop.
Karlinn sem þykist svo góður og trúaður.. sér ekki ástæðu til að segja sig úr spillingarbæli sjálfstæðisflokks.. enda líklegt að sjálfsæðisflokkur sé komin með fullkomna fyrirgefningu beint frá Sússa.. á öllu sukkinu og svínaríinu.
DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.