Eru gerðarbeiðendur löglegir veðhafar?

Mikill fjöldi nauðungaruppboða er sagður yfirvofandi, en í hversu mörgum þeirra ætli gerðarbeiðandi sé í raun löglegur veðhafi og eigandi skuldarinnar?

Hagsmunasamtökum Heimilanna hafa borist upplýsingar um fjölmörg tilvik þar sem nauðungaruppboð hafa verið haldin að beiðni einhverra hinna nýju fjármálafyrirtækja, en á grundvelli veðskuldbindinga sem eru þinglýst eign fallinna fjármálafyrirtækja. Reyndar höfum við ekki fengið upplýsingar um eitt einasta  tilvik þar sem kröfur áður í eigu fallinna fjármálafyrirtækja hafa farið í gegnum löglegt þinglýsingarferli eigendaskipta áður en nýtt fjármálafyrirtæki stofnað með kennitöluflakk hefur farið fram á nauðungaruppboð á hinni veðsettu eign.

Já þið lásuð rétt, eigendaskipti veðskuldbindinga virðast í mörgum tilfellum ekki hafa verið þinglýst, en nýjir eigendur láta sig það engu varða heldur fara fram með offorsi við fullnustu slíkra krafna.

Hvers vegna skiptir þetta máli? Jú vegna þess að lögum samkvæmt getur aðeins löglegur veðhafi gert kröfu um aðför og upptöku hinnar veðsettu eignar. Þetta er til þess að koma í veg fyrir að ég geti til dæmis gert kröfu um nauðungaruppboð hjá einhverjum manni úti í bæ á grundvelli kröfu sem ég á sjálfur ekkert tilkall til. Þetta er meðal annars til að koma í veg fyrir að hægt sé beita opinberum aðilum fyrir sig í einhverskonar ofsóknum vegna deilna manna á milli um óskyld mál.

Aðeins löglegur kröfuhafi getur farið fram á slíkt og þess vegna skiptir miklu máli að sá sem það gerir sé réttur aðili. Hafi einhver keypt kröfuréttindin án þess að eigendaskiptum sé þinglýst er einfaldlega um að ræða vanefndir af hálfu seljanda kröfunar, sem hinn nýji eigandi verður þá krefja þann fyrri um bætur fyrir, en það er þeirra á milli og kemur skuldaranum í raun ekkert við.

Það eina sem kemur skuldaranum við er hvort sá sem rukkar á lögmæta kröfu?

Hér má sjá dæmi um afrit af skuldabréfi fengið í maí á þessu ári hjá fjármálafyrirtæki sem var stofnað haustið 2008 og er nú að innheimta kröfuna. Eins og kennitalan á bréfinu sýnir glögglega er það hinsvegar í eigu fjármálafyrirtækis sem var stofnað árið 1991 en er núna gjaldþrota.Skuldabréf frá gömlum banka

Allir sem hafa einhverntíma starfað á fjármálamarkaði mega vita að þegar um er að ræða samningsbundnar fjárskuldbindingar er það alltaf texti frumritsins sem gildir. Maður hlýtur því að spyrja: hver má í raun krefjast fullnustu þessarar kröfu samkvæmt lögum um aðför og gjaldþrotaskipti?


mbl.is Hrina uppboða í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það kemur síðan í ljós, að verðtryggið lán eru ólöglega útreyknuð,og engin veit hver raunverulegar eftirstöðvar lánnana eru, þá er nú best að fresta öllum þessum uppboðum,

á heimilum landsmanna,þar til úr þessu verður skorið fyrir dómstólum,því ríkissjóður og fjármálafyritæki, gætu orðið skaðabótaskild fyir háar fjárhæðir, og ríkissjóður er ekki aflögufær sem stendur.

Youtube.com Verðtrygging Guðbjörn myndband 1-2-3.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 16:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ríkissjóður er nú þegar mögulega skaðabótaskyldur vegna flestra nauðungaruppboða sem hafa verið ólöglega framin frá hruni.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2011 kl. 16:51

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er því miður ekki svona einfalt, því s.k. '' lögveðshafar'' eiga í raun fyrsta veðrétt með sjálfdæmi um upphæð. LÖgveðshafar eru sveitarfélög með fasteignaskatta og tryggingarfélög með iðgjaldaskuldir. Á næstu dögum eru það aðallega sveitarfélög og tryggingafélög sem eru að bjóða upp eignir. Meirihluti VG og Samfylkingar í Kópavogi er duglegastur. Skattarnir margfalda sig en 60 þúsund króna fasteignaskattsskuld verður auðveldlega að 250 þúsund króna skuld með lögmannsbréfi. Sýslumenn samþykkja þetta allt og dómari kemur þar hvergi nærri.

Einar Guðjónsson, 4.9.2011 kl. 18:17

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er nokkuð til í þessu Einar. Þau tilvik sem ég er að vísa til eru hinsvegar þegar nýstofnað fyrirtæki A lætur fara fram nauðungaruppboð vegna kröfu sem er í raun réttri í eigu gamla banka B. Í slíkum tilvikum er gamla fyrirtækið B ekki lengur með starfsleyfi og þar með óheimilt að stunda fjármálastarfsemi, reyndar að Landsbankanum undanskildum. Í sumum tilvikum er hið nýstofnaða fyrirtæki A sem núna innheimtir, ekki heldur með starfsleyfi, hvorki sem fjármálafyrirtæki eða innheimtustofnun. Þetta síðarnefnda á til dæmis við í tilviki SpKef og Dróma sem var stofnaður utan um eignasöfn SPRON og Frjálsa Fjárfestingarbankans. Annað vandamál er þegar lán hafa verið endurreiknuð t.d. skv. lögum nr. 151/2010 og nýir samningar búnir til án aðkomu og undirritunar skuldara. Samningur getur hinsvegar aldrei orðið skuldbindandi að lögum nema með undirskrift allra samningsaðila, en verstu dæmin sem ég hef séð um skjalagerð af þessu tagi eru í tilviki Byrs og SP-Fjármögnunar. Það skal tekið fram að þó ég nafngreini þessi fyrirtæki er það aðeins til að nefna dæmi sem ég þekki. Þetta er langt frá því að vera tæmandi úttekt, líklega er pottur brotin víðar ef ekki allsstaðar í þessum efnum, nema e.t.v. þar sem lán hafa hvorki skipt um eigendur né verið endurreiknuð eins og hjá Íbúðalánasjóði.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband