Evran sekkur undir fiðluleik
15.7.2011 | 15:30
Giulio Tremonti fjármálaráðherra Ítalíu, sem segist bera örlög evrunnar á herðum sér, líkir nú Þjóðverjum við farþega á fyrsta farrými Titanic, sem héldu áfram að dansa á meðan hljómsveit hússins spilaði, allt þar til skipið var byrjað að hallast og sökkva.
Núna, rétt eins og þá, er búið að telja fólki trú um að "ekkert gæti sökkt þessu skipi". Þess vegna halda gestirnir áfram að dansa fram í votan dauðann, eins og ekkert hafi í skorist, og hljómsveitin leikur undir. Hér má heyra jarðarfarasálminn sem talið er að hafi hljómað á meðan Titanic var að sökkva í sína votu gröf:
Þess má geta að undirritaður hefur sett sér það markmið í lífinu að horfa aldrei á kvikmyndina Titanic.
En áðurnefndur Tremonti á líka skilið að fá verðlaun fyrir einhver kjarnyrtustu ummæli ársins, þegar hann útskýrði nákvæmlega hvað það er sem gerir evruna að gjaldmiðli:
Tremonti: "If I fall, then Italy falls. If Italy falls, then so falls the euro. It is a chain."
Evran er semsagt keðjubréf, sem er ekki sterkara en veikasti hlekkurinn í keðjunni.
Líkti evrusvæðinu við ferð með Titanic | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:41 | Facebook
Athugasemdir
Samlíkingin við Titanic er ekki úr lausu lofti gripin. Fyrir mörgum árum sá ég heimildamynd um þetta sjóslys, þar sem hópur írskra farþega frá 3. farrými hugðist stytta sér leið að björgunarbátunum gegnum 1. eða 2. farrými, en fékk það ekki, því að áhöfn skipsins leit svo á, að Írarnir myndu stela silfurhnífapörunum á leiðinni gegnum lúxusfarrýmið. Þá var það siður að líta á Íra (=fátækt fólk) sem þjófa. Það þarf ekki að nefna, að aðeins efnuðustu farþegarnir og áhöfnin komust í bátana.
Saga Írlands er blóði drifin harmsaga. Eftir margara alda hungursneyð kúgun, fyrst frá norskum og dönskum víkingum, síðan frá Bretum, sem á endanum stálu nyrzta hluta landsins með klækjum og myrtu tugi óvopnaðra kaþólikka, reyndu Írar að rétta úr kútnum. En það var ekki fyrr en á níunda áratugum að þeir ákváðu að lokka til sín fyrirtæki með því að lækka fyrirtækjaskattinn niður í 10%. Þetta gekk svo ágætlega alllengi eða þangað til fjármálabrask og afleiður settu allt á annan endann. Sem sannar að í hverju þjóðfélagi eru fjármálafyrirtæki hreint eitur.
Síðan féllu Írar fyrir fagurgala embættismanna í Bruxelles um fjárhagslegan stöðugleika með því að taka upp evruna. Og tíu árum síðar fer allt landið á hliðina og ríkisstjórnin eyðir öllum gjaldeyrinum í að bjarga bönkunum, sem hefðu átt að fara á hausinn.
Ef samfylkingin fær að ráða, þá má segja, að munurinn á Íslandi og Írlandi verði einn bókstafur og fimm ár. Þ.e.a.s. að þegar Íslendingar fá aðild 2012 (gegn vilja þjóðarinnar) og taka upp evruna fjórum árum síðar (gegn vilja þjóðarinnar) þá mun Ísland líka fara endanlega á hausinn.
Í staðinn fyrir að tönnlast á finnsku leiðinni, ætti Össur frekar að tala um írsku leiðina.
Vendetta, 15.7.2011 kl. 20:40
Og ef evran sekkur nógu djúpt, gæti hún rekist á bandaríkjadalinn í kínverska flotgallanum sínum. ;-)
Matthías (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 23:14
Eru kínversku flotgallarnir svona lélegir að þeir sökkvi Matti?
Annars er Evran með kínverska armkúta núna og væri löngu sokkinn ef ekki væri fyrir þá. Málið er bara að á þeim eru nálargöt, svo kínverjar verða að blása reglulega til að halda í þeim vindi.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2011 kl. 01:43
Ekki vildi ég eiga líf mitt undir kínverskum flotgalla sem hægt væri að hleypa lofti úr með fjarstýringu! Bandaríska alríkisstjórnin stefnir í greiðslufall nema með auknum lánaheimildum og mörg aðildarríkjanna eiga í vanda svo þetta er auðvitað hnattræn skuldakreppa.
Matthías (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.