Héraðsdómur Suðurlands tekur kvittanir ekki gildar

Héradómur Suðurlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvittanir sem gefnar hafa verið út fyrir greiðslum sem inntar hafa verið af hendi, séu ekki endanlegar. Dómurinn virðist telja seinni tíma lög sem breyta forsendum afturvirkt (í þessu tilviki lög nr. 151/2010) vera góð og gild og hafa forgang umfram ein elstu lög sem eru í gildi á Íslandi, jafnvel umfram sjálft eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Yrði þessi niðurstaða staðfest af hæstarétti jafngilti það því að allar samningsbundnar fjárskuldbindingar í landinu væru í uppnámi. Það myndi pottþétt gera lukku meðal erlendra aðila sem vilja athafna sig hér, eða þannig.

En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Fáist dómafordæmi fyrir lögmæti lagasetningar af þessu tagi, þá ættu eignarréttarsjónarmið ekki að standa í vegi fyrir almennri leiðréttingu stökkbreyttra lána með lagasetningu þar að lútandi. Þá væri ekki heldur neitt sem útilokar lagasetningu um endurúthlutun fiskveiðiheimilda, enda aðeins um samningsbundin réttindi að ræða sem samkvæmt þessari niðurstöðu eru ólögvarin.

Í rauninn myndi slík niðurstaða kollvarpa öllu sem hingað til hefur verið haldið fram með hliðsjón af eignarrétti.


mbl.is Samningum verði breytt afturvirkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Guðmundur og þú átt þakkir fyrir góð skrif á blogginu. Þetta er svakalegt, en þó einkennandi fyrir þjóðfélagið í dag þar sem ekki neitt stenst eða er haft í hávegum, eins og sanngirni eða göfurmennska, annars löðurmennska í staðinn. Dómstólar landsins eru komnir út í spor sem engum gagnar. Erum við óhressir með þróun mála. Lifi Forsetinn!

50 cal. 

Eyjólfur Jónsson, 28.6.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband