Hver er fréttin nákvæmlega?

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði í gær með Sturlu Jónssyni og Arngrími Pálmasyni um fjármál einstaklinga og samskipti þeirra við bankastofnanir og opinbera aðila. Miðað við fordæmin ætti varla lengur að þykja fréttnæmt þó að forsetinn gæti jafnræðis meðal þeirra þegna sem óska áheyrnar hans, enda er hann með því aðeins að framfylgja stjórnarskrá lýðveldisins sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar.

En hvað er þá fréttnæmt við þetta? Kannski eftirfarandi:

  • Forsætisráðherra fundar ekki með almenningi um hagsmuni heimilanna
  • Fjármálaráðherra fundar ekki með almenningi um ríkisfjármálin
  • Viðskiptaráðherra fundar ekki með almenningi um framferði bankanna
  • Velferðarráðherra fundar ekki með almenningi um húsnæðismál
  • Innanríkisráðherra fundar ekki með þolendum afbrota í fjármálakerfinu

Munið svo eftir að taka þátt í Undirskriftasöfnun Heimilanna:

 http://www.mbl.is/frimg/5/69/569809.jpg


mbl.is Forsetinn fundar um skuldir heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hver er fréttin ? Jú forsetinn er íhaldinu þóknanlegur í dag.

Bíðum bara eftir stórfréttum ein og: Ólafur vökvaði blómin batt skóreimar sínar sjálfur.

hilmar jónsson, 16.9.2011 kl. 11:28

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Mogginn er svo hallærislega naiív og fyrirsjáanlegur þegar að áróðri kemur..

hilmar jónsson, 16.9.2011 kl. 11:44

3 identicon

Þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart.

Stjórnin valdi að ráðast á heimili landsmanna en forsetinn valdi að standa með þeim.

Seiken (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 14:17

4 Smámynd: Landfari

Fréttin er náttúrulega sú að forsetinn er að færa sig enn legra út í pólitíkina en hann hefur gert hingað til. Þótti sumum nóg samt.

Landfari, 16.9.2011 kl. 17:12

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Landfari, hvernig er forsetinn að færa sig út í pólitík, með því að eiga samtöl við þá þegna landsins sem óska áheyrnar hans? Ef þú myndir óska áheyrnar forseta, myndirðu þá ekki vilja að hann veitti þér áheyrn? Vinsamlegast útskýrðu hvernig það samræmist ekki starfi hans að rækta tengsl við almenning. Ég fæ nefninlega ekki séð neitt athugavert við það.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2011 kl. 00:16

6 Smámynd: Landfari

Guðmundur, hann er að taka þátt í pólitískri umræðu í meira mæli en forseti hefur nokkurn tíman gert áður. Sturla er þekktur fyrir baráttu sína gegn yfirvaldinu og hvernig það fer sínu fram fyrir utan lög og reglu að hans mati. Hann veitir honum móralskan stuðning með viðtali. Ég  minnist þess ekki að hafa séð margar fréttir af því fyrr að hann væri að veita óbreyttum viðtal. Hann var hinsvegar þekktur fyrir slík viðtöl, fundi og fyrirgreiðslu fyrir þá sem taldir voru vel efnum búnir. Þeir voru ekki harðri baráttu við valdhafa ef við undanskiljum Dabba.

Hvað áttu við þegar þú segir:

"það samræmist ekki starfi hans að rækta tengsl við almenning."

og svo í næstu setningu á eftir:

" Ég fæ nefninlega ekki séð neitt athugavert við það."

Ég skil hreinlega ekki hvað þú ert að fara og get því engan vegin útskýrt það. Þá geng ég útfrá því sem vísu að þú sýnir öðrum þá almennu kurteisi að þú sért ekki að gera þeim upp skoðanir.

Forsetinn sækir umboð sitt beint til kjósenda og því gefur auga leið að það er mikilvægt fyrir hann að rækta þau tengsl, sérstaklega ef hann ætlar aftur í framboð.

Landfari, 17.9.2011 kl. 11:28

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Landfari, ég bað þig að útskýra hvers vegna þú teldir það brjóta í bága við starfsskyldur forsetans að rækta tengsl við almenning. Ég taldi mig ekki vera að gera þér upp neina skoðun aðra en þá sem þú hafðir áður látið í ljós. Ef það er á misskilningi byggt biðst ég velvirðingar. Mér sýnist á seinni athugasemd þinni að við séum sammála um að það sé eðlilegt að forsetinn rækti þessi tengsl, og til þess að gera það þarf hann að tala við fólkið.

Það hafa ýmsir góðir baráttumenn fengið áheyrn forseta. Ég hef meira að segja sjálfur verið í hópi sem gekk á fund hans vegna málefnis sem varðar hagsmuni almennings, og ég þekki fleiri sem það hafa gert. Ég vil frekar hafa forseta sem hlustar á fólkið sitt, jafnt Sturlu og Arngrím eða Villa og Sveppa, heldur en forseta sem gerir það ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2011 kl. 13:32

8 Smámynd: Landfari

Ég var, Guðmundur, í aths. #4 að vísa í Jóhönnu og Steingrím en ekki sjálfan mig með orðinu "sumum" , bara svo það sé á hreinu.

Hitt er svo annað að forsetinn getur ekki bæið verið sameiningartákn þjóðarinnar og mjög pólitískur. Þarn þarf að rata hinn gullna meðalveg sem er vandfarinn jafnvel færustu mönnum.

Ég er ekki og hef ekki verið stuðningsmaður Ólafs. til þess finnst mér hann of tækifærissinnaður.  Hins vegar verð ég að segja að ég þakka mínum sæla fyrir að hafa haft þarna mann sem þorir að taka á málum þótt hefðin segi að hann eigi ekki að gera það. Ég gréti það allavega ekki þó hann yrði eitt tímabil enn, eða allavega þangað til við fáum nýja stjórnarskrá með málskotsrétti almennings.

Landfari, 18.9.2011 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband