Allt í steik...
7.2.2007 | 14:43
Var að koma af vettvangi, átti þarna leið um rétt eftir að slysið átti sér stað. Þetta var frekar ljótt slys, bílar oltnir þvers og kruss á götunni, vonandi urðu ekki alvarleg slys á fólki. Öll umferð niður brekkuna stöðvaðist í dágóða stund og breyttist hún fljótlega í stærsdta bílastæði borgarinnar, enda þurfti að lögreglan loka alveg nyrðri akreininni (sem vanalega ber umferð niður brekkuna). Lögreglan brá fljótlega á það ráð að stöðva umferð á syðri akrein (upp brekkuna) líka til að geta opnað miðeyjuna fyrir U-beygju og rýmt þannig nyrðri akreinina þar sem allt var stopp. Fyrir vikið held ég að greiðlega hafi gengið að ná stjórn á aðstæðum þrátt fyrir umfang og áhrif óhappsins. Þó má búast við þungri umferð á hjáleiðum þar til hreinsunarstarfi er lokið á slysstað.
Ártúnsbrekkan lokuð til vesturs vegna bílslyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.