Þingkonan ekki til prýði

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins hefur nú afhjúpað yfirstéttarhroka sinn og sambandsleysi við aðstæður almennings í þjóðfélaginu, með fordæmingu á framtaki liðsmanna Occupy Reykjavík. Þessara dugmiklu einstaklinga sem hafa slegið upp tjaldborg á Austurvelli við erfiðar íslenskar aðstæður að hausti, til að vekja athygli á bágri stöðu stórra þjóðfélagshópa og mótmæla einmitt þesskonar firringu af hálfu yfirvalda sem fram kemur í ummælum þingkonunnar.

Henni þykir tjaldbúðirnar til óprýði og vill þær burt, segir að forsendur leyfisveitingar fyrir gjörningnum liggi ekki fyrir. Það er ljóst að þingkonan hefur ekki lesið stjórnarskránna sem tryggir almenningi skýlausan rétt til tjáningarfrelsis og mannsafnaðar, og með slíkri vanvirðingu við æðstu lög landsins er hún að brjóta gróflega þann eiðstaf sem hún hefur svarið með því að taka sæti á Alþingi. Þetta er ekki persónulegt afbrot hennar sjálfrar eða gegn öðrum einstaklingi, heldur aðför gegn lýðræðinu af hálfu fulltrúa löggjafarsamkomunnar, sem er alvarlegt mál.

Slíkt er auðvitað til mikillar óprýði við Austurvöll og maður veltir því óhjákvæmilega fyrir mér hvers vegna Ragnheiður velur sér ekki heppilegri vettvang til að leggja stund á ólýðræði og spúa eitri, til dæmis í einhverju bankaútibúinu þar sem hún félli mun betur að nánasta umhverfi. „Að mínu mati er þetta óásættanlegt,“ „Þetta snýst um ásýnd Austurvallar." og er ömurlegt í nágrenni við dómkirkjuna, svo ég vitni í orð Ragnheiðar sjálfrar. Liðsmenn Occupy hljóta nú að gera þá mótkröfu að Garðyrkjustjóri fjarlægi svona illgresi umsvifalaust af svæðinu, enda liggja engar forsendur fyrir áframhaldandi veru Ragnheiðar í grennd við Austurvöll.

Vissulega er ekki eftirsóknarvert að Occupy gisti endalaust utandyra, enda gæti liðsmönnum hreyfingarinnar orðið kalt í vetur við íslenskar aðstæður, þó ekki hafi þau reyndar kvartað neitt hingað til. En ástæðurnar fyrir því að þau eru þarna yfir höfuð hafa hinsvegar ekkert breyst. Þar til gerðar hafa verið raunverulegar umbætur í átt til lýðræðislegrar þáttöku kjósenda í ákvarðanatöku og réttlæti fært til almennings í eðlilegum mæli, eru forsendur tjaldbúðanna óhaggaðar.

Við skulum því hafa hér litla og óvísindalega skoðanakönnun. Ég hvet lesendur til að skrifa í athugasemdum, hvor þeim finnst að ætti að hverfa fyrr af vettvangi:

1) Occupy eða 2) Ragnheiður?


mbl.is Tjöldin ekki til prýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

2)

Guðni Karl Harðarson, 14.11.2011 kl. 20:07

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég segi 2 líka vegna þess að það er greinilegt að það á ekki að hlusta á mótmæli af einu eða neinu taki nei, mótmælendur eru bara óþægilegir og þess vegna er betra að þeir séu fjarlægðir frekar en að hlusta á og bregðast við...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.11.2011 kl. 20:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Númer tvö örugglega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 20:27

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

2

Margrét Sigurðardóttir, 14.11.2011 kl. 20:56

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Númer 2 100%!

Aðalsteinn Agnarsson, 14.11.2011 kl. 21:01

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nr. 2

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.11.2011 kl. 22:26

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Staðan er 6-0 fram að þessu...

Ætlar í alvöru talað enginn af hinum "fjölmörgu" stuðningsmönnum þingkonunnar að koma henni til varnar og drekkja athugasemdakerfinu hérna með eiturspýju? Ég er beinlínis að bjóða upp á það...

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2011 kl. 22:32

8 Smámynd: Starbuck

Nr. 2

Starbuck, 14.11.2011 kl. 22:35

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

2.  Tjöldin skaða engan.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2011 kl. 22:51

10 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Tjöldin skaða engan en það gerir ESB kerlingin Ragnheiður Ríkharðsdóttir...

Vilhjálmur Stefánsson, 14.11.2011 kl. 23:08

11 Smámynd: Páll Blöndal

1) Ragga er stórfín. Fólk á ekki að vera að tjalda svona um hávetur

Páll Blöndal, 14.11.2011 kl. 23:09

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að eitthvað er hún tvöföld í roðinu, því frændi minn elskulegur sem er ekki ESB sinni heldur að hún sé á móti ESB.  Hann er úr Mosó og finnst hún frábær.  Skil samt ekki hvernig hann getur haldið að hún vilji ekki ESB.  Mér sýnist það svo augljóst. Getur verið að frúin hafi tungur tvær og tali sitt með hvorri?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 23:14

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Páll, fæstir eru svo slæmir að ekki sé eitthvað gott í þeim að finna. Það hlýtur að eiga við um þingkonuna líka þrátt fyrir þann afleik sem hér um ræðir.

En hvaða hávetur ert þú að tala um? Hef lítið orðið var við hann þetta haustið hér í Reykjavík, utan eitt áhlaup með roki og rigningu eftir að tjöldin risu. Maður hefur svo sem lent í því verra í Heiðmörk í júlímánuði...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2011 kl. 00:31

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

2   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2011 kl. 01:03

15 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Guðmundur, takk fyrir að styðja Occupy Reykjavík. Þetta er alþjóðleg hreyfing Occupy , hreyfing sem sér að núverandi kerfi virkar ekki. Takk fyrir að meta framlag Jason í að setja upp tjaldbúðirnar á Austurvelli, það má fullyrða að það sé fyrir harðfylgi hans og dugnað að þær komust upp. Þetta var bara fyrst eitt tjald, tjaldið hans. Jason hefur mikið beitt sér í mannréttindamálum, ekki síst No Border og er þekktur sem annar flugvélahlauparinn. http://www.visir.is/flugbrautahlaupararnir-akaerdir-fyrir-almannahaettubrot/article/2009650116888

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.11.2011 kl. 09:13

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Salvör, ég ætti kannski frekar að þakka liðsmönnum Occupy fyrir að standa vaktina, þeir eru harðari í þessu en ég sem stunda aðallega "skrifstofu-aktivísma" en markmiðin eru svipuð.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2011 kl. 15:36

17 Smámynd: BJÖRK

2!

BJÖRK , 15.11.2011 kl. 22:25

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Búinn að finna forsendurnar fyrir leyfisveitingunni:

Eins og allir vita er borgarstjóri atvinnumaður í gríni og útúrsnúningum, kennir meira að segja stjórnmálaflokk sinn við stjórnleysis-súrrealisma. Ég tel að hans verði minnst sem brautryðjanda á sínu sviði.

Nýjasta uppfærslan: "Skjaldborg tjaldborg - Hí á Alþingi!"

...er einfaldlega raunveruleikaútgáfan af Spaugstofunni og falinni myndavél.

"Crowsourced, flashmobbed, live-blogged and tweeted, youtubed and streamed on facebook (and also the rest of the web), remixed, redd, thumbed, liked, dugg, slashed, dotted... the app is due next month."

Þó myndavélin sé lítt dulin og stundum bersýnileg eru leikararnir aðeins hálfmeðvitaðir um sjónarspilið, og hafa jafnvel sjálfir beinar útsendingar frá vettvangi. Hvort sem er taka þeir viljugir þátt og hafa ánægju af, þó stundum sé líka dramatík á ferðinni. En þannig er líka gott sjónvarp eins og lífið sjálft.

Besta ráðið handa Ragnheiði: lesa meiri Kafka og þá lagast þetta.

Það hafa allnokkur framboð daðrað við súrrealisma, en færri náð völdum, og enn færri aðhyllst anarkisma í einhverjum mæli. Dæmi um grínframboð sem hafa tekið sig misjafnlega alvarlega eru biðlistinn í Fjarðarbyggð sem var með skemmtilega og hnyttna framsetningu, fönklistinn á Ísafirði sem var farsæll og entist allnokkuð, diskólistinn sem ég held að hafi notið minni velgengni, svo voru þeir sem vildu í stað Hvalfjarðarganga byggja vatnsrennibraut milli Akraness og Reykjavíkur, og Evrópumeistararnir í dyrabjölluati Samfylkingin. Engin hafa þó komist eins langt í raunveruleikafarsa og besti.

Í erlendum stjórnmálum er að finna endalaus dæmi um mismunandi útgáfur af farsakenndum stjórnmálafígúrum, en eins og einn forveri hans hefur með hvað áhrifaríkustum hætti hrint í framkvæmt hreinum fasisma, þá hefur enginn náð að troða tánum á ofvöxnum trúðaskónum þangað sem Silvio Berlusconi komst með hælana í stjórnleysis-súrrealisma. Allt í nánd við manninn er með ólíkindum, hann skapaði fullkomið stjórnleysi og glundroða, var sjálfur líka aðalleikarinn í sjónarspilinu og algjörlega stjórnlaus á mörgum sviðum lífs síns. Hann hefur setið lengst allra Ítala við völd frá stríðslokum, en labbaði svo burt stoltur og stikkfrí af fíaskóinu. Snilld hans fólst m.a. í því að tryggja sér sjónvarpsréttinn af uppfærslunni, og þó hann sé sjálfur horfinn af sjónarsviðinu á hann það ennþá með húð og hári (sjónvarpsstöðvarnar).

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2011 kl. 05:22

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bíðið við, nýr keppandi brýst nú fram á sjónarsviðið með látum:

Þór Saari leggur til að tjalborgurum verði boðin súpa í þinghúsinu (væntanlega skuldasúpa) og að þau fái að nota klósettaðstöðu Alþingis. Þannig verði mótmælendum beinlínis veitt heimild til að kúka á kerfið.

Enn og aftur er veruleikinn súrrealískari en hugmyndaflug mitt nær yfir.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2011 kl. 05:36

20 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Mér datt í því framhaldi í hug hvort svona einn dag á ári (einhverja næstu daga) að þessu verði nú alveg snúið við: alþingi götunnar á Austurvelli fari inn á þing, en þingmenn í tjaldbúðinar á móti. Kannski þá spurning með súpuna og hreinlætisaðstöðuna Ég bara var í smá stuði

Guðni Karl Harðarson, 16.11.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband