Kjarnorkuver á bólakafi: engin hætta?

Að undanförnu hafa mikil flóð verið í Missouri og Missisippi ánum í Bandaríkjunum. Flóðvatn hefur meðal annars ógnað kjarnorkuverinu í Fort Calhoun í Nebraska, og nú hefur varnargarður sem reistur hafði verið umhverfis orkuverið brostið, með þeim afleiðingum að það er nú umlukið vatni. Sjá nýjustu myndir:

Bandarísk kjarnorkumálayfirvöld segja að engin hætta sé á ferðum, en kjarnorkuverið hefur verið lokað frá Apríl sl. vegna endurnýjunar. Þetta er nokkurnveginn það sama og japönsk stjórnvöld sögðu um kjarnorkuverið í Fukushima, þau héldu því fram fyrstu dagana eftir flóðbylgjuna að engin hætta væri á ferðum og breyttu þeirri frásögn lítið í margar vikur. Við vitum hinsvegar núna að það sem gerðist þar í raun og veru var að á fyrstu klukkustundum og örfáum sólarhringum höfðu þrír kjarnaofnar bráðnað og lekið eldsneyti sínu út í umhverfið. Sá fjórði sem hafði verið slökkt á nokkrum mánuðum áður reyndist líka stórhættulegur eftir að eldur kom upp í geymslu fyrir geislaúrgang.

Vonandi er opinbert hættumat vegna Fort Calhoun sannleikanum samkvæmt. En ef það er eitt sem reynslan af svona slysum hefur sýnt, þá er það að stjórnvöldum er alls ekki treystandi til að segja sannleikann, heldur þvert á móti að reyna að draga úr neikvæðri umfjöllun. Samspil af trassaskap, brotum á öryggisreglum, spillingu og skorti á eftirliti, sambærilegt því sem orsakaði hrun fjármálakerfisins, er sagt vera víðtækt í kjarnorkuiðnaðinum. Nú hef ég enga sérþekkingu á kjarnorkuverum, en á erfitt með að ímynda mér að það sé skynsamleg hugmynd að staðsetja eitt slíkt á flóðasvæði með afrennsli yfir stór ræktarlönd. Þó að flóð á borð við þetta komi ekki nema á 100 ára fresti þá er helmingunartími margra geislavirkra mengunarefna talsvert lengri.


mbl.is Kjarnorkuver ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://english.aljazeera.net/indepth/features/2011/06/201161664828302638.html

Maður fær engar fréttir frá Japan. Þeir eru í hörmulegri stöðu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 13:25

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jamm, geislavirkni mælist nú í þvagi fólks í Fukushima héraði.

Fukushima residents' urine now radioactive | The Japan Times Online

Guðmundur Ásgeirsson, 27.6.2011 kl. 13:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úps, þetta snarversnaði. Bærinn Los Alamos í Nýju-Mexíkó hefur verið rýmdur vegna skógarelda, þar á meðal rannsóknar- og þróunarmiðstöð bandarískra kjarnorkuyfirvalda sem þar er til húsa. Embættismenn segja að geislavirk efni á svæðinu séu vel varin og stafi ekki hætta af eldinum... Vonum að svo sé.

Wildfire forces mandatory evacuation of Los Alamos

Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband