Tvískinnungur hjá ESA og ESB

Efitrlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við lánveitingar til fjárfestingarbankanna Saga, VBS og Aska Capital. Á sama tíma er sama stofnun að ávíta Íslendinga fyrir að veita ekki öðrum fjárfestingarbanka, Landsbanka Íslands, ríkisaðstoð vegna uppgjörs við forgangskröfuhafa. Sá sem er í mótsögn við sjálfan sig er yfirleitt á villigötum.

Um daginn fór belgíski bankinn Dexia á hausinn, en hann var með starfsemi víðsvegar um álfuna þvert yfir landamæri, alveg eins og Landsbankinn var með IceSave. En viti menn, til að afstýra algjöru bankahruni fóru Belgar íslensku leiðina og endurfjármögnuðu rekstrahæfar einingar Dexia með tilfærslu þeirra yfir í ný félög, á meðan áhættufjárfestingar voru skildar eftir í þrotabúinu. Í stað þess að krefja Belgíu um fulla ríkisábyrgð á endurfjármögnuninni féllust þau lönd þar sem bankinn hefur starfsemi á að deila með sér ábyrgðinni í hlutfalli við umfang starfseminnar, Belgía 60.5%, Frakkland 36.5%, og Luxembourg 3%. Á sama tíma eru Íslendingar ávítaðir fyrir að láta forgangskröfur á Landsbankann fá sambærilega meðferð.

Meðan aðrar þjóðir álfunnar deila með sér ábyrgð til að hindra bankahrun hefur ESB sjálft og hinar ýmsu stofnanir þess þar á meðal ESA, gert allt aðrar kröfur til Íslands. En á sama tíma er sama stofnun að væna Íslendinga um mismunun á grundvelli þjóðernis. Hvað er það eiginlega?

Evrópa er ekki aðeins fjárhagslega gjaldþrota, heldur líka siðferðislega.

Og ef einhver skyldi enn velkjast í vafa, þá hringir þessi auglýsing frá ungverska bankanum Raiffeisen árið 2007 vonandi einhverjum viðvörunarbjöllum núna hjá skynsömu fólki.

Þetta gæti allt eins verið frá íslenskum banka árið 2007 og er í raun verra því þarna er ekki einu sinni verið að glanshúða hlutina heldur er siðferðisbresturinn falinn í allra augsýn með því að dulbúa hann sem léttvægt og barnalegt grín. Við vitum það af biturri reynslu hvaða afleiðingar svo víðtæk og útbreidd siðblinda hefur á bankastarfsemi: ofsagróði í skamman tíma áður en allt springur svo í loft upp á endanum.


mbl.is Rannsaka ríkisaðstoð til fjárfestingabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evrópskir bankar tóku 247 milljarða evra að láni í Seðlabanka Evrópu til einnar viku í gær

Bankar leita í auknum mæli til seðlabanka eftir lausafjárfyrirgreiðslu. Hefur maður ekki upplifað eitthvað svipað áður...? Ástarbréfaskipti?

Bara til að hafa það á hreinu þá eru þetta jafnvirði 39,5 trillljón króna!

Spánn í keppni við tímann um að komast hjá neyðarláni

Blóðsugu-kolkrabbinn hefur náð tökum á Evrópu:

What price the new democracy? Goldman Sachs conquers Europe

Og þetta er jafnvel verra en ég hafði áttað mig á:

Goldman Sachs á sigurför um Evrópu | Svipan 

"fyrrum ráðgjafar og yfirmenn hjá Goldman Sachs ráða nú yfir 7 af 17 evrulöndum"

Dagar lýðræðis í Evrópusambandinu eru taldir.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2011 kl. 07:29

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur, smá leiðrétting.  ESA er ekki undirstofnun ESB, heldur er ESA innan EFTA. 

Marinó G. Njálsson, 24.11.2011 kl. 09:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rétt Marinó, ESA er undirstofnun EFTA. Það á hinsvegar að vera hlutverk stofnunarinnar að framfylgja því að EES samningurinn sé virtur. En sá tvískinnungur sem ég er að gagnrýna hér birtist að talsverðu leyti í því að stofnunin tekur allt öðruvísi á málefnum ríkja sem eru "EFTA megin" í EES eins og Íslandi, heldur en þeim sem eru "ESB megin" í EES t.d. Belgíu eins og hér ræðir um. Þannig gengur stofnunin erinda ESB ríkjanna gagnvart EFTA ríkjunum en ekki öfugt heldur leyfir þeim að komast upp með allt sem aðrir virðst ekki mega. Þannig er tómt mál að tala um jafna stöðu, þetta er einfaldlega mismunum á grundvelli þjóðernis, sem er hvorki í anda EES né ESB eins og það er útskýrt þegar verið er að reyna að selja okkur þangað inn.

Það sem ég meina með þessu er að það er tálsýn að halda að Íslandi yrði hleypt eitthvað upp á dekk þó við gerðumst aðilar að ESB. Allt tal um að okkur yrði tekið opnum, mjúkum örmum, er í engu samræmi við reynsluna nú þegar. Eins og atburðirnir í Grikklandi, Ítalíu og víðar hafa sýnt með áberandi hætti, þá er fámenn valdaklíka blóðsjúgandi bankamanna sífellt að auka völd sín yfir ríkjum álfunnar, sem flest eiga verulega undir högg að sækja.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2011 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband