#Occupied Grikkland

#Occupy (Katalipsi) Greek Ministry of Finance

Þessi mynd var tekin fyrir helgi af byggingu gríska fjármálaráðuneytisins. Borðanum á miðri mynd var komið fyrir af meðlimum starfsmannafélags ráðuneytisins, á honum stendur #Katalipsi sem er gríska og þýðir það sama og #Occupy. Starfsmennirnir eru nú á sjötta degi níu daga langs verkfalls.

Á meðan verkfallinu stendur safnast engir skattar, en það breytir í raun engu því áður en þeir fóru í verkfall frí á launum að mati þýzkra lífeyrisþega, þá hættu þeir að geta prentað skattheimtuseðlana því blekið sem er notað kláraðist og það eru ekki til peningar fyrir meiru!

Stjórnvöld ætluðu að bregða á það ráð að innheimta þess í stað skatta með álagningu á orkureikninga landsmanna. Starfsmenn hjá orkuveitunni brugðust við því með því að fara í samúðarverkfall með kollegum sínum í fjármálaráðuneytinu, en bættu um betur og umkringdu bygginguna sem hýsir innheimtudeildina og hindruðu aðgang starfsmanna þangað.

Núna er því hvorki hægt að innheimta skatta né orkureikninga en ríkissjóður Grikklands hefur rambað á barmi gjaldþrots um allnokkurt skeið. Og flest önnur verkalýðsfélög landsins voru í þann mund að boða tveggja daga allsherjarverkfall sem mun nokkurnveginn kyrrsetja þjóðfélagið.

#Occupy


mbl.is ESB bannar „nakið“ skuldatryggingaálag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband