Árangur NEI-hreyfingar án hliđstćđu
13.6.2011 | 15:45
Lög nr. 96/2009 um heimild til handa fjármálaráđherra, fyrir hönd ríkissjóđs, til ađ ábyrgjast lán Tryggingarsjóđs innstćđueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til ađ standa straum af greiđslum til innstćđueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. (fyrstu IceSave lögin) hafa nú veriđ felld úr gildi međ einróma samţykki 45 ţingmanna.
Ţar međ hefur orđiđ ađ ţví er virđist 180° gráđu viđsnúningur í afstöđu meirihluta ţingheims. Auk ţess hefur eitt sundurlyndasta ţing sem setiđ hefur, sameinast sem einn mađur um framhald málsins og varnir Íslands gegn áhlaupi hinna gömlu nýlenduvelda Bretlands og Hollands, sem hafa nú ađeins tvo valkosti: Ađ hverfa frá málinu međ skottiđ á milli lappanna, eđa knýja fram dómafordćmi fyrir margföldun skuldbindinga í ţjóđhagsreikningum sínum međ ófyrirsjáanlegum áhrifum á efnahagslíf álfunnar.
Ţó ađ ótímabćrt sé á ţessu stigi ađ lýsa yfir fullnađarsigri ţá er engu ađ síđur ljóst ađ árangur NEI-hreyfingarinnar á sér engar hliđstćđur í sögu íslenskra stjórnmála.
Svo er annar flötur á ţessu sem hefur minna boriđ á en ţađ er samhengiđ milli niđurstöđunnar í IceSave og stöđu Landsbankans (NBI) sem er í meirihlutaeigu ríkisins en djúpt skuldsettur ţrotbúinu sem Bretar og Hollendingar munu skipta á milli sín. Skuldabréf bankans viđ skilanefndina inniheldur nefninlega verđbreytingarákvćđi sem eru beintengd viđ heimtur af lánasöfnum nýja bankans. Samkvćmt hlutafélagalögum er stjórn bankans skylt ađ ţjóna hagsmunum hluthafa eđa meirihluta ţeirra sem er í ţessu tilviki ríkissjóđur. Á međan ţađ var ćtlun stjórnvalda ađ veita ríkisábyrgđ fyrir kröfum í ţrotabú gamla Landsbankans ţá var ţađ beinlínis í ţágu ţeirra hagsmuna ađ ţćr endurheimtur sem á endanum skiluđu sér til ţrotabúsins, yrđu sem mestar. Eftir ađ veitingu ríkisábyrgđar var hafnađ af ţjóđinni hafa ţessir hagsmunir hinsvegar snúist viđ, ríkissjóđur hefur enga hagsmuni af innheimtustörfum fyrir Breta og Hollendinga, heldur fyrst og fremst af ţví ađ bćta stöđu skattgreiđenda. Ţar til skynsamlegri skýring kemur fram verđa nýleg og róttćk skuldalćkkunarúrrćđi Landsbankans ađ skođast í ţessu ljósi, tímasetningin er í ţađ minnsta athyglisverđ.
Einnig má merkja breytingu á tíđarandanum, ţví nýfallinn dómur í svokölluđu Motormax máli um ólögmćti gengistryggđra fyrirtćkjalána Landsbankans virđist ekki hafa valdiđ nćrri ţví jafn miklum taugatitringi og sambćrilegur dómur um bílalán einstaklinga gerđi í fyrra, jafnvel ţó nú séu einnig miklir hagsmunir í húfi. Landsbankinn hefur meira ađ segja strax bođiđ viđskiptavinum sem verđa fyrir áhrifum af dómnum ađ borga bara 55% af mánađargreiđslu á međan veriđ er ađ endurreikna lánin.
Nćst ţarf ađ afnema ólög nr. 151/2010 um endurútreikning gengistryggđra lána ţar sem komiđ hefur í ljós ađ ţau eru svo flókin ađ enginn virđist geta fariđ eftir ţeim.
Til glöggvunar er hér yfirlit atkvćđa einstakra ţingmanna um IceSave lögin á sínum tíma, og svo núna um afnám ţeirra:
nafn | lög nr. 96/2009 | afnám sömu laga |
Anna Margrét Guđjónsdóttir | - | já |
Atli Gíslason | já | fjarverandi |
Álfheiđur Ingadóttir | já | já |
Árni Páll Árnason | já | já |
Árni Johnsen | nei | já |
Árni Ţór Sigurđsson | já | fjarverandi |
Ásbjörn Óttarsson | pass | já |
Ásmundur Einar Dađason | já | fjarverandi |
Ásta R. Jóhannesdóttir | já | já |
Baldur Ţórhallsson | - | já |
Birgir Ármannsson | nei | já |
Birgitta Jónsdóttir | nei | fjarverandi |
Birkir Jón Jónsson | nei | - |
Bjarkey Gunnarsdóttir | já | - |
Bjarni Benediktsson | pass | fjarverandi |
Björgvin G. Sigurđsson | já | já |
Björn Valur Gíslason | já | já |
Einar K. Guđfinnsson | pass | fjarverandi |
Eygló Harđardóttir | nei | já |
Guđbjartur Hannesson | já | já |
Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir | já | já |
Guđlaugur Ţór Ţórđarson | pass | já |
Guđmundur Steingrímsson | nei | fjarverandi |
Gunnar Bragi Sveinsson | nei | já |
Helgi Hjörvar | já | já |
Huld Ađalbjarnardóttir | - | já |
Höskuldur Ţórhallsson | nei | fjarverandi |
Íris Róbertsdóttir | - | já |
Illugi Gunnarsson | fjarverandi | - |
Jóhanna Sigurđardóttir | já | já |
Jón Bjarnason | já | já |
Jón Gunnarsson | pass | fjarverandi |
Jónína Rós Guđmundsdóttir | já | já |
Katrín Jakobsdóttir | já | - |
Katrín Júlíusdóttir | já | já |
Kristján Ţór Júlíusson | pass | já |
Kristján L. Möller | já | já |
Lilja Rafney Magnúsdóttir | já | já |
Lilja Mósesdóttir | já | fjarverandi |
Magnús Orri Schram | já | já |
Margrét Tryggvadóttir | nei | já |
Oddný G. Harđardóttir | já | - |
Ólína Ţorvarđardóttir | já | já |
Ólöf Nordal | pass | fjarverandi |
Pétur H. Blöndal | pass | já |
Ragnheiđur E. Árnadóttir | pass | já |
Ragnheiđur Ríkharđsdóttir | pass | já |
Róbert Marshall | já | já |
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson | nei | fjarverandi |
Sigmundur Ernir Rúnarsson | já | já |
Sigríđur Ingibjörg Ingadóttir | já | já |
Sigurđur Ingi Jóhannsson | nei | já |
Sigurđur Kári Kristjánsson | - | já |
Siv Friđleifsdóttir | nei | fjarverand |
Skúli Helgason | já | já |
Steingrímur J. Sigfússon | já | fjarverandi |
Steinunn Valdís Óskarsdóttir | já | - |
Svandís Svavarsdóttir | já | já |
Tryggvi Ţór Herbertsson | pass | já |
Unnur Brá Konráđsdóttir | pass | - |
Valgerđur Bjarnadóttir | já | já |
Vigdís Hauksdóttir | nei | fjarvist |
Ţorgerđur K. Gunnarsdóttir | pass | já |
Ţór Saari | pass | fjarverandi |
Ţórunn Sveinbjarnardóttir | já | já |
Ţráinn Bertelsson | nei | fjarverandi |
Ţuríđur Backman | - | já |
Ögmundur Jónasson | já | já |
Össur Skarphéđinsson | já | fjarverandi |
Fyrstu Icesave-lögin fallin brott | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkar: Gengistrygging, Stjórnmál og samfélag, Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Athugasemdir
Bestu ţakkir Guđmundur, fyrir ţessa frábćru úttekt á sögu málsins og stöđu ţess. Óskandi vćri ađ mađur gćti fengiđ svonalagađ frá fréttamönnum, en ţađ held ég ađ sé alveg borin von.
Magnús Óskar Ingvarsson, 13.6.2011 kl. 21:50
Meinar ţú ekki ađ óskandi vćri ađ fá svonalagađ frá atvinnufréttamönnum? Ég vil vekja athygli ţína á ţví ađ ég fjármagna ekki bloggsíđuna mína međ auglýsingum né rukka lesendur fyrir afnotin. Ef ţú vilt hinsvegar fá "svonalagađ" frá atvinnumanni ţá ég hef aldrei vikist undan ţví ađ fá greidda sanngjarna ţóknun fyrir ţá miklu vinnu sem ég legg á mig til ađ berjast fyrir réttlćti og hagsmunum almennings. Ţađ hefur hinsvegar ekki gerst hingađ til ađ mér hafi veriđ bođin greiđsla fyrir ţađ.
Ţađ er alls ekkert borin von ađ breyta kerfinu ef ţú ert tilbúinn ađ hrinda ţví í framkvćmd, en ţađ er hinsvegar borin von ađ kerfiđ breyti sér sjálft. Eđli allra kerfa er ađ viđhalda sjálfum sér, annars vćru ţau ekki til.
En líklegast er samt ađ ţú haldir áfram ađ lesa auglýsingabćklinginn sem kemur inn um bréfalúguna ţína undir yfirskini fréttablađs, og borga fyrir sjónvarpsefni ţar sem ţú getur horft á meiri auglýsingar. Međ ţeim afleiđingum ađ ţeir sem hingađ til hafa fengiđ greitt fyrir annars flokks upplýsingamiđlun munu halda áfram ađ fá greitt fyrir hana.
Ţannig virkar kerfiđ.
Guđmundur Ásgeirsson, 14.6.2011 kl. 10:46
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.