Vinstri grænir í klemmu

Smugan segir frá:

Þingmaður VG hefur óskað eftir skýringum þingsins á því að ESB fáni sé framan á húsnæði sem Alþingi leigir fyrir flokkinn. ,,Þetta er neyðarlegt fyrir þingið og þingflokk VG,“ segir Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG.  ,,Mér finnst nóg er að vera undir auglýsingu fyrir Morgunblaðið sem trónir yfir öllu en að vera klemmd á milli Moggans og ESB fánans finnst mér of mikið.”

Alþingi á ekki húsið heldur leigir það fyrir skrifstofur þingflokks VG en á hæð þar fyrir neðan hefur Sendinefnd ESB á Íslandi hreiðrað um sig.

,Það má segja að við höfum góða yfirsýn yfir óvinina,” segir Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri þingflokksins.

Morgunblaðið VG og ESB

Undirritaður hefur nákvæmlega engu við þetta að bæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtilegt :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.9.2011 kl. 03:06

2 Smámynd: Vendetta

Þar kom vel á vondan...

Vendetta, 9.9.2011 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband