Norski Olíusjóðurinn vs. Bank of America
8.9.2011 | 15:38
Dagens Næringsliv segir frá (íslensk þýðing er mín):
Yngvi Slyngstað yfirmaður lífeyrissjóðs norska ríkisins (olíusjóðsins) lögsækir nú húsnæðislánasjóðinn Country-wide ásamt núverandi eiganda Bank of America og endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í Bandaríkjunum, fyrir svik.
Milljarðar norskra króna eru í húfi.
Olíusjóðurinn og 14 aðrar fjárfestingastofnanir standa að málsókninni sem var höfðuð fyrir dómstól í Kaliforníu.
Þau vilja meina að Countrywide - áður stærsti húsnæðislánveitandi Bandaríkjanna - hafi leynt mikilvægum upplýsingum og dregið dul á umfang útlánaáhættu sinnar. Fyrirtækið var einn stærsti lánveitandi svokallaðra undirmálslána, sem urðu stór orsakavaldur fjármálakreppunnar.
Á grundvelli villandi framsetningar upplýsinga af hálfu fyrirtækisins og stjórnenda þess, keyptu olíusjóðurinn og aðrir fjárfestar hlutabréf í Countrywide á uppblásnu verði frá mars 2005 til mars 2008, að sögn sjóðsins.
Fyrrverandi yfirmaður Countrywide, Angelo Mozilo og tveir aðrir fyrrverandi stjórnendur eru meðal hinna stefndu. Þeim er gert að sök að hafa hagnast persónulega á sölu hlutabréfa fyrir hundruðir milljóna Bandaríkjadala á grundvelli innherjauppslýsinga.
Meðal hinna stefndu eru einnig endurskoðunarfyrirtækið KPMG og Bank of America sem keypti Countrywide árið 2008.
Hlutabréfin gengu kaupum og sölu á allt að 45 dali á hlut 2. febrúar 2007. Rúmu ári síðar höfðu þau fallið í verði um 90%, sem olli fjárfestum milljarða dala tapi, segir Bunny Nooryani fjölmiðlafulltrúi olíusjóðsins í tölvupósti.
Hún vildi ekki nefna nákvæmar tölur í þessu sambandi.
Samkvæmt ársreikningi olíusjóðsins árið 2010 lagði hann fram kröfur í 50 málum sem fóru fyrir dómstóla í fyrra, en sjaldgæft er að sjóðurinn höfði sjálfur mál.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.