Evrópusamruni nái einnig til ríkisskulda?
18.7.2011 | 22:19
Sérfræðingar norræna bankans Nordea leggja til útgáfu einskonar evruskuldabréfa, sameiginlegra skuldabréfa aðildarríkja evrusvæðisins, sem lausn við skuldavandanda ríkjanna í myntbandalaginu.
Hugmyndin er, að E-skuldabréfin verði gefin út af sameiginlegri evrópskri stofnun, European Debt Agency, (EDA) og þessi stofnun fjármagni skuldir evruríkjanna.
Hinir norrænu sérfræðingar láta þess hinsvegar ekki getið hver þeir sjá fyrir sér að muni fjármagna stofnunina. Ætli það séu kannski evruríkin, sem eru einmitt í þessum skuldavanda sem hinni nýju stofnun er ætlað að leysa?
Barón Münchausen hefði orðið svo stoltur!
...
Sá sem þetta skrifar leggur til að farin verði mun raunhæfari leið: Skipuð verði skilanefnd yfir evrópska seðlabankanum og alþjóðagjaldeyrissjóðnum, um evruna verði reist skjaldborg (varanleg og þykk, eins og í Chernobyl), og stofnað verði embætti umboðsmanns skuldugra þjóðríkja til að hafa milligöngu um aðskilnaðarviðræður fyrrum aðildarríkja evrópusambandsins.
Merge-reverser (í staðinn fyrir reverse-merger).
E-skuldabréf gæti verið lausnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:26 | Facebook
Athugasemdir
Líka athyglisvert það sem sérfræðingarnir segja í lok fréttarinnar um að finna þurfi pólitískar lausnir á vandamálum, sem eru:
Þetta er ekki lítið verkefni fyrir 17-höfða-þurs að glíma við.
Haraldur Hansson, 18.7.2011 kl. 23:04
Barón Münchausen hefði orðið svo stoltur!
magus (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 04:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.