Bretar vilja ekki borga skuldir Grikklands

Eðlilega ekki: Greek debt crisis could cost UK £335bn

Sem jafngildir 62 þúsund milljörðum króna eða 24% af þjóðarframleiðslu Bretlands.

IceSave hvað???

 


mbl.is Meirihluti Breta vill yfirgefa Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Bretar taka ekki þátt í björgunarsjóði ESB og IMF (nema þá sem aðildarþjóð að IMF). Þetta veistu fullvel. Þannig að þessi lygi þín hérna um bretar vilji ekki borga skuldir Grikklands stenst ekki nánari skoðun.

Það er reyndar áhugaverð staðreynd að allt það sem frá þér kemur varðandi ESB stenst ekki nánari skoðun og hefur aldrei gert það.

Af hverju lýguru um ESB ?

Þetta er einföld spurning. Ég vona að þú hafir hugrekki til þess að svara henni án útúrsnúninga.

Jón Frímann Jónsson, 22.6.2011 kl. 20:40

2 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þetta er raunveruleikinn sem ESB sinnar sjá ekki. Þessi frétt er frá bretlandi Jón, burtséð frá því hvort þeir taki þátt í þessum björgunarpakka eður ei, þá lenda bretar í stórum mínus út af þessu grikklands máli VEGNA ÞESS að bretar eru í ESB. Hættu þessu rugli og farðu að einbeita þér að einhverju öðru.

Charles Geir Marinó Stout, 22.6.2011 kl. 21:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maður sem velur sér vefhýsingu utan íslenskrar lögsögu til að birta níðskrif um nafngreinda aðila og aðra skólpræsisleðju, talandi um hugrekki???



Er það lygi að Bretar vilji ekki borga skuldir Grikklands? Þú heldur því semsagt fram að til séu Bretar sem vilja ólmir borga skuldir Grikkja. Fyrst svo er þá hefði ég haldið að sönnunarbyrði slíkrar fullyrðingar hvíli hjá þér sjálfum. En vinsamlegast ekki vera að hafa fyrir því mín vegna að reyna að hafa uppi á einhverju Bretagreyi sem er nógu vitlaus til að taka undir með þér. Tilhugsunin um slíka samþjöppun á grunnhyggni er hrollvekjandi.

Ég skal svosem viðurkenna að það hefði líka mátt orða þetta þannig að breskir bankar vilja ekki þurfa að afskrifa gríðarlegar skuldir Grikklands sem þeir hafa á bókum sínum. Ekki frekar en bandarískir eins og kemur fram hér. En það sem gerist ef breskir bankar verða fyrir tapi er að þeir hringja í ríkisstjórnina sem þeir eiga í London og panta eitt stk. björgunarpakka á kostnað breskra skattgreiðenda, sem verður afgreiddur í snatri.

Ég kaus hinsvegar að einfalda framsetninguna þar sem ekki eru allir vel að sér um hvernig bankakerfið virkar í raun og veru. Augljóslega var það full mikil einföldun fyrir einfeldninga. Bretar munu sem sagt ekkert sleppa frá þessu billega frekar en aðrar þjóðir sem hafa lánað gáleysislega inn í svikamyllu grískra stjórnmálamanna. Haldirðu öðru fram ertu um leið að halda því fram að hjá bresku krúnunni (breskir stjórnmálamenn eru þjónar hennar) hafi orðið einhver stefnubreyting sem lítið hefur frést af.

Það er reyndar áhugaverð staðreynd að allt það sem frá þér kemur varðandi ESB stenst ekki nánari skoðun og hefur aldrei gert það.

Afhverju lýgurðu um ESB ?

Þetta er einföld spurning en ég býst alls ekki við því að þú hafir hugrekki til að svara henni án útúrsnúninga.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2011 kl. 21:41

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Búa sig undir að evrusvæðið sundrist - mbl.is

Aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, Mark Hoban, viðurkenndi í umræðum í breska þinginu síðastliðinn mánudag að fjármálaráðuneytið væri að undirbúa sig fyrir það að evrusvæðið kunni að sundrast. Sagðist Hoban annars stöðu sinnar vegna ekki vilja vera með of miklar vangaveltur um það hvað kynni eða kynni ekki að gerast í þeim efnum.

„Í stað þess að fela okkur á bak við þægilegt orðalag og innantóm orð um að við ættum ekki að vera með vangaveltur um málið ættum við að viðurkenna að þetta evrusvæði geti ekki lifað af. Þar sem evran eins og við þekkjum hana mun hrynja, er þá ekki betra að það gangi hratt fyrir sig en að hún deyji hægum dauðdaga?“ sagði Jack Straw, fyrrum utanríkisráðherra Breta og áhrifamaður innan Verkamannaflokksins.

Athyglisvert að Bretar hafi svona miklar áhyggjur af þessu. Þeir hafa augljóslega ekki meðtekið boðskap hins alvitra Jóns Frímanns um að með því að halda sig utan við björgunaraðgerðirnar séu þeir einangraðir frá áhrifunum af þessu. Eða eru þeir það kannski ekki? Hmmm:

European Financial Stabilisation Mechanism - Wikipedia

The Commission fund, backed by all 27 European Union members...

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2011 kl. 22:09

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þú svaraðir ekki spurningunni.

Jón Frímann Jónsson, 23.6.2011 kl. 07:35

6 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Jón: er ekki komið nóg? er lesskilningurinn alveg að fara með þig ?

Charles Geir Marinó Stout, 23.6.2011 kl. 13:04

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki þú heldur.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2011 kl. 14:43

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég þarf ekki að svara spurning frá þér.

Enda ekki óheiðarlegur maður með lygaræpu og fasistacomplexa.

Jón Frímann Jónsson, 23.6.2011 kl. 19:19

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk. Það yljar mér altaf um hjartaræturnar að vera kenndur við einhverskonar öfga. Maðurinn sem stendur á Austurvelli og víðar berjandi tunnu til að taka undir með kröfum þeirra sem minna mega sín og berjast fyrir bættum kjörum.

Dæmigerð hegðun fyrir óheiðarlegan fasista. Ekki satt?

Maður veit þó að minnsta kosti að það sem maður gerir hefur áhrif!

Hlægilegt...

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2011 kl. 03:23

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðmundur, Hvernig er það að bæta kjör fólks með því að boða og vonast eftir frekara efnahagshruni og dýpri kreppu.

Þetta er spurning sem þú mátt líka svara. Sérstaklega þar sem þú hefur ekki ennþá svarað hinni spurningunni hjá mér.

Jón Frímann Jónsson, 24.6.2011 kl. 22:54

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig er það að bæta kjör fólks með því að boða og vonast eftir frekara efnahagshruni og dýpri kreppu.

Engan veginn, enda hef ég ekki haldið því fram. Þó ég fjalli um og vari við þáttöku í því sem er að gerast í skuldakreppum þjóðríkja þá óska ég engum að lenda í slíkum vandræðum. Haldirðu öðru fram skora ég á þig að finna þess stað í skrifum mínum.

þú hefur ekki ennþá svarað hinni spurningunni

Ég veit ekki betur en að ég hafi bent á að andstætt því sem þú heldur fram Jón Frímann, þá eru Bretar einmitt aðilar að hluta þeirra neyðarlánveitinga sem þegar hafa verið samþykktar til Grikklands. Nánar tiltekið hafa þeir samþykkt að leggja fram 12 milljarða punda. Og þessi lán verða ekki forgangskröfur ef Grikkland fer á hausinn.

Var annars eitthvað fleira sem þú vildir fá svar við?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.6.2011 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband