NEI við Berlusconi

Ítalir hafa hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu að raforkuframleiðsla með kjarnorku verði hafin að nýju í landinu. Auk kjarnorkumála var einnig kosið um lög sem ríkisstjórn Silvio Berlusconi vildi setja um einkavæðingu vatnsréttinda og friðhelgi stjórnmálamanna fyrir afskiptum dómstóla, en forsætisráðherrann á um þessar mundir í fernum málafernum samtímis þar á meðal einum þar sem hann er sakaður um barnavændiskaup.

Stjórnarliðar höfðu reynt ýmislegt til að spilla fyrir atkvæðagreiðslunni, meðal annars hvöttu þeir kjósendur til að mæta ekki á kjörstað svo niðurstaðan yrði ekki bindandi samkvæmt ítölskum kosningalögum. Þrátt fyrir það var kjörsókn vel yfir 50% og fyrstu tölur virðast benda til þess að kjósendur hafi hafnað þessum tilburðum stjórnvalda með afgerandi hætti. Niðurstaðan er túlkuð sem mikill ósigur fyrir ríkisstjórn Berlusconi.

Ég óska Ítölum að sjálfsögðu til hamingju með niðurstöðuna.

Lengi lifi þjóðaratkvæðagreiðslur!


mbl.is Ítalir hafna kjarnorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vill bara bæta við þetta að aðalmálið í þessari atkvæðagreiðslu og meginástæðan fyrir því að Berluscónarnir reyndi að fella þetta með lítilli atkvæðagreiðslu var að þarna var samþykkt ákvæði sem á að fara í stjórnarskránna um að ENGINN Ítalskur þegn verði undanþeginn réttarkerfinu. 

Búið að vera mikið grín sketch hérna á Ítalíu í dag sem sýnir Berlusconi í fangelsi og fleira, sá eina helvíti góða áðan þar sem andlitið á honum var klippt inní atriði úr nokkrum stórslysamyndum :)

Sæmundur (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 19:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir það Sæmundur. Ef ég hef skilið þetta rétt þá snerist þetta meðal annars um tilraunir Berlusconis til að fara á svig við réttarkerfið, sem hafi verið stöðvaðar með þessari niðurstöðu. Er það ekki réttur skilningur?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2011 kl. 20:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér pistilinn, Guðmundur. Og jú, þetta er réttur skilningur hjá þér! Engin sérlög fyrir stjórnmálastéttina! (sbr. eftirlaunalög þingmanna og yfirstéttarinnar hér! - og nýjasta tilraunin var að skattleggja lífeyrissjóðina - alla nema lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna og þingmanna!)

Já, þarna fekk Berlusconi karlinn á baukinn með sína spillingarpólitík. Og takið eftir: Þetta gerðist í þjóðaratkvæðagreiðslu - og sannar enn bæði gildi þeirrar aðferðar og að hún er alls ekki jafn-fágæt og atvinnu-stjórnmálastéttin íslenzka vill stundum vera láta. Ég fjalla um þau mál o.fl. (m.a. áberandi yfirburðafylgi við málskotsrétt forsetans í nýrri skoðanakönnun) í nýbirtri grein minni: Þjóðverjar vilja bein áhrif á stjórnmálin - þjóðaratkvæðagreiðslur - og vík þar m.a. að málskoti forsetans til þjóðarinnar vegna Icesave.

Jón Valur Jensson, 14.6.2011 kl. 12:09

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er forvitin um eitt atriði; hver ræður því á Ítalíu að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Kolbrún Hilmars, 14.6.2011 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband