Bein útsending frá Aþenu

Í gríska þinginu fara nú fram umræður um fyrirhuguð niðurskurðaráform vegna skilyrða neyðarlána frá IMF/ESB. Allsherjarverkfall hefur verið boðað og mótmælendur safnast saman í miðborginni, þar sem nú þegar hafa brotist út átök og táragasi verið beitt.

Önnur sjónarhorn: tenglar hér, hér og hér.

Og kynningarmyndband frá andófshreyfingunni:



mbl.is Táragasi beitt í Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað samt að sjá hve heiðarlegir Grikkir eru í allri umræðu.

Þeir átta sig á því að þetta ástand er hvorki ESB né evrunni að kenna heldur stafar fyrst og síðast af óstjórn í ríkisfjármálum og landlægs hræðslu við að greiða skatta.

Enda minnast þeir ekki einu orði á það að vilja úr ESB samstarfinu heldur eigi að útrýma þessari óstjórn í eitt skipti fyrir öll.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 13:33

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

:o))

Vilborg Eggertsdóttir, 28.6.2011 kl. 18:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón...þeir tala lítið um óstjórn í ríkisfjármálum, það er mantra ESB, en þeir tala um að þeir hafi verið rændir af bönkkum herraþjóðanna með fulltingi og hjálp eurokratanna.

Líttu á þetta svipað og Icesave...Hér voru það glæpamenn bankanna, sem rændu landið innanfrá og fluttu auðinn úr landi. Í græðginni, kunnu þeir sér ekki magamál og sprengdu sig með kunnum afleiðingum. Síðan átti að láta fólkið að taka upp reikninginn fyrir því sem búið var að stela. Þá segja menn nei.

ESB gengur framfyrir skjöldu til að verja þessa glæpabanka og heimta að fólkið greiði, rétt eins og þeir standa á því fastara fótunum að láta okkur borga Icesave, sama hvað tautar og raular. Þar hunsa þeir eigin lög meira að segja.  ESB er sökudólgurinn og það vita Grikkir, þeir eiga bara ekki marga valkosti hér, en forgangsraða kröfum sínum. "Skilið ránsfengnum Þjófar!"

Hver er þessi óstjórn og hvers vegna vilja þeir útrýma henni? Jú það er stjórnin sem ætlar að beyggja sig undir fjárkúgun ESB elítunnar. Þeir sitja við stjórn nú.

Nú...ef þú hefur einhverja rökhugsun, þá getur þú getið þér til um hvort mönnum er hlýtt til ESB á Grikklandi eða ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.6.2011 kl. 00:48

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hét að jafna lífskjör í útópíunni að lána takmarkalaust til fátækari evruríkja svo þau gætu flutt inn nóg frá iðnríkjunum. Þjóðverjar og Frakkar seldu framleiðslu sína og lánuðu fyrir kaupunum og efnahagsreikningarnir blésu út úr öllum takti við aðrar þjóðir. Til að forðast verðbólgu heima í allri þessari velmegun voru stýrivextir hafðir í ískrandi hámarki til að þjóna þessum velmegandi á meðan hinir skuldugu og lítilsmegnugu kiknuðu undan vaxtabyrðinni.

Þýskaland Holland og Frakkland eru í þessu einskonar, Björgúlfar, Baugsmenn og Bakkabræður, bara miklu stærri í sniðum og verndaðir af miklu kröftugra apparati. Evrópuráðinu.

Þetta er líklega allt með ráðum gert til að sannfæra bandalagsþjóðirnar uma að eina leiðin sé að steypa þessum þjóðum undir eina yfirstjórn, eitt ríki. Fjórða ríkið. 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.6.2011 kl. 00:57

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það voru semsagt herraþjóðirnar sem blésu lífskjarablöðruna sér í hag með lánum og þegar búið var að sjúga allan raunverulegan auð út, þá vill ESB taka rest með því að standa með Þýskumm, Frönskum og Hollenskm bönkum og láta fólkið taka á sig skellinn. Hallelúja fyrir hinum opna innri markaði. Húrra fyrir fjórfrelsinu.

Þetta er eins ógeðslegt og hugsast getur og Grískur almenningur er fullkomlega meðvitandi um þetta. Það er líka Spænsku, Portúgalskur og Ítalskur almenningur.  Atvinnuleysi og launakjör hafa svo hrunið í allri þessari velmegun, því ekki skilaði þetta sér til fólksins. Fjórfrelsið sá til þess með frjálsu flæði verkafólks sem kýldi niður launakjör og setti lífskjörin á uppboð, dreifði glæpalýð og rýrði öryggi borgaranna.

Endilega að fá meira af þessu. Drífa sig inn.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.6.2011 kl. 01:05

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Umræðunni var svo haldið á ís fram að Special olympics, svo réttlæta mætti valdbeitingu. Nota fatlaða.

Hver getur toppað svona útsjónasemi?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.6.2011 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband