Góð ráð gegn vefauglýsingum

Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem vilja losna við auglýsingamennsku vefmiðla. Maður byrjar á því að ná sér í viðbót fyrir vafrann til að útiloka auglýsingar. Sú sem ég nota er Adblock Plus fyrir Firefox en fleiri slíkar viðbætur eru til fyrir ýmsa vafra.

Einfaldast er að ná í Adblock hér:

Það er einfalt að setja viðbótina upp með því að smella á stóra takkann þar sem stendur "Add to Firefox" og fylgja svo þeim leiðbeiningum þá birtast. Það þarf að smella nokkrum sinnum til að samþykkja uppsetninguna, og svo er líklega ráðlegt að endurræsa vafrann að uppsetningu lokinni.

Til að loka á auglýsingar er einfaldast að gerast áskrifandi að lokunarlista, sem einhver hefur tekið saman í þeim tilgangi að deila með fleirum. Þegar Adblock er sett upp í fyrsta skipti er manni boðið upp á nokkra slíka. EasyList og Fanboy eru ágætir valkostir. Hér er svo dæmi um einn slíkan sem lokar á bróðurpartinn af íslenskum vefauglýsingum og rekjurum.

Smelltu hérna til að gerast áskrifandi að íslenska lokunarlistanum.

Til að verjast erlendum auglýsingum og rekjurum enn betur má til dæmis benda á vefsvæði EasyList sem er hýstur hjá höfundum Adblock: http://easylist.adblockplus.org

Með því að smella á á hlekkinn Add EasyList to Adblock Plus útilokar maður rúmlega sextán þúsund auglýsingaslóðir. Þar er einnig boðið upp á Add EasyPrivacy to Adblock Plus sem útilokar slóðir rúmlega 3.500 rekjara. Síðarnefndi listinn er einnig fáanlegur fyrir Internet Explorer 9.

Annar slíkur listi er frá Fanboy:

Smella hér til að gerast áskrifandi: Add Fanboy List Adblock list to Firefox. Fanboy er einnig með rekjaralista: Add Fanboy Tracking list to Firefox og lista sem útilokar viðbætur frá samfélagsvefjum: Add Fanboy Annoyances List to Firefox. Tveir fyrrnefndu listarnir eru líka fáanlegir fyrir Internet Explorer 9: Fanboy Adblock list for Internet Explorer 9 og Fanboy Tracking list for Internet Explorer 9.

Áður en þú ákveður að loka fyrir auglýsingar á þínum uppáhalds vefmiðli eða einhverri síðu sem veitir þér virðisaukandi þjónustu, skaltu íhuga að auglýsingar eru oft stærsta tekjulind þeirra aðila sem halda úti slíkum rekstri. Hinsvegar geta verið lögmætar ástæður fyrir því að loka fyrir auglýsingar, til dæmis sparar það talsverða netumferð og vinnuálag á örgjörva og annan vélbúnað sem er fínt ef unnið er á kraftlítilli tölvu eða með hæga nettengingu. Eða bara vegna þess að þú vilt geta heimsótt vefsíður án þess að fá flogaveikiskast af auglýsingum sem blikka eins og jólatré.


mbl.is Vefpressan höfðar mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir þetta Guðmundur. Auglýsingar eru jafn hvimleiðar og ruslpóstur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2011 kl. 00:32

2 Smámynd: Einar Steinsson

Ég hef verið frekar þolinmóður gagnvart auglýsingum á vefsíðum einmitt af þeirri ástæðu sem þú nefnir, maður er að fá fría þjónustu gegn því að auglýsingar fylgi með.

En nú er ég búinn að missa þolinmæðin gagnvart Íslenskum fréttasíðum, ofan á sífellt meira pirrandi blikk og bling eru farnar að opnast flennistórar auglýsingar sem fylla skjáinn og maður verður að bíða eftir að fari frá eða leita uppi lokunartakka. Ég er hættur að nenna að leifa auglýsingar á tölvunni minni, þetta er í mínu tilfelli dæmi um hvað gerist ef menn ganga of langt, ég setti fyrir nokkrum vikum auglýsingalokara á mína vafra.

Einar Steinsson, 10.12.2011 kl. 00:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jamm, en rekjararnir eru svo enn eitt vandamálið. Þessir sem safna saman upplýsingum um netnotkun þína á mörgum mismunandi heimasíðum og geta þannig rakið ferðir þínar og greint hegðunarmynstur þitt.

Ég bendi á tvo lista auk þess íslenska sem loka á svoleiðis.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.12.2011 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband