Skuldaþakið hækkað (aftur) en aðeins til bráðabirgða

Lögbundið takmark skuldsetningar ríkissjóðs Bandaríkjanna hefur nú verið nýtt til hins ítrasta, heilum 40 dögum eftir að það var hækkað um 2,1 trilljón í alls 14,7 trilljónir.

Til þess að afstýra greiðslufalli hefur þingið nú samþykkt hækkun um 500 milljarða, sem er aðeins dropi í hafið og bráðabirgðaráðstöfun til örfárra mánaða.

Skuldatakmarkið er núna samtals 15,2 milljarðar eða 101% af vergri landsframleiðslu og því mun líklega verða náð um næstu áramót.

Í millitíðinni stendur til að hefja smíði á feitari lagabálki fyrir miklu feitari hækkun ásamt niðurskurðaráætlun til að draga úr fjárlagahalla til lengri tíma.

Óvissa mun enn um sinn ríkja um framvindu bandarískra ríkisfjármála næstu misseri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband