Kenningum um aldursgreiningu hrundið

Eðlisfræðingar hafa nú sýnt fram á að magn geislavirkra samsæta er vafasamur mælikvarði til aldursgreiningar. Fornleifafræðingar virðast ekki hafa frétt af þessari fimm ára gömlu niðurstöðu, enda er það líka örskammur tími á þeirra mælikvarða. Niðurstöðurnar sem er slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins í dag verður að skoða í ljósi þess að þær byggja að mestu leyti á slíkri kolefnisgreiningu.

Implications for 14C Dating of the Jenkins-Fischbach Effect and Possible Fluctuation of the Solar Fusion Rate

Elevated neutrino flux during a relatively brief period would have two effects: (1) a surge in 14C fraction in the atmosphere, which would make biological samples that were alive during the surge appear to be "too young" (2) depletion of 14C in the biotic matter already dead at the time of the surge; this is a consequence of the recently discovered Jenkins-Fischbach effect, which is an observed correlation between nuclear decay rates and solar activity or Earth-Sun distance.

In addition, the precise value at any given time of the "half-life" of any unstable isotope - including 14C - must now be considered in doubt, since the Jenkins-Fischbach effect implies that we may no longer view the decay rate of an isotope as intrinsically governed and therefore a constant of Nature.

Annar útbreiddur misskilningur er að Ísland sé einhvernveginn óaðskiljanlegur hluti af Evrópu og Íslendingar þar með Evrópumenn. Þegar Ingólfur settist að við sundin bláu gerðist hann líklega fyrsti vestræni landneminn í Ameríku, en Reykjavík liggur eins og allir vita vestan við flekaskilin. Skilgreining Íslands sem Evrópulands er ekkert annað en pólitísk svæðaskipting sem á rætur að rekja til nýlendutímans, en í raunveruleikanum búa hinsvegar innan við 20% Íslendinga í Evrópu.


mbl.is Segir kenningum um landnám hrundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur, í þínum sporum myndi ég lesa allan textann og umræðurnar. Taktu líka eftir ártölum. Páll TH. setti fram sannsóknir sínar 2009.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 16:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áhrif sólar á helmingunartíma geislavirkra efna hafa verið þekkt a.m.k. frá 2006. Aldursgreining með kolefnisaðferð hefur hinsvega verið notuð mun lengur en það í þeirri trú að hún sé marktæk. Ég er alls ekki að segja að fornleifafræðifræðingar hafi alltaf rangt fyrir sér, heldur að benda á að það er ekki hægt að halda því fram að þeir hafi rétt fyrir sér þegar þeir styðjast við vafasamar rannsóknaraðferðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2011 kl. 17:45

3 identicon

En það er nefninlega málið. Kolefnisgreiningar eru ekki vafasamar né umdeildar í vísindaheiminum þótt að þú og nokkrir aðrir reyni að halda fram hinu gagnstæða.

Eins og Hrafn hér á undan bið ég þig um að lesa svarið við greininni, þar er þessari grein vel svarað og þeim "vafasömu" röddum sem draga í efa gildi kolefnisgreininga líka.

Gunnar Atli Thoroddsen (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 11:15

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar Atli: ég þvertek alls ekki fyrir að kolefnisgreining geti verið nytsamlegt viðmið. En nákvæmni þess er hinsvegar óvissu háð.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2011 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband