Þegar kerfið þykist vera lesblint
11.12.2011 | 01:02
Ríkissaksóknari segist ekki hafa fundið neitt sem bendi til þess að starfsmenn öryggissveitar sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík hafi gerst brotlegir við lög.
Helstu málsatvik sem liggja fyrir:
- Sendiráðið hefur staðfest að eftirlitssveitin sé raunveruleg.
- Frásagnir fjölmiðla hafðar eftir fyrrverandi starfsfólki, meðal annars um leit í undirvagni bifreiða í eigu íslenskra ríkisborgara og eftirför sem endaði með bílaeltingaleik.
- Og megingagnið: skeyti frá sendiráðinu sem birtist á WikiLeaks og inniheldur frásögn af eftirliti með vegfarendum án þeirra vitundar og eftirför.
Þetta eru flest athafnir sem venjulegu fólki leyfast almennt ekki og falla að jafnaði undir valdheimildir lögreglu, sem þarf í mörgum tilvikum að óska dómsúrskurðar til að fá slíkt eftirlit heimilað vegna lögreglurannsóknar. Sá sem stundar slíkt án heimildar er þannig að taka sér lögregluvald og jafnvel dómsvald. Þegar stjórnvöld í einu ríki stunda leynilegt eftirlit í öðru ríki eru það njósnir samkvæmt skilgreiningu hugtaksins.
116. gr. Hver, sem tekur sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefur, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum.
93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það fangelsi allt að 5 árum.
Enn eitt dæmið um að kerfið þykist vera lesblint á sínar eigin reglur, hvenær sem því hentar að víkja þeim til hliðar. Og ekki er skárra að birta svona fréttatilkynningu athugasemdalaust með copy/paste aðferðinni við fjölmiðlaútgáfu.
Sendiráðsmenn brutu ekki lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Athugasemdir
Ekki er ég að sjá neitt í þessum lagagreinum sem bannar öryggisfyrirtækjum að skoða umhverfið í kringum sig. Ef hinsvegar þú ætlar að finna hvað felst í því að fara inná valdsvið lögreglu ættir þú að athuga lögreglulögin.
Það að fara með spegil til að skoða undirvagna bifreiða er ekki lögbrot í sjálfu sér. Það að sendiráðið hafi "öryggissveit" þarf ekki að þýða að þeir séu með njósnalið, í það minsta ef þeir fara að lögum og hafa leyfi samkvæmt íslenskum lögum um starfrækslu öryggisþjónustu. Það er hægt að sækja um það til ríkislögreglustjóra og er mjög einfallt ferli.
Það getur verið að aðrar reglur gildi þar sem um starfsemi sendiráðs er að ræða. Þar er það erlent ríki sem hugar að sínu öryggi og þarf ekki að vera njósnastarfsemi.
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 11.12.2011 kl. 02:07
Hvaða geðvonska er þetta nú Guðmundur. Bandaríska sendiráðið fer ekki eftir íslenskum lögum þegar kemur að öryggisgæslu og eftirliti en svo er það spurningin hve stórt ætti þeirra "öryggissvæði" að vera. Það sem mér finnst verst er þetta Bandaríkjahatur sem enn er lítið lát á hjá sumu fólki þrátt fyrir minnkandi hernaðarumsvif USA
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2011 kl. 02:58
Mér finnst þetta fyllilega eðlilegt,og tek undir með þeim Ólafi og Jóhanni.
Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2011 kl. 08:16
Þetta er ekki eðlilegt. Smám saman eru herlög að taka gildi um allan heim og réttindi almennings fótum troðin. Tek fyllilega undir með þér Guðmundur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 10:39
Hvern hefurðu í huga Jóhannes Laxdal þegar þú talar um Bandaríkjahatur? Bandaríkjamenn? Bankana? Stjórnvöld?
http://www.youtube.com/watch?v=S6svA6Qvq1U
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 10:54
Johannes Laxdal Baldvinsson, skammastu þín ... ef þú hefur þá greindarvíssitölu til þess. Það getur vel verið að þú tilheyrir þeim hópi manna, sem telur "gyðing" eða "bandaríkjamann" vera æðri öðrum ... en þá ráðlegg ég þér eindregið að flytja til Bandaríkjanna sjálfur, fyrir full og allt ... og það sem fyrst. Því við erum á leiðinni góðurinn ... og virum erum illskeittir, vegna þess að Bandaríkjamenn hafa ollið dauða um hálfra miljón barna ... okkur getur dottið það í hug, að "refsa" þér og þínum líkum fyrir að álíta þetta "ekkert glæpamál", ef ekki verður náð í Bush og Co. Þetta er bara ein lítil ábending til þín, um það sem koma skal. Hvort sem það tekur eitt ár, eða þúsund ár að koma því í verk.
Ísland er fullvalda ríki, sem ekki er hernaðarríki ... það er hlutlaust, eins og önnur norðurlönd, og er "öll" njósnastarfsemi á landinu af óvinveittum toga. Öll "heimild" ríkislögreglu og stjórnvalda til að heimila slík vinnubrögð eru og eiga að túlkast, sem "lands svik"..
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 13:55
Ólafur Björn: Ekki er ég að sjá neitt í þessum lagagreinum sem bannar öryggisfyrirtækjum að skoða umhverfið í kringum sig.
Þá þarftu að losa þig við kerfisbundnu lesblinduna því 93. gr. kveður skýrt á um bann við njósnum fyrir erlend ríki, sem er einmitt tilfellið hér.
Það að fara með spegil til að skoða undirvagna bifreiða er ekki lögbrot í sjálfu sér.
Kannski er það ekki klippt og skorið hvort það brjóti beinlínis lög, en ég skora á þig að fara til New York og byrja að spegla undirvagna bifreiða á almenningsbílastæðum. Sjáðu svo til hversu langt líður þar til svartur sendibíll kemur aðvífandi og út úr honum koma menn í dökkum jakkafötum með sólgleraugu sem vilja "eiga við þig nokkur orð".
Ef þeir þykjast sjálfir mega hegða sér þannig annarsstaðar er það hræsni.
ef þeir fara að lögum og hafa leyfi samkvæmt íslenskum lögum um starfrækslu öryggisþjónustu. Það er hægt að sækja um það til ríkislögreglustjóra og er mjög einfallt ferli.
Eins og ég benti á þá er það brot á hegningarlögum að hlutast til um njósnir fyrir erlent ríki. Ég veit ekki til þess að hægt sé að fá undanþágu hjá ríkislögreglustjóra frá hegningarlögum. Ef það er hægt máttu samt gjarnan benda á hvert ég á að fara til að sækja um slíka heimild.
Það getur verið að aðrar reglur gildi þar sem um starfsemi sendiráðs er að ræða.
Samkvæmt lögum um aðild að Vínarsamningnum um stjórnmálasamband ríkja takmarkast friðhelgi við sendiráðslóðina og þá starfsmenn sem hafa stöðu sendifulltrúa. Ekkert í þeim lögum undanskilur Laufásveginn sjálfan eða almenna sendiráðsstarfsmenn frá landslögum, og síst af ölllu íslenska ríkisborgara. Landráðakafli hegningarlaga fjallar beinlínis um öryggishagsmuni gagnvart erlendum ríkjum, og sendiráðið er einmitt útibú frá frá einu slíku.
Jóhannes Laxdal: Hvað áttu eiginlega við með "Bandaríkjahatri"? Ég hef ekki orðið var við neina sérstaka andúð á fólki sem þaðan er upprunið. Hinsvegar hef ég orðið var við mikla andúð á yfirgangi þeirra stríðsglæpamanna sem nú sitja á valdastólum í því ágæta landi. En það er líka eitthvað sem viðkomandi aðilar bera sjálfir ábyrgð á, að skemma orðspor þjóðar sinnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2011 kl. 14:56
Til að sækja um heimild til starfrækslu öryggisþjónustu er hægt að skoða þessa síðu: http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/340-1997
Lestu hana og þá verður þú öllu fróðari um hvað er leyfilegt samkvæmt því. Einnig bendi ég þér á að lesa "a lið 1gr. reglugerðarinnar". Hún tekur á hvaða svæði eru til gæslu. Ekkert í þeirri grein útilokar Laufásveginn sem er almenningur í skilgreiningu greinarinnar. Vegna vöktunar á nánasta umhverfi sendiráðsins er þetta svæði líkega skigreint sem öryggissvæði/amenningur.
Lóð sendiráðsins er þá lokað svæði.
Eftir að hafa lesið alann landráðakafla hegningarlaganna ( http://www.althingi.is/lagas/131b/1940019.html )
Finn ég ekki staf um þesskonar brot sem þú villt meina að öryggissveit sendiráðsins á að hafa framið.
Svo skal ég lofa þér því að ef ég er merktur sem öryggisvörður og með tilskilin leyfi í Bandaríkjunum þá kæmu þessir "svartklæddu með sólgleraugun í svarta sendibílnum", bara til með að spyrja hvort ég hafi fundið eitthvað grunsamlegt.
kveðja
Ólafur Björn Ólafsson, 11.12.2011 kl. 17:41
Bjarne Örn, á ég að skilja þessi orð þín sem hótun?
Kannski þú ættir að fjarlægja þau Guðmundur. Ekki viltu vera bendlaður við það ofstæki sem lýsir sér hjá þessu manngerpi... eða hvað? Og ef þú hefðir lesið þau hefðirðu vitað hvað ég á við með Bandaríkjahatri. Hatrið beinist aðríkinu USA og öllu sem það stendur fyrir en ekki einstaka stríðsglæpamönnum sem hafa verið við völd. Persónulega þá held ég að enginn geti verið stikkfrí. Og þurfi ég að velja þá tek ég afstöðu með Vestrænum ríkjum gegn herskáum múslimum og heimsvaldasinnuðum Kínverjum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2011 kl. 19:13
p.s Og þeir sem í dag hatast við Bandaríkjamenn og hernaðarbrölt þeirra ættu að hugsa út í það að án þeirra værum við í dag rússneskt leppríki.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2011 kl. 19:16
Ólafur Björn: reglugerð getur ekki vikið til hliðar landslögum. Þetta er grundvallaratriði í lögfræði sem er alveg skýrt. Ef eitt stendur í lögum en annað í reglugerð, þá eru það lögin sem gilda alltaf. Reglugerð sem kveður á um skyldu íslenskra fyrirtækja að sækja um leyfi ef þau ætla að starfrækja öryggisþjónustu, getur aldrei náð yfir njósnir af hálfu erlendra ríkja. Það er álíka langsótt og að segja að lög um aðför gildi líka fyrir handrukkara.
Og fyrst þú finnur þetta ekki skal ég sýna þér aftur hvar þetta stendur:
93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það fangelsi allt að 5 árum.
Ef þú getur ekki lesið þetta kann ég því miður engin ráð handa þér.
Jóhannes Laxdal: Ég hef aldrei fjarlægt eina einustu efnislega athugasemd á þessu bloggi og er ekki að fara að byrja á því núna. Ég hef ekki áhyggjur af því að vera bendlaður við eitthvað sem aðrir segja og skrifa undir eigin nafni. Ef ég væri mjög upptekinn af slíku þá væru það frekar bloggsíður tiltekinna þingmanna sem yllu mér áhyggjum, en athugasemdir hans Bjarne hérna þar sem ekki er gerð nein tilraun til að ljúga upp á mig neinum meiningum.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.12.2011 kl. 02:18
http://www.aclu.org/blog/national-security/senate-rejects-amendment-banning-indefinite-detention
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.