Þjóðaratkvæði um gríska ríkisábyrgð og evruna

Einhverjar óvæntustu fréttirnar undanfarinn sólarhring eru þær að George Papandreou forsætisráðherra Grikklands hefur boðað bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð landsins í efnahagsmálum, og þar með í reynd evrópska myntbandalagsins sem hangir á bláþræði í núverandi mynd. Sumir myndu túlka þetta sem uppgjöf fyrir skuldavanda landsins, aðrir sem skynsemi þar sem vandamálið sé í raun óleysanlegt, og enn aðrir að með þessu sé lýðræðið einfaldlega að koma "aftur heim".

Hvað sem krúttlegum skýringum líður þá er ljóst að þessi ákvörðun hlýtur að eiga sér einhverjar skýringar, hingað til hafa tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu um bankabjörgunarpakka ekki náð fram að ganga. Ef af verður munu Grikkir, eins og Íslendingar, fá að hafa eitthvað að segja um skuldbindingar sem ríkinu er ætlað að taka á sig vegna sjálfskapaðrar krísu fjármálakerfisins. Í reynd kjósa þeir lika um framtíð evrunnar, því ef þeir hafna björgunarpakkanum og niðurskurði sem honum fylgir myndi það líklega hafa í för með sér greiðslufall og endurupptöku grísku drökmunnar.

Atkvæðagreiðslan er þó ekki fyrirhuguð fyrr en í janúar, og í millitíðinni má búast við óvissuástandi sem er ekki í líkingu við neitt sem fjármálamarkaðir hafa áður séð. Hugsið bara um IceSave fárið hér heima, og margfaldið það með stærð evrusvæðisins.

En það sögulegasta við þetta er að í fyrsta skipti er ríki í raun og veru að kjósa um evruna sem ríkisgjaldmiðil, en ekki um að taka hana upp sem slíkan, heldur afnema. G-Pap tjáði sig jafnframt um það verkefni stjórnvalda að fara að vilja kjósenda:

“The command of the Greek people will bind us. Do they want to adopt the new deal, or reject it? If the Greek people do not want it, it will not be adopted…We trust citizens, we believe in their judgment, we believe in their decision."

Undirritaður vill engu við þessi orð gríska leiðtogans bæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er sannarlega þjóðþrifa mál hjá Grikkjum, gott væri ef fleiri leiðtogar hefðu þennan kjark og framsýni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 13:01

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er eina færa leiðin hjá Grikkjum, og öðrum þjóðum. Það er almenningur þjóðanna sem stendur undir verðmæti gjaldmiðla ríkjanna með vinnuframlagi sínu, og stendur undir framleiðslu fyrirtækja. Þar af leiðandi er réttlátast og eðlilegast að þjóðaratkvæðagreiðsla ráði niðurstöðu í gjaldmiðlamálum, í staðinn fyrir að hugsjónalausir og valdalausir bankamafíu-fjarstýrðir leiðtogar fái einræði í slíkum þjóðþrifamálum.

það verður aldrei hægt að borga þessar bankaræningja-skýjaborga-skuldir ríkja, sem aldrei voru byggðar á raunverulegu verðmæti, heldur fölsuðum tölum á ólöglegum pappírum. Heimsbúar verða hreinlega að horfast í augu við þá staðreynd, að mestu bankarán í sögunni er ekki hægt að líða og láta viðgangast.

Þeir sem stjórna heiminum bak við tjöldin eru of sjúkir og siðblindir til að sjá og skilja hversu skaðlegir þeir eru.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.11.2011 kl. 13:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jafnvel þó það hafi verið lagt til á sínum tíma fengu Grikkir aldrei að kjósa um hvort þeir vildu taka upp Evru. Samkvæmt þessum fréttum munu þeir nú fá að gera það, en aðeins með ærnum fórnarkostnaði.

Hér eru viðbrögðin frá Þýskalandi:

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user5/imageroot/2011/10/der%20speigel.de%20gpap.jpg

Reyndar á eftir að koma í ljós hvort af þessu verður yfir höfuð, nú eru miklar væringar í grískum stjórnmálum, ekki virðist vera samstaða um þetta meðal liðsmanna G-Pap og einhver óróleiki virðist vera kringum herinn, því varnarmálaráðherrann segist skyndilega ætla að skipta út öllum æðstu hershöfðingjunum. Getur verið að það sé tilraun til að fyrirbyggja herstjórnarbyltingu? Er hálfri öld friðar e.t.v. að ljúka í Evrópu?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2011 kl. 18:44

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eru endalok evrunnar loks að renna upp?

Viðbrögð æðstu manna innan ESB lýsa best því lýðræði sem það byggir á. Ákvörðun er tekin í þröngum hóp, henni síðan troðið á örlítið stærri hóp og þá eiga allir að vera sáttir.

Ef einhver vill láta þjóð sína skera úr um ágæti þessarar ákvörðunar, er sá hinn sami samstundis úthrópaður!

Það er ljóst að þau skilyrði sem Grikkjum eru sett eru strangari og erfiðari en svo að þjóðin verði ekki spurð álits. Líklegt er að þegnar Grikklands muni frekar kjósa að fórna evrunni, með þeim kostnaði sem því tilheyrir og geta síðan byggt upp eigin efnahag í friði, frekar en að samþykkja þessa "lausn" sem allir eru sammála um að dugi þó enganveginn og engin framtíðarsýn um betri framtíð.

Gunnar Heiðarsson, 1.11.2011 kl. 23:52

6 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ef Grikkir hafna samkomulaginu og Papandreou stendur við yfirlýsingu sína um bindandi niðurstöðu, þá er ljóst að lýðræðið er komið aftur til síns fæðingarstaðar.

Magnús Óskar Ingvarsson, 2.11.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband