Sjálfsmark?
29.7.2011 | 00:45
Knattspyrnuliðið Real Madrid tók árið 2009 lán að jafnvirði 12,7 milljarða króna hjá Sparisjóði Madridar, til að fjármagna kaup félagsins á leikmönnunum Ronaldo og Kaká.
Sparisjóðurinn á nú í kröggum og hefur leitað á náðir evrópska seðlabankans um lausafjárfyrirgreiðslu, en leikmannakaupalánið er hluti af því eignasafni sem er að veði.
Nei þetta er ekki brandari heldur fúlasta alvara. En felur hinsvegar í sér ýmsa möguleika sem gætu í besta falli orðið bráðskemmtilegir.
Ef sparisjóðurinn færi í þrot myndi evrópski seðlabankinn eignast leikmannakaupalánið, og kæmist þar með í hóp kröfuhafa eins af betri félagsliðum álfunnar.
Ef Real Madrid stæði svo ekki í skilum með afborganir yrði evrópski seðlabankinn að ganga að veðinu fyrir leikmannaláninu, sem eru sjónvarpsréttarsamningar félagsins.
Þannig yrðu ekki bara hinir tveir nýkeyptu leikmenn að nútíma skylmingaþrælum (skuldaþrælum), heldur liðsfélagar þeirra allir, þjálfari og aðstoðarmenn.
Reyndar njóta útsendingarnar takmarkaðra vinsælda utan Evrópu, svo íbúar álfunnar yrðu sjálfir að auka áhorf sitt á fótbolta til að stuðla að efnahagsbata!
Eins og aðrar "lausnir" sem boðnar hafa verið þá felur þessi að sjálfsögðu í sér að Evrópubúar borgi hvorn annan út úr sameiginlegum skuldavanda álfunnar.
Sjálfsmark reiknast líka sem mark, ekki satt?
Barón Münchausen myndi springa úr stolti
P.S. Ég held að þetta sé fyrsta færslan mín frá upphafi sem fjallar um íþróttir.
Ronaldo til Seðlabanka Evrópu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál, Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.