NewsCorp einnig á athugunarlista hjá LulzSec

NewsCorp fjölmiðlasamsteypa Rupert Murdoch hefur verið sett á athugunarlista hjá matsfyrirtækinu S&P. En það virðast fleiri hafa Murdoch og fyrirtæki hans til athugunar. Fyrir stundu birtust þessi skilaboð á twitter frá fylgismanni Anonymous:

Sun/News of the world OWNED. We're sitting on their emails. Press release tomorrow. In the meantime check: http://www.new-times.co.uk/sun/ #antisec

Meðfylgjandi tengill vísar á vefsíðu the Sun sem er einnig gefið út af NewsCorp. en þar hafði verið sett inn fölsk forsíðufrétt af meintu andláti Murdochs og ýmis önnur háðung. Þetta hefur nú verið fjarlægt og vefsíðan liggur niðri þegar þetta er skrifað.

Skondið að "the Sun" skuli nota SunOS stýrikerfi!


mbl.is News Corp. á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

OK þetta er alvöru upplýsingaskæruhernaður:

Rétt í þessu var símanúmerum og aðgangsorðum flestra hæstsettra starfsmanna hjá ritstjórn News of the World/Sun lekið á twitter!

Talandi um að vera tekinn á eigin bragði!

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2011 kl. 23:26

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Guðmundur,

Ég hélt reyndar að sá gamli hefði farið yfir um fyrir nokkrum árum og varð hálf hverft við þegar ég heyrði að hann ætti að mæta fyrir nefnd til yfirheyrslu í Bretlandi.  Að líkindum var um annan "media mogul" að ræða, sem ég mundi eftir (einhver sem hvarf af snekkju fyrir nokkrum árum - ég fylgist illa með því hvað fræga fólkið er að gera;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 19.7.2011 kl. 21:11

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- það virðist vera mikil gerjun í gangi :))

Vilborg Eggertsdóttir, 19.7.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband