Bankar hafa einungis afskrifað 33,9ma til heimila

Enn birta fjölmiðlar tölur um niðurfærslur á lánum heimila með þeim villandi hætti sem þær eru settar fram af Samtökum Fjármálafyrirtækja. Því er slegið fram sem fyrirsögn að í lok september hafi verið búið að niðurfæra lánin okkar um 172,6 milljarða.

En í texta fréttarinnar blasir það við að stærstur hluti upphæðarinnar eða 135 ma. kr. er ekki eftirgjöf á nokkrum sköpuðum hlut, heldur er þar um að ræða ránsfeng sem er verið að skila vegna ólöglegrar gengistryggingar. Þó er þetta ekki einu sinni allt góssið því komið hefur í ljós við athugun á endurútreikningum fjármálafyrirtækja að þau beita fjarstæðukenndum reikniaðferðum sem gefa verri niðurstöðu fyrir lántakandann heldur en ef farið væri að lögum, svo munar jafnvel tugum prósenta af upphaflegri lántöku. Þar til fjármálafyrirtækin hafa skilað hinum helmingi ránsfengsins auk þess að greiða eðlilegar bætur fyrir það tjón sem brot þeirra hafa valdið, er einfaldlega fáránlegt að samtök þeirra skuli leyfa sér svona málflutning.

Þegar undirliggjandi tölur SFF eru skoðaðar kemur í ljós að raunveruleg eftirgjöf vegna 110% leiðar og sértækrar skuldaaðlögunar nemur í raun ekki nema 37,7 ma.kr. Sem er ekki upp í nös á ketti miðað við afskriftir fyrirtækja upp á mörg þúsund milljarða frá því fyrir hrun. Séu Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir teknir út úr reikningnum kemur í ljós að aðildarfélög SFF hafa ekki afskrifað nema 33,9 ma.kr. Samtökunum virðist hinsvegar ekki finnast neitt athugavert við að bera fram tölur sem eru fimmfalt hærri, enda er hugtakið "talnamengun" beinlínis fundið upp af framkvæmdastjóra þeirra, Guðjóni Rúnarssyni, í beinni sjónvarpsútsendingu.


mbl.is Lánaniðurfærslan 172,6 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: BJÖRK

Þorgerður Katrín og fjölskylda fengu 5,6 % af þessum afskriftum! sjá hér

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 15:26

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

7 hægri ehf. er ekki heimili heldur einkahlutafélag.

1.900 milljónirnar eru því ekki einu sinni með í þessum tölum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2011 kl. 23:53

3 Smámynd: BJÖRK

já mikið rétt Guðmundur :) ... eins gott að hafa þetta eftir bókinni. EN þetta var samt sannarlega hluti af þeirra persónulegu eignum og minni menn hefðu verið látnir ganga í persónulegar ábyrgðir fyrir þeim!

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 23:58

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Enn á eftir að draga frá um 17 milljarða sem að SlowHanna læddi þarna inn en eru í raun "uppgefin" lán þ.e.a.s. fyrnd lán uppá um 17 milljarða sem setur S-Gjaldborgina í 17 Milljarða eða svona álíka og ef að verðtryggingin væri endurgreidd fyrir EINN HELV'ITIS M'ANUÐ

Óskar Guðmundsson, 11.11.2011 kl. 09:16

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

@BJÖRK Félagið var aldrei neins virði og þess vegna töpuðu þau hjónin engu og fengu ekkert afskrifað vegna þess á eigin nafni. Við skulum hinsvegar líka halda því til haga að hafi þau haft einhvern persónulegan ávinning af því að eiga félagið á meðan það var og hét, þá er hver einasta króna af þeim ávinningi illa fengin. Vissulega er siðlaust að firra sig ábyrgð á lántöku með því að skjóta henni í einkahlutafélag og kröfuhafi sem leyfir slíkt er í raun að færa lántakandanum gjöf og ekkert annað.

Takk fyrir innleggin.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband