Samstöðumótmæli á Austurvelli sunnudag
4.6.2011 | 17:40
Á morgun sunnudag verður efnt til þriðju samevrópsku mótmælanna á Austurvelli. Mótmælin byrja kl. 18:00 og hefjast á ræðuhöldum en hápunkturinn er söngviðburður þar sem einhverjir mótmælendur munu mynda kór og syngja texta Hallgríms Helgasonar: Ísland er stjórnlaust við lagið Ísland er stjórnlaust.
Það verður hljómsveit á staðnum ásamt kvikmyndaupptökumanni en meiningin er að setja upptökuna inn á You Tube sem stuðnings- og baráttukveðju til allra þeirra sem berjast fyrir raunverulegu lýðræði núna.
Texti viðburðarins er hér:
Íbúar Evrópu, vaknið!
Sköpum betra líf.
Tjáum okkur.
Komum saman.
Breytum öllu.
Látum verða af því!
Berjumst fyrir raunverulegu lýðræði!
Berjumst fyrir fólkið okkar.
Berjumst fyrir friði.
Berjumst fyrir framtíð okkar.
Berjumst fyrir uppfyllingu drauma okkar.
Berjumst fyrir betra lífi fyrir heimsbyggðina alla!
Angelo
Mótmælendur víðsvegar um Evrópu hafa tekið sig saman í baráttunni gegn þeirri staðreynd að banka- og stjórnmálamenn fara með almenning eins og verslunarvöru. Krafan er raunverulegt lýðræði núna!
Í tilkynningu frá skipuleggjendum þessara samevrópsku mótmæla segir: Við tilheyrum ekki neinum pólitískum flokki! En við höfum vaknað til samfélagslegrar meðvitundar um það að stjórnvöld í Evrópu vinna ekki í þágu almennings heldur fjármálastofnana.
TÖKUM VÖLDIN ÚR HÖNDUM LÁNASTOFNANA OG FÆRUM ÞAU Í HENDUR FÓLKSINS.
Við stöndum fyrir samstöðu! Lýðræði er endanlegt svigrúm okkar! Grunnur lýðræðisins er samstaða! Deilum þessu meðal vina og verðum milljónir!
Um síðustu helgi (29. maí) var mótmælt á torgum 130 borga og bæja í 25 evrópulöndum.
Hér má fylgjast með hvar mótmæli fara fram.
Hér er svo myndband um andófið gegn fjármagnsöflunum:
Generation OS13: The new culture of resistance
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Mótmæli, Vefurinn, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur ég set þetta á facebook hjá mér,,, það er svona BESSALEYFI.
Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2011 kl. 01:15
Guðmundur minn, takk fyrir þessa tilkynningu um lífsnauðsynlega samstöðu almennings heimsins gegn fársjúkum lánastofnunum heimsins. Kl. 18.oo mæta allir á samstöðumótmæli á Austurvelli.
Það er svo sannarlega komið að því að almenningur heimsins taki völdin af fársjúkum og raunveruleika-firrtum lánastofnunum heimsins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.6.2011 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.