Kosningaklúður Samfylkingarinnar

Ætli sömu aðilar hafi setið í kjörstjórn á landsfundinum og sátu fyrir hönd Samfylkingar í kjörstjórn fyrir stjórnlagaþingsráðið á sínum tíma?

Kjörstjórn landsfundar Samfylkingarinnar hefur úrskurðað kosningu til flokksstjórnar sem fram fór á fundinum ógilda vegna tæknilegra ágalla á framkvæmd. Komu ágallarnir fram við talningu, að því er fram kemur á vef Samfylkingarinnar. 


mbl.is Kosning til flokksstjórnar ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einbeittur brotavilji samspillingar heldur áfram. Þar á augsjáanlega ekki að skifta út hruna og mútupakkinu. Þau sitja öll áfram.

En fjárhag samspillingar er bjargað, Hægri hönd Bjöggana hefur verið valinn sem gjaldkeri. Maðurinn sem kom nálægt flestum stærstu mútufyrirtæjum flokksins fyrir síðustu kosningar.

Húrra fyrir endurnýjuðu og öflugra flokks og foringjaræði samspillingar.

En er þetta klúður ekki dæmigert fyrir ríkisstjórn Jóhönnu?

Hvað hefur tekist vel hjá henni?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 23:27

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er eitthvað ljóðrænt og fallegt við þetta.

Stjórnlagaþingið var klúður frá upphafi til enda: Lögin, framboðið, kosningin, talningin, niðurstaðan, ógildingin og kennitöluflakkið þegar þinginu var breytt í ráð. Nýjasta klúðrið er punkturinn yfir i-ið.

Haraldur Hansson, 23.10.2011 kl. 23:33

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Var ekki bara rangur aðili kosinn í þessari kosningu og nú á að losa sig við hana, með formerktum kjörseðlum? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.10.2011 kl. 01:34

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er eitthvað ljóðrænt og fallegt við þetta.

Já, það þarf víst að endurtaka kosninguna. Alveg eins og IceSave.

Og eftir að Írar höfnuðu Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins.

You can't make this stuff up!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2011 kl. 01:35

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hægri hönd Bjöggana hefur verið valinn sem gjaldkeri.

Ég þurfti að fara á heimasíðu Samfylkingarinnar til að sannfærast um að þetta væri satt. Það reyndist verra en ég hélt, þar er þessu slegið upp sem sérstakri frétt. Nánast eins og þau séu stolt af þessari niðurstöðu.

Næst: Tryggva Þór Herbertsson sem gjaldkera Sjálfstæðisflokksins!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2011 kl. 01:53

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil fá að vita hverjir þessir "tæknilegu" ágallar voru, sem komu í ljós við talningu. 

Það er ekki eins og það sé verið að kjósa á landsfundi í fyrsta skipti. Hvað gat klikkað? Ekki rétta fólkið sem fékk atkvæðin?

Nú...ef niðurstaðan er ekki rétt, þá er bara að kjósa aftur og breyta parameterum hér og þar.  Bara þeir sem voru á fundinum kjósa og það í gegnum póstinn?? 

Ég get ekki gert að því, en einhvern vegin er ég ekki að kaupa þetta. Hvað um samfylkingarmenn, sem ekki fá að kjósa? 

Varstu annars búinn að taka eftir því Gummi að nú er endanlega komið í ljós að Icave er eftir allt og var alltaf skilyrði í aðildarsamningum ESB?  Já, og að aðlögun hefur alltaf verið það eina sem um ræðir í ferlinu? 

Af hverju er ekki búið að hengja þetta lygahyski upp í hæsta tré?  Það er mér hulin ráðgáta.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2011 kl. 03:03

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona í framhaldi af "fallegur orðalagi" Jóns Steinars hér að ofan þá get ég upplýst að í fréttum í gærkvöldi kom fram að í þessari kosningu sem var rafræn kom fram óútskýrður munur á greiddum atkvæðum og atkvæðum á hvern frambjóðenda. Það var kosið um 30 einstaklinga í flokkstjórn og sem sagt eins og góð kjörstjórn gerir þá var farið yfir niðurstöðurnar. Og þetta stemdi ekki.  Og við yfirferð var ekki hægt  rekja þessa villu. Því var ákveðið að lýsa þessa atkvæðagreiðslu ógilda. Annars langar mig að bend Jóni Steinari að honum koma landsfundarmál Samfylkingar bara ekkert við. Og að í kosningum til stjórnar og ráða samfylkingar er nákvæmlega eins og í öðrum félögum bara Landsfundar/aðalfundarfélagar sem kjósa. 

Minni þennan góð mann á að Icesave er ekki leyst. En samt eru viðræður um inngöngu búnar að vera í gangi. Icesave er náttúrulega ekki aðlögun að ESB! 

Og svona í framhaldi af síðustu setningu í athugasemd hans þá held ég að Íslandi yrði akkur í því að hann myndi prófa að hanga í þessu trjám fyrst sjálfur. Svona t.d. bara til að laga hvernig fólk talar hér. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.10.2011 kl. 08:40

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það kom sem sagt í ljós að einhver hafði fengið fleiri atkvæði en voru á kjörskrá. Þetta minnir óþyrmilega á þegar Al Gore fékk -26.000 atkvæði í einhverju kjördæminu í forsetakosningum árið 2000, sem eru almennt álitnar vera falsaðar eins og gerðar hafa verið nokkrar kvikmyndir um.

Jón Steinar, ekki nóg með að það hafi nú loks fengist viðurkennt að ríkisábyrgð á IceSave sé skilyrði, heldur myndum við þurfa að ábyrgjast skuldir gjaldþrota banka hingað og þangað um álfuna ef við ætluðum að taka upp evru. Svo hefur stækkunarstjóri sambandsins vitnað fyrir íslenskri þingnefnd að það er ekki til neitt sem heitir "að kíkja í pakkann" eins og látlaust hefur verið reynt að ljúga að fólki. Að sjálfsögðu er þessi klúbbur ekki öðruvísi en aðrir að því leyti að til þess að fá aðild þarftu að samþykkja að fylgja reglunum. En fyrst að Samfylkingin lítur öðruvísi á þá ætti maður kannski að sækja um aðild að henni og fara um leið fram á að breytingar á reglum hennar, til dæmis að setja það sem skilyrði fyrir aðild að ég þurfi ekki að borga félagsgjöld heldur verði mér greitt fyrir að vera í félaginu, eigi fast sæti á landsfundi merkt nafni mínu og atkvæði mitt vegi þar tífalt á við önnur. Svo góðan aðildarsamning væri auðvelt að samþykkja, en verst að hann er aðeins til í landi einhyrninga.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2011 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband