Fuglinn Fönix, eða Felix?
28.7.2011 | 20:50
Hugo Chavez byltingarleiðtogi Venezúela segist risinn upp úr veikindum sínum:
"eins og fuglinn Fönix".
Þetta vekur óneitanlega upp minningar um svipuð ummæli byltingarleiðtogans í Reykjavík, Jóns Gnarr, eftir að hann hafði dregið framboð Besta Flokksins til baka, í gríni að sjálfsögðu, til þess eins að tilkynna um glæsilega endurkomu í kosningabaráttuna:
Jón Gnarr dregur framboð Besta flokksins til baka
Það er fyrst að verða gaman núna og ég er risinn úr öskunni eins og fuglinn Felix!
Ég er eins og fuglinn Fönix | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.7.2011 kl. 01:44 | Facebook
Athugasemdir
kottur... fugl.... whatever
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.7.2011 kl. 20:53
Vilborg Eggertsdóttir, 29.7.2011 kl. 00:33
Eitthvað minnti nafn Hugo Chavez mig á! Jú mikið rétt í færslu frá 13/11´07,hef ég eftir,samkvæmt frétt, að þessi forseti Venesuela hafi kallað fyrrverandi forseta Spánar Jose Maria Aznar,fasista. Þetta gerðist á fundi ríkja rómenski Ameriku. Gamaldags humor kveikti á framburði nafns Spánverjans Aznar,á sama tíma og maður uppgötvar að í þessi virðingar-embætti,veljast asnar.
Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2011 kl. 01:23
Hann var samt betri hjá aðalfundi sameinuðu þjóðanna. Þegar hann hélt ræðu þá sveiflaði hann fyrst höndinni aðeins fram og tilbaka og sagðist finna brennisteinslykt djöfulsins, og var þá að tala um George W. Bush sem hélt ræðu skömmu áður :)
Mæli einni með heimildarmyndinni South of the Border (eða eitthvað keimlíkt) þar sem Oliver Stone ferðast um S-Ameríku og talar við helstu leiðtoga ýmissa landa.
palli (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.