Sýnidæmi um útreikning verðbóta

Köllum: A=afborgun (heildarlánsfjárhæð/fjöldi gjalddaga), E=eftirstöðvar (höfuðstóls), V=vaxtahlutfall (prósenta), N=neysluverðsstuðull (hlutfallsleg hækkun vísitölu)

1) Í stað þess að verðbæta á hverjum gjalddaga greiðslu af nafnvirði eftirstöðva:

(A + E*V) * N

2) Þá verðbæta bankarnir greiðslu af verðbættum eftirstöðvum:

(A*N+ E*N*V) * N

Tökum verðbæturnar út fyrir sviga:

(A + E*V) N*N

=

(A+E*V) * N^2

Ef niðurstaðan er borin saman við lið 1) þá sést glögglega hverju munar, í stað þess að borga eðlilega verðtryggingu, þá eru lántakendur krafðir um verðbætur í öðru veldi! Fyrir þeirri reikniaðferð er engin lagastoð, og öruggt má telja að þetta er ekki það sem fólk taldi sig vera að skrifa undir þegar það tók verðtryggð lán.

Munið að taka þátt í undirskriftasöfnun heimilanna: undirskrift.heimilin.is


mbl.is Umboðsmaður kannar útreikninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sæll nafni

Ég setti inn upplýsingar úr um kostnað vegna verðtryggðra /óvertryggðar lána á bloggið hans Marinós um daginn og þú spurðir hvort þær væru fengnar úr lánareiknum bankanna.

Mig hafði láðst að taka fram að þetta var tekið úr reiknivél á vef landsbankans.

Skil ekki af hverju þessi munur var við núll verðbólgu en þetta er niðurstaðan sem kom úr reiknivél landsbankans.

Ég nenni ekki að leggja í þá vinnu að setja þetta sjálfur upp í töflureiknir. Þessi niðurstað af veg landsbankans sýnir samt vel að ef verðbólga fer upp í 10- 20% á ári fellur veruleg meiri kostnaður á lántakenda vertyggðra lána en ef um væri að ræða lán með breytilegum vöxtum sem fylgja verðbólgustigi.

Ég fæ þessar jöfnur þínar ekki að ganga en það er rétt að verðbæturnar eru í 2.veldi

Guðmundur Jónsson, 17.8.2011 kl. 14:19

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sælir. Það er greinilega búið að gera reiknilíkan sem reiknar rétt skv. lögum um vexti og verðbætur.  Skuldabréfakerfi bankanna reiknar rétt, þ.e. ef verðbólga er undir 3 %.  

Ef ekki þá hefst skórkostlegt RÁN á okkur neytendum.

 Var að skoða youtube.com. Þar er fyrirlestur í 3 þáttum um málið. Farið og skoðið þennan lestur. Slóðin er einungis youtube.com, sláið inn leitarorðið "VERÐTRYGGING" og þá kemur GUÐBJÖRN nokkur með 3 þætti. Það virðist næja að skoða þátt 3 til að sannfærast.

Eggert Guðmundsson, 17.8.2011 kl. 14:39

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að það sé gott fyrir Samtök heimilanna að heimsækja þennan Guðbjörn, og kynnast þessu módeli hans.

Ef þetta reynist rétt , þá ætti krafa Samtakanna  um núllstöðu verðbótaþáttar og 3 % þak á verðbætur frá janúar 2008, að vera léttvæg á móti endurkröfurétti  allflestra íslendinga um leiðréttingar á sínum lánamálumaftur í tímann.

Eggert Guðmundsson, 17.8.2011 kl. 14:45

4 identicon

Guðmundur Jónsson, 17.8.2011 kl. 14:19

Ef þú núvirðir greiðslunar þá færðu út sömu greiðslubyrði sama hvort þú sem þú ert með lán með breytilegum vöxtum eða venjulegt verðtryggt jafngreiðslulán. Munurinn stafar af því að afborganir af verðtryggðum jafngreiðslulánum eru lægri í upphafi. Þetta þýðir einfaldlega að verðtryggð jafngreiðslulán eru hagstæðari en lán með breytilegum vöxtum.

Jonas kr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 17:46

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jonas kr: Þú ert að bera saman epli og appelsínur held ég.

Það er ekki verið að tala hér um muninn á verðtryggðum lánum eða lánum með breytilegum vöxtum. Það er ekki heldur verið að tala um muninn á afborgunarlánum eða jafngreiðslulánum eins og margir halda.

Heldur er verið að tala um muninn á því að verðbæta greiðslur eingöngu, eða hinsvegar að verðbæta greiðslur af verðbættum eftirstöðvum og vöxtum af þeim ásamt verðbótum. Lög heimila aðeins einfalda verðtryggingu, en ekki margfalda eins og hún er reiknuð í bönkunum án lagaheimildar.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2011 kl. 21:44

6 identicon

Guðmundur Ásgeirsson:

Gætir þú skýrt þessa útreikninga hjá þér?

Ég get ekki fengið annað út en að bankarnir reikni lán eftir formúlunni (A + E*V) * N

Dæmi:

lán 10,000,000 kr. jafngreiðslur

lánstími 10 ár (120 afborganir)

Ársvextir 5,15% Mánaðarvextir =(5,15% /12) = 0,4292%

Ársverðbólga 7%, Mánaðarverðbólga =(7% /12 )= 0,588333%

Mánaðarleg afborgun af láni er: 83,333.33 kr.

vextir á fyrstu afborgun = 10,000,000 * 0,4292% = 42,916.67 kr.

Afborgun nr. 1. = (83,333.33 + 42,916.67)* 1,0058833^1 = 126,986.26 kr.

Afborgun nr. 50. = (83,333.33 + 25,392.36)* 1,0058833^50 = 145,423.10 kr.

og svo framvegis.

Ég fæ að vísu ekki alveg sömu tölur og td. Landsbankinn, landsbankinn er aðeins lægri en ég, Veit ekki af hverju.

Jonas kr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 22:10

7 identicon

Jafnar afborganir átti það að vera

Jonas kr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 22:29

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, hefur nokkur reiknað út hvað fasteignaviðskipti þýða fyrir 2 fjárfesta? Segjum t.d. íbúðakaup fyrir 30 milljónir.

Annar er kaupandinn, sem leggur fram 50%, 15 milljónir,

hinn er sá sem lánar 50%, 15 milljónir, með NVtryggingu.

Ávinningur kaupandans er búsetan en hann þarf á móti að standa sjálfur undir öllum kostnaði miðað við 100% eign; fasteignagjöldum, öðrum sköttum og viðhaldi eignarinnar. (Sleppum vöxtum og afborgunum því það tilheyrir hinum 50%)

Lánveitandinn ávaxtar hins vegar sína fjárfestingu með vöxtum og verðbótum, kvaðalaust.

Það væri fróðlegt að sjá það svart á hvítu hvernig upphaflega fjárfestingin lítur út hjá hvorum fyrir sig með samanburði beggja fjárfestanna eftir 20 ár.

(Auðvitað væri skynsamlegast að taka dæmi um íbúðakaup árið 1991, því allar forsendur eru þekktar.)

Kolbrún Hilmars, 18.8.2011 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband