Moody's hefur afskrifað IceSave
20.7.2011 | 02:08
Matsfyrirtækið Moodys hefur gefið út árlega matsskýrslu um Ísland, þar sem lánshæfiseinkunn ríkisins er staðfest (Baa3). Þar með hefur fótunum verið kippt undan málflutningi þeirra sem spáðu efnahagslegum dómsdegi ef IceSave samningurinn yrði ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl síðastliðnum.
Meðal athyglisverðra punkta í skýrslunni er þessi athugasemd neðanmáls á bls. 7:
The potential Icesave liability is no longer accounted for in our public debt calculations.
Með öðrum orðum: hugsanleg áhætta ríkisins vegna IceSave er ekki lengur talin með í útreikningum Moody's á skuldastöðu Íslands. Fyrir vikið reiknast skuldbindingar ríkisins lægri með hliðsjón af lánshæfi, heldur en ef ríkisábyrgðin hefði verið samþykkt. Hin hliðin á sömu röksemdafærslu og sú sem ekki er sögð berum orðum er auðvitað að ef við hefðum samþykkt ríkisábyrgðina hefðu reiknaðar skuldbindingar ríkisins hækkað sem því nemur, og þannig beinlínis aukið hættuna á lækkun lánshæfismats.
Annar athyglisverður punktur kemur fram í sömu neðanmálsgrein:
The IMF reckons that in a baseline scenario the potential liability may amount to 6.5% of GDD, see IMF June 2011.
Hvað þýðir þetta? Jú að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn metur hugsanlegan kostnað við ríkisábyrgð á tæpa 100 milljarða króna. Þetta er ekki einhver gamall og úreltur útreikningur, heldur er þetta sagt miðast við fyrirliggjandi upplýsingar í júní síðastliðnum, meira en tveimur mánuðum eftir að Íslendingar höfnuðu yfirtöku á þessari skuld gamla Landsbankans.
Var þá Steingrímur að ljúga að okkur þegar hann birtist á hverjum fundinum á fætur öðrum og í fjölmiðlum vikuna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu með þann boðskap að líklega þyrftum við ekki að borga neitt þó við myndum samþykkja ríkisábyrgðina?
Óbreytt einkunn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:40 | Facebook
Athugasemdir
Það er gott að búa hér á Kúbu :)
Gunnar Waage, 20.7.2011 kl. 03:44
"Kannski verður reikningurinn bara núll. Ef til dæmis gengur vel að selja verðmætar eignir eins og verslunarkeðjuna Iceland, þá gæti bara IceSave reikningurinn gufað upp og orðið að engu."
- Steingrímur J. Sigfússon í Harmageddon 8. apríl 2011
Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2011 kl. 04:44
Icesave málið snérist bara um einn hlut ef marka má ummæli Atla Gíslasonar. ESB hefði neitað að taka við aðlildarumsókninni ef ekki hefði verið samið við Breta og Hollendinga.
Ætli það verði svo ekki að gera ráð fyrir því, að hugmyndin um að kalla að Breta, Hollendinga og Deutsche bank að samningaborðinu í Febrúar 2009, til þess að ákveða hvernig bankarnir yrðu endurreistir sé af sama meiði. Ég giska á að ESB hefði neitað að taka við umsókninni ef kröfuhöfum hefði ekki verið gefinn kostur á að hámarka innheimtur á lánasöfnum í gegnum nýju bankana með dyggri aðstoð stjórnvalda.
Seiken (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 09:42
ESB hefði neitað að taka við aðildarumsókninni
Enn meiri ástæða til að hafna slíkum samningum!
Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2011 kl. 16:45
Sæll Guðmundur.
Snýst þetta ekki allt um að auka á okkur traust. Raunar er þetta Icesave mál í dómstólaferli og heildarskuldin/skuldbindingin við Icesave varð að lokum minna en 5% af skuldum þjóðarinnar, þrátt fyrir að þessi umræða tók 1 1/2 ár og með 2 þjóðaratkvæðagreiðslur. Þessar stofnanir eru ekki fyrir lántakendur heldur fyrir lánveitendur. Raunar erum við í skjóli IMF og norrænu seðlabankanna og sem betur fer þurfum við ekki að fara út á almennan lánamarkað nema að litlu leiti.
Því miður er verið að vefja þjóðinni inn í skuldir enda er ríkissjóður rekinn með halla og skuldasöfnunin er hröð og varla er búist við að það verði nein gríðarleg aukning á þjóðarframleiðslu sem raunar hefur minnkað ef litið er á allar alvöru minntir aðrar íslensku krónuna. Ef Exeter dómurinn stendur í Hæstarétti, þýðir það að ENRON væri löglegt á Íslandi enda er/var þetta ekkert annað en það. Til viðbótar féll fyrir 2 árum dómur í Hæstarétti um réttindi minnihlutahluthafa í hlutfélögum sem eru í raun engin. Það að íslenskur hlutabréfamarkaður hefur í raun strokast út enda er Icelandair eina íslenska félagið þarna (Marel telst ekki með og Stoðtækjafyrirtækið Össur er í raun þvingað þangað enda komin með danskt vegabréf.)
Með krónuna, aflandskrónunna (markaðsverð krónunnar) þar sem evran er á um 260 Íkr, krónuna með seðlabankagengið og síðan hina verðtryggðu. Gjaldeyrishömlurnar eru fyrsta stigið næsta stigið verður að óbreyttu skömmtun. Það er lágmarksfjárfesting í íslensku atvinnulífi enda er störfum fækkandi á Íslandi og ein helsta útflutningsafurð okkar eru fiskur, ál og íslenskir skattborgarar.
Ef við ætlum að hafa krónuna sem alvöru gjaldmiðil sem er í raun nauðsyn þess að hafa alvöru viðskiptalíf, þýðir það hreint gríðarlega gengisfellingu og það mun í raun þýða hátt vaxtastig og sú ferð á ekkert skilt við það sem var fyrir hrun. Við verðum ekki lengur með ofurkrónuna heldur með örkrónunna sem hoppar og skoppar og mun þýða gríðarlegar vaxtahækkanir enda er þetta ástand núna því miður blekking. Það er búið að skrúfa niður glugganna þétta gluggakantanna, innsigla dyrnar og lækka vakstastigið en er eithvert traust grundvallaratriði þess að fá lán er að hafa traust.
Gunnr (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 17:32
"Var þá Steingrímur að ljúga að okkur ...?"
Já, auðvitað.
Vendetta, 20.7.2011 kl. 18:24
Gunnr: til hvers að fá meiri lán? Er ekki óhófleg erlend skuldsetning það sem varð okkur að falli? Ég sé enga ástæðu til að endurtaka það.
Steingrímur J. Sigfússon í Harmageddon 8. apríl 2011 (129:54)
Það er náttúrulega margt sem hangir á spýtunni, það er auðvitað þannig að á meðan þessi deila er óleyst, þá er hún alltaf þarna. Það torveldar það að við getum farið að komast í eðlileg samskipti, fá lán í fjárfestingar og framkvæmdir...
Hvers vegna í fjandanum er það hjálplegt að skuldestja okkur meira? Getur einhver vinsamlegast útskýrt það fyrir mér???!!!1111oneoneone
Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2011 kl. 02:00
Sæll Guðmundur.
Íslenska ríkið hefur verið rekið með ótrúlegum halla frá hruni fjárlög 2008, 2009, 2010, 2011 og væntanlega 2012 og 2013 veða öll með halla. Það fóru í fyrra 1 króna af hverjum 5 í ríkisjóð einungis til að greiða vexti lána.
Gjaldþrot Seðlabankans á sínum tíma næstum 400 miljarðar. Það þarf í raun miklu meira til að reysa upp alvöru fjármálakerfi í landinu.
Megnið af skuldum ríkisins eru í erlendri mynt meðan tekjurnar eru að mestu verðlitlum í íslenskum krónum
Þeir eru með yfir 400 miljarða af "óþolimóðu fé" sem verið er að lóðsa í skömmtum út úr hagkerfinu. Seðlabankagengi íslensku krónunnar miðað við evru er 160Íkr meðan aflandsgengið er um 260 og menn eru að fá um 220 Íkr fyrir Evruna í þessu og forsenda þess að þeir nái að setja krónuna á flot að lóðsa þetta út úr hagkerfinu og áframhaldandi höft eru nánast áframhald af núverandi ástandi með hægfara köfnun íslensks atvinnulífs.
Það má deila um hvort þetta sé rétt stefna að hafa svona stóran gjaldeyrisvarasjóð en á hin bógin er hann ákveðin trygging fyrir greiðslu enda geymdur erlendis enda er tiltrúin á íslendingum lítil.
Bendi raunar á þá staðreynd að þrátt fyrir að það sé jákvæður viðskiptahalli er hann enn of lítill og í raun þyrfti að leggjast í stórfelldar gjaldeyrisskapandi framkveæmdir eins og orkuframkvæmdir til að reyna að stækka þjóðarkökuna. Hin leiðin að spara sig út úr kreppunni verður átakanlega sársaukafull.
Gunnr (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 08:58
Þetta dæmalausa mál fer aldrei fyrir dóm.
Haraldur Baldursson, 22.7.2011 kl. 18:40
Gunnr: sæll aftur. Ef þú ferð og lest færslur mínar hér á þessu bloggi og berð þær saman við athugasemd þína #8, þá ættirðu að geta séð að hún inniheldur nákvæmlega ekkert sem eru ný tíðindi fyrir mér. Enn fremur gerir þú hvergi tilraun til að svara spurningu minni um til hvers eigi að taka meiri lán? Þvert á móti eru nokkrir punktar hjá þér eins og þessir:
Það fóru í fyrra 1 króna af hverjum 5 í ríkisjóð einungis til að greiða vexti lána.
Megnið af skuldum ríkisins eru í erlendri mynt meðan tekjurnar eru að mestu verðlitlum í íslenskum krónum
...sem eru beinlínis rök gegn frekari skuldsetningu. Svo er eitt sem ég vil gera athugasemd við:
Það þarf í raun miklu meira til að reysa upp alvöru fjármálakerfi í landinu.
Það sem þarf til að reisa upp alvöru fjármálakerfi í landinu er einfaldlega að Alþingi setji lög sem ná fram þessari niðurstöðu (núverandi lög gera það augljóslega ekki) Alveg eins og á sínum tíma voru sett þau lög sem núverandi kerfi byggir á er ekkert því til að fyrirstöðu að yfir því verði skipuð skilanefnd og sett verði ný lög til grundvallar traustum gjaldmiðli og heilbrigðu efnahagslífi. Eina hinrunin er þröngsýni og íhaldssemi.
Hinsvegar er annað sem þú nefnir sem ég vil taka alveg sérstaklega undir:
í raun þyrfti að leggjast í stórfelldar gjaldeyrisskapandi framkveæmdir eins og orkuframkvæmdir
Við eigum nóg af orku, þurfum bara að nýta hana rétt, hætta að nánast gefa útlendingum innlenda orku og hætta að flytja inn dýra orku í skiptum fyrir gjaldeyri. Dæmi um slík skref sem þegar hafa verið tekin eru tilraunir með vetnisvæðingu almenningssamganga og innlend ræktun og framleiðsla lífeldsneytis, og má gjarnan gera meira af slíku. Það er í raun galið að land sem á svona mikla orku sé að flytja hana inn dýrum dómum.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2011 kl. 14:43
Ég er að mörgu leiti sammála þér Guðmundur en þegar rætt er um skuldir er skuldsetning íslenska þjóðfélagsins ekki neitt met en fjármagnskostnaðurinn er hár og það þarf að lóðsa þessi lán í langtíma lán og ná niður vaxtakostnaði helst niður í 2/3 af núverandi kostnaði.
Grundvallarforsenda þess er að ná hallalausum fjárlögum sem er gríðarlega sársaukafullt og í raun hefur enginn stjórnmálaflokkur í raun komið fram með góðar hugmyndir. Niðurskurður á velfarðarkerfi einstaklinga og atvinnulífs verður ákaflega sársaukafullur en því miður nauðsynlegur, þetta ferli hefur gengið of hægt.
Auðvitað á að hækka gjöld á olíu/bensín, þótt óvinsælt sé. Minnka innflutning á olíu og reyna að gera það hagkvæmt með rafmagnsbíla. Það er ennþá það dýrt að flytjast yfir í vetni en auðvitað ber að nýta metan og annað sem við getum unnið hérfrá þar sem við nálgumst endalok olíualdar. Því miður erum við með ákaflega lítið af raungreinamenntuðu fólki og íslenska láglaunasvæðið er ekkert sérstaklega aðlaðandi fyrir að fá til okkar þekkingu. Raunar munum við sjá fólksflótta fólks með reynslu og þekkingu í háhitavirkjunum enda skilst mér að Jarðboranir ríkisins séu í raun í biðstöðu.
Án "know-how" án fjármagns með óbeyslaða orku, þó sé í raun miklu minni en margir telja og til þess að virkja hana þarf að fá kaupendur og fjármagn til að virkja og það virðist því miður stendur hár fjármagnskostnaður/lélegt lánstraust okkur fyrir þrifum.
Íslenskt þjóðfélag er komið á annað farrými og það þarf að skera niður velferðarkerfið. Það að þjóðnýta skuldir almennings er vart lengur á færi íslenska ríkisins enda myndi það vera að þjóðnýta eignabólu. Sá kostnaður mun lenda á Íslendingum sjálfum og engum öðrum.
Við höfum í raun tvo kosti að velja um einangrun og fátækt og í raun erum við í biðstöðu hvað varðar krónunna. Við erum í raun með 3 gjaldmiðla. Verðtryggða krónu, aflandskrónu og seðlabankakrónu. Gjaldeyrishömlur eru í raun aframhald stöðnunar/stropunar á íslensku viðskiptalífi. Því lengur sem það ástand dregst því verra. Ef tekst að koma krónunni á flot verður það allt annað ástand en á tíma ofurkrónnnar. Smæð hins íslenska efnhagagslífs er innan við 3% af stærð þess norska og minnkandi. Við erum ofurskuldug bæði fyrirtæki, einstaklinger og ríki. Það mun að óbreyttu taka 2 áratugi að komast aftur á sama stað og við vorum fyrir hrun, jafnvel lengur.
Hátt skattastig og fólksflótti verður framtíðarástand og þar mun fólk velja annað hvort að verða þegnar Noregs eða Evrópubandalagsins þar sem íslenskt þjóðfélag mun ekki geta gefið lík lífskjör.
Gunnr (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 12:18
Ég er sammála þér Guðmundur! Núna höfum við afsannað það sem einn esb snatinn sagði „að við yrðum Kúba norðursins".
Ómar Gíslason, 24.7.2011 kl. 12:45
Því miður er of snemma að fagna Ómar. Icesave skuldbindingin er í raun minsti hluti skulda þjóðarinnar minna en 5% og jafn vel minna en 2,5% af skuldunum og það mál er í ferli sem mun stja skuldastöðuna í ákveðna óvissu. Við liggjum ennþá í vari með hreint gríðarlegan gjaldeyrisvarasjóð sem er lánaður á niðurgreiddum lánum og sem betur fer þurfum við ekki að fara á alþjóða lánamarkað. Við eigum að mestu eftir að skrúfa niður velferðarkerfið og ná jafnvægi á ríkisrekstur enda getum við ekki haldið áfram skuldasöfnun. Ástandið er langt í frá eðlilegt með gjaldeyrishöftum. Eftir 2 ár munum við sjá hvernig ástandið er. Þjóðarframleiðsla hefur í raun dregist saman ef borið er saman við aðra gjaldmiðla en örmyntina krónuna.
Það er engin uppbygging í gangi og til að fara í uppbyggingu og sölu á orku þarf lánsfé og því miður er erfitt að fjármagna það þanning að hagkvæmt sé.
Með gjaldeyrishöftunum og núverandi ástandi erum við í raun Kúba norðursins.
Gunnr (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 14:39
til að fara í uppbyggingu og sölu á orku þarf lánsfé
Er það svo?
Það er akkúrat þetta sem ég hnýt aftur og aftur um þegar fólk er að tala um efnahagsmál. Afhverju er ekkert sé hægt að framkvæma nema fyrir lánsfé? Afhverju þarf ríkið, sem hefur í hendi sér valdið til að gefa út peninga, að fá þá lánaða? Og frá hverjum eru þeir fengnir að láni? Hver er það sem græðir á því að innheimta 20% af skatttekjum ríkisins í vexti?
Ástæðan fyrir því að ég er að spyrja þessara spurninga er ekki vegna þess að ég viti ekki sjálfur svarið, heldur vegna þess að þetta er eitthvað sem ég vil að fólk spyrji sjálft sig að, og segi mér svo hvaða rök það notar til að réttlæta frekari skuldsetningu ríkissjóðs.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2011 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.