Hlutafasamingar nýju bankanna birtir
11.1.2012 | 19:31
Í dag birti fjármálaráðuneytið hluthafasamninga nýju viðskiptabankanna þriggja, samtals um 65 ljósmyndaðar blaðsíður. Eitthvað af upplýsingum er varðar fjárhagsmálefni hluthafa og kauprétti hafa þó verið afmáðar á ljósmyndunum, að sögn ráðuneytisins vegna ákvæða upplýsingalaga.
Hvers vegna engin frétt hefir birst um þetta kann ég engar skýringar á. Það kann að vera að þetta hafi einfaldlega farið framhjá fjölmiðlum og sloppið undir ratsjánna hjá árvöklum bloggurum og öðrum álitsgjöfum. Nema þeim sem hér skrifar.
Þar sem mér hefur ekki unnist tími til að lesa þessi plögg í þaula vildi ég vekja athygli á þeim hér í þeirri von að aðrir árvöklir greinendur verði þess varir og taki gögnin til skoðunar. Það er ekkert víst að neitt bitastætt sé þarna að finna, en ef eitthvað finnst væri gaman að fá athugasemdir um það hér að neðan.
Fjármálaráðuneytið:
Hluthafasamkomulög í tengslum við eignarhald á stóru viðskiptabönkunum þremur
Haustið og veturinn 2009 voru gerðir hluthafasamningar í tengslum við hlutafjáreign í Landsbankanum hf., Íslandsbanka hf. og Arion banka hf., milli íslenska ríkisins annars vegar og gömlu bankanna hins vegar. Helstu atriði samninganna voru birt í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna sem lögð var fyrir Alþingi í mars 2011 (sjá bls. 40, 52 og 67). Hlutafjárframlög ríkisins vegna bankanna þriggja nema um 135 ma.kr., á móti 156 ma.kr. hlutafjárframlagi annarra hluthafa.
Um miðjan október 2011 barst beiðni til fjármálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðgangi að hluthafasamkomulögunum í heild sinni. Ráðuneytið lagði mat á eðli þeirra upplýsinga sem fram koma í efni hluthafasamkomulaganna, m.t.t. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar höfðu ekki verið birtar áður. Einnig er rétt að árétta að stjórnvöldum er óheimilt skv. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að veita aðgang að upplýsingum sem varða viðskipta- og fjárhagsmálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, án ótvíræðs samþykkis þess sem í hlut á, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða lögaðila.
Því óskaði ráðuneytið eftir afstöðu annarra hluthafa og bankanna sjálfra, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, til þess að veittur yrði aðgangur að umræddum skjölum í heild sinni. Ráðuneytinu hafa nú borist svör frá hluthöfum og bönkunum sem um ræðir og eru samningarnir birtir hér.Samningarnir í heild sinni
- Hlutafjársamkomulag vegna NBI (nú Landsbankans). Landskil ehf. fara með 18,7% eignarhlut í Landsbankanum fyrir hönd Landsbanka Íslands hf., á móti 81,3% hlut íslenska ríkisins.
- Hlutafjársamkomulag vegna Nýja Glitnis (nú Íslandsbanka). ISB Holding ehf. fer með 95% eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd Glitnis banka hf., á móti 5% hlut íslenska ríkisins.
o Sjá einnig breytingu á ákvæði 14.4(a)
- Hlutafjársamkomulag vegna Nýja Kaupþings (nú Arion banka). Kaupskil ehf. fara með 87% eignarhlut í Arion banka fyrir hönd Kaupþings banka hf., á móti 13% hlut íslenska ríkisins.
Upplýsingar sem varða tiltekin viðskipta- og fjárhagsmálefni hluthafa í greinum 1.1, 5.1, 9.4 og 9.6 hafa verið fjarlægðar í samræmi við ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða ákvæði er varða hluthafavernd annars vegar og verð kaupréttar hins vegar.
Sjá einnig:
Greinargerð um skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna
Umræður á Alþingi um skýrslu fjármálaráðherra
[Viðbætur síðuhöfundar:]
Guðlaugur Þór fjallar á bloggsíðu sinni um málið
Grein Guðlaugs um málefni sparisjóða: Pressan.is
Sýnishorn úr umfjöllun Marinó G. Njálssonar um endurreisnarskýrsluna o.fl.:
Afslættir af lánum heimilanna og afslættir af íbúðalánasöfnum - marinogn.blog.is
600 milljarðar af skuldum heimilanna við bankana vegna... - marinogn.blog.is
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Við erum búin að bíða lengi eftir þessum gögnum. Þetta er klárlega efni sem að maður þarf að leggjast yfir.
Seiken (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 12:14
Nei hvað það er skemmtilegt að vera í enn eitt skiptið á undan fjölmiðlum með fréttirnar:
11.1.2012 kl. 16:49 http://www.fjarmalaraduneyti.is/forsidufrettir/nr/14973
11.1.2012 kl. 19:31 http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1216643/
12.1.2012 kl. 10:55 http://www.mbl.is/frettir/forsida/2012/01/12/hluthafasamningar_bankanna_birtir/
12.1.2012 kl. 11:30 http://www.vb.is/frett/69022/
Guðmundur Ásgeirsson, 12.1.2012 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.