Evrópskt réttlæti í verki (MYNDIR)

120 særðust í mótmælum í Barcelona. Hér eru myndir og þær eru ekki frá valdatíma Francos heldur aðildartíð Spánar að Evrópusambandinu, meintum boðbera jafnræðis meðal manna og réttlætis hér á jörð:

Þrátt fyrir þetta tókst fótboltaliðinu þeirra að vinna Meistaradeild Evrópu sem er á vissan hátt lofsvert. Þegar þetta er skrifað eru líklega fótboltabullur að slást við hvora aðra á torginu, í stað lögreglu að berja á mótmælendum.

UPPFÆRT 29.5 14:20: Ég reyndst sannspár um fótbóltaslagsmálin, að minnsta kosti að hluta. Hundrað manns til viðbótar eru slasaðir eftir atburði næturinnar.

Átök við lögreglu í Barcelona   Fögnuðurinn breyttist í óeirðir

Á meðan gerðist þetta:

Í Sýrlandi voru tveir mótmælendur skotnir til bana og skriðdrekar umkringja bæi.

Og Al Kaída leggur undir sig borg í Jemen.


mbl.is Mótmælendur miskunnarlaust barðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar ungt fólk lifir við þá ömurlegu staðreynd að atvinnuleysi er yfir 45%, er eðlilegt að það safnist saman og mótmæli.

Það er hins vegar eitthvað stórkostlegt að þegar yfirvöld senda vopnaða lögreglu til að berja á þessu fólki, nær væri að reyna að leysa vandann!

Gunnar Heiðarsson, 29.5.2011 kl. 04:16

2 identicon

Lélegum valdhöfum dettur yfirleitt fyrst í hug að siga óeirðalögreglu og her á fólk sem mótmælir. Þess vegna getum við þakkað fyrir að íslensk lögregla var ekki fjölmennari og betur vopnum búin í búsáhaldabyltingunni.

Atvinnuleysi er hluti skýringarinnar en ekki einhlít, sem dæmi má nefna að hjá ungu fólki á Jótlandi hefur verið landlægt atvinnuleysi og allt að 30%, án þess að það kalli á óeirðir.

En ertu í alvöru að gefa í skyn að svona ofbeldi sé að jafnaði minna í löndum utan ESB?

Matthías (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 07:00

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega er atvinnuleysið ekki enhlít skýring á óeirðunum Matthías, en vissulega eldsneyti fyrir slíkt.

Þó 30% atvinnuleysi sé landlægt á Jótlandi er ekki þar með sagt að danir séu sáttir við slíkt. Þó veit maður ekki, þeir þekkja kannski ekki annað.

Það er fjarri mér að halda því fram að ofbeldi eins og sýnt er á myndunum sé sér evrópskt fyrirbæri. En það er staðreynd að mótmæli hafa verið að aukast innan landa ESB, sérstaklega jaðarlandanna sem verst hafa farið út úr kreppunni. Það er einnig staðreynd að stjórnvöld þessara ríkja eru farin að beyta meira ofbeldi en áður.

Við skulum ekki gleyma því hvers vegna kola og stálbandalagið, undanfara EES og síðar ESB, var stofnað. Megin tilgangurinn var að stuðla að friði. Nú verður ekki betur séð en þetta bandalag sé að sundra Evrópu aftur!

Þeir svokölluðu "björgunarpakkar" sem ESB úthlutar þeim ríkjum sínum sem eru í erfiðleikum eru í raun millusteinn um háls þeirra. Jafnvel þó ríkisstjórnir þeirra landa sem verst standa vilji reyna standa vörð um þá sem minns mega sín, er þeim ekki leyft að stunda slíkan "lúxus". Því verður vandi þessara landa og þegna þeirra sífellt meiri og meiri.

Að lokum sýður upp úr. Hvort þær óeirðir sem verið hafa undanfarið séu forsmekkurinn af því sem koma skal eða hvort þetta er raunverulega hafið skal ekki sagt, en við eigum vissulega eftir að horfa upp á miklar hörmungar í Evrópu næstu misseri.

Gunnar Heiðarsson, 29.5.2011 kl. 14:59

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

EES átti auðvitað að vera EBE

Gunnar Heiðarsson, 29.5.2011 kl. 15:01

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Matthías: Nei svona ofbeldi er alls ekkert minna í öðrum heimshlutum. En að þetta skuli líka eiga sér stað í okkar heimsálfu er samt alveg nógu slæmt út af fyrir sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2011 kl. 19:39

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki fallegt Guðmundur, satt er það!

Þær móttökur sem við buðum friðsömu Falung Gong fólki upp á 2002 voru varla Evrópskt  réttlæti enda í boði núverandi ritstjóra Mbl. sem hefur að sögn lítinn áhuga á Evrópsku réttlæti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband