Evrópskt lögregluofbeldi (MYNDBÖND)

Það mætti halda að þessi myndskeið sem sýna lögreglu berja með kylfum á friðsömum mótmælendum kæmu frá einhverju herstjórnarríkinu í þriðja heiminum. Raunin er hinsvegar sú að þessi ofbeldisverk voru framin núna í morgun af lögreglu á Spáni, einu af stærri ríkjum Evrópusambandsins.

UPPFÆRT 14:30: Þetta var að berast og af framgöngunni að dæma virðist sem skipun dagsins sé að byltingin skuli barin niður af fullri hörku.

Fyrir aðeins hálfum mánuði síðan mátti sjá sambærileg vinnubrögð lögreglu í öðru Evrópusambandsríki, Grikklandi. Ætli sé komin út ný samræmd tilskipun frá Brüssel?

UPPFÆRT 16:30: Munið þið eftir byltingunni í Egyptalandi á vordögum? Já þeir eru byrjaðir aftur að mótmæla, því svo virðist sem byltinginn þar hafi aðeins orðið til þess að leiða nýja stjórn til valda sem reynist álíka slæm og sú fyrri, eða verri eins og gerðist hér á Íslandi. Þessar myndir voru teknar núna síðdegis á Tahrir torgi:

Og eins og fram kemur í athugasemd hér að neðan þá var í dag líka Skotið á mótmælendur í Sýrlandi og Líkin hrannast upp í Jemen. Svei mér þá ef það er ekki bara allt að ganga af göflunum samtímis.


mbl.is Gúmmíkúlum beitt í Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- hreint ótrúlegt hvað fólk gerir hvort öðru á þessari jörð

Vilborg Eggertsdóttir, 27.5.2011 kl. 14:03

2 identicon

Og þú heldur að friðsamleg mótmæli hafi einhver áhrif?

Ef þið viljið breitingar, verðið þið að grípa til vopna ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 14:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í dag var líka Skotið á mótmælendur í Sýrlandi og Líkin hrannast upp í Jemen.

Hinsvegar fór minna fyrir fréttum að því að Belgía, sem hýsir höfuðstöðvar Evrópusambandsins og hefur sjálf verið án ríkisstjórnar í rúmt ár, er núna líklega á leiðinni ofan í niðurfallið vegna þess að grískir þingmenn vilja ekki leggja ríkiseignir að veði fyrir næsta lánapakka frá IMF og ESB.

IceSave hvað?!!!

Röð næstu dómínkubba er nokkurnveginn svona: Írland, Portúgal, Spánn, Ítalía, og þá verður orðið lítið skjól í Evrulandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2011 kl. 14:40

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef íslenska lögreglan vogar sér að haga sér svona fer ég og versla bjór og steinolíu...

Axel Þór Kolbeinsson, 27.5.2011 kl. 15:57

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Sorglegt að sjá hvernig fámenn klíka stjórnmálamanna getur stjórnað í krafti ofbeldis.

Tómas Waagfjörð, 27.5.2011 kl. 20:43

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

sagan endurtekur sig í sífellu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.5.2011 kl. 00:10

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta er hræðilegt að sjá. Var ekki einhver "Dómsmálaráðherra" sem vildi koma sér upp svona sveitum hérna ekki alls fyrir löngu?

Ólafur Örn Jónsson, 28.5.2011 kl. 09:17

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ólafur Örn: við höfum þær nú þegar.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.5.2011 kl. 14:30

9 identicon

Heil og sæl; gott fólk !

Og; minnumst þess, grípi Ögmundur Jónasson til Dauðasveita sinna, skulu þjóðfrelsis- og andspyrnuöfl íslenzk, engin grið þeim gefa.

Ögmundur er; hrotti, í Sauðargæru, ágætu skrifarar

Þegar; þar að kemur - vel; að merkja.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband