Fer Landsbankinn 110% leiðina í IceSave málinu?

Nú berast af því fregnir að von sé á tilboði upp á 257 jafnvirði milljarða króna í smásölukeðjuna Iceland sem er stærsta eign þrotabús Landsbankans. Gangi þetta eftir yrðu endurheimtur úr búinu að lágmarki 1.401 milljarðar eða um 106% af öllum IceSave innstæðunum. Það miðast hinsvegar við að ekkert fáist fyrir önnur hlutbréf í eigu þrotabúsins, en meðal þeirra eru stórir eignarhlutir í verðmætum fyrirtækjum á borð við House of Fraiser og fleiri, sem hafa verið varlega metnir á jafnvirði um 50 milljarða samtals. Þar með færu endurheimtur samtals yfir 1.450 milljarða eða 110% af forgangskröfum vegna innstæðna.

Það má því segja að Landsbankinn fari líklega 110% leiðina í IceSave málinu.

Kaldhæðnislegt.

mbl.is Sameinast um boð í Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála þetta er kaldhæðnislegt...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2011 kl. 02:56

2 identicon

Skoska matvöruverslana keðjan... Skotland er ekki land, skotland er heiti yfir norðurhluta Bretlands. Þessi frétt snýst um 3 breskar matvöruverslanakeðjur, en það er látið hljóma eins og ein þeirra sé ekki bresk.

Vilmar (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 12:29

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Verð að viðurkenna að ég sé ekkert skrýtið eða kaldhæðnislegt við þetta.  Vonandi næst sem allra hæstar endurheimtur úr þrotabúinu, því nóg er af kröfunum þegar forgangskröfunum sleppir.

Gamli Landbankinn verður frekar langt frá því að fara nokkra 110% leið, ef litið er til heildarinnar.

G. Tómas Gunnarsson, 6.11.2011 kl. 15:10

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

G. Tómas Gunnarsson, vissulega er það rétt að þetta nær ennþá ekki einusinni upp í helming af heildarkröfum upp á 3.427 milljarða. Flestir kröfuhafarnir eru erlendir bankar, en einnig lífeyrissjóðir, sveitarfélög og allnokkur fjöldi einstaklinga. Lista yfir kröfur má finna hér: http://www.dv.is/media/news/special/Landsbanki_Krofulisti_V101.pdf

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband