Femínasismi á villigötum?
18.10.2011 | 23:01
Í kvöldfréttum sjónvarps var sýnt frá allsérstæðu nýmæli í sögu fjölmiðlunar á Íslandi. Þar gerðist það í fyrsta sinn að skipulögð glæpasamtök kynntu sig formlega til sögunnar sem slík. Og það á blaðamannafundi á opinberum stað þar sem grímuklæddir meðlimirnir héldu kynningu á starfsemi sinni, að viðstöddum fréttariturum helstu fjölmiðla landsins, með glærukynningu á tjaldi, margmiðlunarefni og allan pakkann. Nei, þetta er ekki skáldsaga eftir Kafka heldur Ísland árið 2011.
Ha? Glæpasamtök? Já ég þarf ekkert að endurtaka það fyrst þú kannt að lesa, og þó tiltekið hlutfall lesenda eigi alveg örugglega eftir að vera andvígt þeirri nálgun á viðfangsefnið, þá ætla ég að biðja viðkomandi að leyfa mér að útskýra fyrst hvers vegna. Að því loknu má svo gjarnan mynda sér þá skoðun að ég sé algjört fáviti að halda þessu fram um hugrakkar nafnlausar konur sem útdeila sinni sérstöku tegund af réttlæti hatri án dóms og laga, ef það verður þá niðurstaðan.
Þegar ég sá þennan furðulega flokk sýndan ganga niður tröppur lögreglustöðvarinnar var það sem kom númer þrjú upp í hugann afhverju þær voru ekki handteknar umsvifalaust fyrir að dylja á sér heimildir á almannafæri? Já, það er nefninlega ólöglegt! Það sem kom númer eitt og tvö upp í hugann var hinsvegar það sem virðist fyrst og fremst aðgreina þetta frá klaninu: markhópurinn og liturinn á skikkjunum.
Almennt má ekki einu sinni lögreglan ganga um grímuklædd, það er aðeins gert þegar nauðsyn krefur. Þó óbreyttum borgurum sé í vissum undantekningartilvikum heimilt að beita valdi er þeim samt algjörlega óheimilt að taka sér lögregluvald með þeim hætti sem þarna virðist hafa verið gerð tilraun til. Og jafnvel þó svo væri þá er það engu að síður stjórnarskrár- og mannréttindabrot ef sami aðili rannsakar, ákærir, dæmir, og útdeilir refsingunni eins og í þessu tilfelli.
Á upptöku heyrðist ein huldukonan eða aðili á þeirra vegum bjóða grunlausum manni kynlífsþjónustu símleiðis, sem var ennþá ólöglegt síðast þegar ég vissi. Gildir einu þó vændið sé bara plat því hvorki vörusvik né tilraunir til fjársvika geta talist löglegt athæfi heldur. Að minnsta kosti voru þær með þessu að reyna að ginna viðkomandi til að kaupa það sem hann hélt að væri kynlífsþjónusta. Slíkt er vissulega glæpur, en það er líka glæpur að hvetja eða ginna aðra til afbrota, og ekki einu sinni lögreglu er heimilt að nota tálbeitur nema að undangengnum dómsúrskurði.
Í þessu skyni beittu huldukonurnar blekkingum og öðru sviksamlegu athæfi, sem var til þess fallið að valda þolendunum umtalsverðum miska, þar á meðal frelsissviptingu og orðsporsáhættu. Það er alveg á tæru að hljóðritun símtala án vitundar viðmælanda er refsivert brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífs, auk þess sem það varðar líklega við lög um persónuvernd að halda skrá um símanúmerin án samþykkis. En þegar tilgangurinn með þessu öllu er svo að nota upptökurnar til að eyðileggja mannorð viðkomandi á fölskum forsendum, þá er fólk komið inn á verulega skuggalegar brautir.
Óhugnaðurinn náði svo hámarki þegar skýrt var frá því að meðal persóna í umræddum símaleikritum væri ólögráða stúlkubarn. Eftirfarandi þrír möguleikar koma þá til greina: 1) "Stóru systurnar" settu "litlu systur" í þá aðstöðu að þykjast selja sig í símtali við mann sem hélt að þetta væri í alvöru og var eflaust að fíla það; 2) Þetta var hvort sem er hluti af dimmum reynsluheimi "litlu systur" og "stóra systir" var aðeins að notfæra sér neyð hennar; 3) Sú "litla" var í raun eldri leikkona, og símtalið þar með undir sömu lagaákvæði fallið og notkun á lögaldra leikurum sem eru látnir líta út fyrir að vera börn (með öðrum orðum barnaklám). Það hlýtur að koma til kasta Barnaverndar að rannsaka þessi málsatvik sérstaklega.
Um alla þessa hluti hafa "stóru systurnar" haft víðtækt samsæri. Það er alls engin kenning heldur afbrot út af fyrir sig. Samtök þessi virðast vera bæði mannmörg og þaulskipulögð, en staðfestur fjöldi þolenda er allt að 173 manns. Hið óvenjulega er hinsvegar að meðlimirnir hafa sjálfir látið gera upptökur af játningum sínum opinberar og beinlínis afhent lögreglu umtalsvert magn sönnunargagna, svo það eina sem eftir stendur virðist vera að upplýsa um nöfn þeirra og heimilisföng. Ég hélt (vonaði) að ég myndi aldrei eiga eftir að segja þetta eða skrifa, en ef einhverntímann hefur verið verkefni fyrir greiningardeild Ríkislögreglustjóra...
Aftur á móti má segja þessum huldukonum til varnar að eflaust hafa þær allan tímann talið sig vera að gera það rétta og jafnvel að vinna mjög göfugt verk. Þannig er það víst alltaf hjá siðblindu fólki. Það sorglegasta var samt að horfa upp á fjölmiðla og jafnvel lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fullkomlega meðvirk í þessari bilun án þess að fram kæmu neinar teljandi athugasemdir.
Stóra systir fylgist með þér! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Lífstíll, Spaugilegt, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er varhugavert fordæmi. Við megum, verði þetta látið óátalið, eiga von á því að upp spretti "áhugamannahópar", um hin og þessi "réttlætismál", sem hafa það eitt að markmiði að leggja gildrur og ginna fólk til lögbrota til þess eins að koma þeim í hendur lögreglunar fyrir glæpina.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2011 kl. 00:08
Takk fyrir innlitið Axel.
Ég bíð ennþá spenntur eftir öllum hatursfullu innleggjunum sem ganga út á það að níða mig fyrir að vera móti kvenfólki. :)
Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2011 kl. 01:43
Enn eitt dæmið um fávtavinnubrögð fjölmiðla á Íslandi. Það er bókstaflega allt sett í loftið. Ekki ein sekúnda tekin í gagnrýna hugsun eða kannað hvað er í gangi. Er nema von að allt sé hér í kaldakoli? Hverjir eiga annars og stjórna fjölmiðlum á Íslandi í dag? Hefur eitthvað breyst? Frá hverju er verið að leiða huga almennings þessa dagana, með svona umfjöllun? Eignarhaldi bankanna, eða annari dauðans dellu sem liggur reyndar í augum uppi. Hverjir eru hinir "erlendu" eigendur bankanna? Þessi þjóð er ekkert minna en grátleg orðin, því miður.
Halldór Egill Guðnason, 19.10.2011 kl. 03:36
Merkilegt hvað þú setur vændiskaupendur í mikla fórnarlambastöðu.
Svandís (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 04:38
Þegar einhver brýtur stjórnarskrárbundin mannréttindi þín, og njósnar um þig í trássi við lög um persónuvernd og fjarskipti. Ertu þá ekki fórnarlamb?
Hvernig viltu meina að ég setji vændiskaupendur í "mikla fórnarlambastöðu" Svandís? Ég veit ekki til þess að ég hafi sett neinn í neina aðstöðu í líkingu við þá sem "stóru systurnar" virðast hafa unnið markvisst að því að skapa. Eins og kemur fram í pistlinum er stærsta fórnarlambið í þessum ógeðfellda blekkingarleik að mínu mati 15 ára stúlka sem var látin þykjast selja sig manni sem hafði greinilega ekkert á móti barnaníði, og var jafnvel að fíla þetta.
Ég er ekki einu sinni að fjalla um vændiskaupendur í pistlinum því ekkert liggur fyrir um að neinn hinna yfir hundrað einstaklinga sem um ræðir, hafi nokkurntíma keypt vændi í raun og veru, nema óstaðfestar ásakanir nafnleysingja. Það eina sem hefur verið sannað er að til eru menn sem lýstu yfir áhuga á vændiskaupum. Þó það komi í sjálfu sér engum á óvart hvarflar ekki að mér að mæla því bót, ég er þvert á móti staðfastlega andvígur því að greiða fyrir kynlíf. Hinsvegar hef ég ekkert á móti því að fá það ókeypis.
En að hafa vilja til einhverrskonar viðskipta, löglegra eða ólöglegra, er aldrei hægt að leggja að jöfnu við að fremja sjálfan verknaðinn. Ég er til dæmis ekki "Ferrari-kaupandi" þó ég hefði eflaust vilja til að fara í bíltúr á slíku tæki ef mér gæfist kostur á því gegn greiðslu. En það er ekki fyrr en eftir að ég hef reitt af hendi greiðslu og tekið snúning á tryllitækinu, sem ég væri fyrst orðinn "Ferrari-bílferðar-kaupandi". Fram að því hef ég engan verknað framið.
Það er hvergi glæpur í sjálfu sér að hafa brotavilja, nema í hugarheimi aðdáenda forvirkra rannsóknarheimilda og kvikmyndinni Minority Report.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2011 kl. 12:13
Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2011 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.