Táknræn flöggun við Evrópuþingið

Það er stundum sagt að mynd segi meira en þúsund orð. Myndin sem fylgir þeirri frétt sem hér er tengt við stendur fullkomlega undir þeirri fullyrðingu, og við það hefur undirritaður nákvæmlega engu að bæta.

Fánum ESB-ríkja flaggað í hálfa

 


mbl.is Ísland ekki nægilega undirbúið í landbúnaðarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        Nú er fokið í flest skjól
        fánar blakta í hálfa,
        brostin von í brjósti kól
        Bjúrokrata bjálfa.
       
       

Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2011 kl. 04:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ástandið snarversnaði rétt í þessu.

Juergen Stark aðalhagfræðingur evrópska seðlabankans hefur sagt starfi sínu lausu. Þann 1. nóvember er áformað að Mario Draghi seðlabankastjóri Ítalíu taki við forsæti ECB. Augljóslega getur þjóðverjinn Stark sem er talinn aðhaldssamur í peningastefnu, ekki hugsað sér að vinna með Ítalanum Draghi sem mun mjög líklega vera í lykilhlutverki varðandi örlög ítalskra efnahagsmála á næstunni. Með öðrum orðum þá er hætta á það verði einfaldlega kveikt á peningaprentvélinni og myntbandalagið í heild þannig skattlagt fyrir skuldum Miðjarðarhafsríkjanna í formi kaupmáttarrýrnunar.

Þetta mun verða mjög óvinsælt í Þýzkalandi, en þar hefur stjórnlagadómstóll nýlega úrskurðað að frekari björgunaraðgerðir muni þurfa að hljóta samþykki þýzka þingsins.

Ef það er ekki nóg þá hefur frjálsi demókrataflokkurinn í Þýzkalandi ákveðið að fara fram á atkvæðagreiðslu um afstöðu flokksmanna til frekari björgunaraðgerða sem mun verða binandi fyrir þingmenn flokksins í frekari með ferð slíkra mála í þýzka þinginu. Búist við að fleiri fylgi í fótsporin...

Þetta veltur því allt á Þýzkalandi núna og það virðist vera komið að ögurstundu.

Og þetta toppaði enginn annar en Silvio Berlusvoni forsætisráðherra Ítalíu þegar í dag var haft eftir honum: „Evrópa er enn samsett af mörgum ríkjum sem geta ekki komið sér saman um sameiginlega utanríkis-, fjármála- eða innflytjendastefnu,“

Finnar ollu líka fyrir ekki svo löngu síðan uppnámi í björgunaáætlun Grikklands (man ekki hvort það var #1 #2 eða #3...) sem varð næstum því til þess að setja alt planið út af sporinu. Ég hef ekki ennþá séð neina einustu frétt af því að það mál hafi verið leyst.

Ég gæti haldið áfram. En það gæti líka orðið til að æra óstöðugan...

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2011 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband