Gengislánarar til Okurveitu
25.5.2011 | 13:37
Ingvar Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingvar var valinn úr hópi 25 umsækjenda en fram til þessa hefur hann starfað sem forstöðumaður Íslandsbanka Fjármögnunar. Þar hefur hann gengið hart fram í aðgerðum til að blóðmjólka íslenskan almenning og fyrirtæki á grundvelli ólöglegrar gengistryggingar, reynsla sem mun eflaust nýtast vel þegar kemur að því að hækka orkureikningana (okurreikningana?).
Orkuveitan hefur um allnokkurt skeið átt við fjárhagsvanda að etja og á liðnum vetri þurfti Reykjavíkurborg að leggja fyrirtækinu til aukið fé svo forðast mætti gjaldþrot. Sú ákvörðun að ráða á þessum tímapunkti einstakling með langan efnahagsbrotaferil sem fjármálastjóra, hlýtur að vera mistök eða hvað?
Stjórnarformaður Orkuveitunnar Haraldur Flosi Tryggvason, hlýtur þó að fagna þessari ráðningu og sérstaklega því að einhver óþægindi úr fortíðinni skuli ekki hamla mönnum frá því að komast í toppstöður. Haraldur er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá annarri blóðmjólkandi fjársvikamyllu, Lýsingu, og hefur einnig afrekað að setja fyrrum rekstrarfélag Viðskiptablaðsins á hausinn og snuða tugi starfsmanna um ógreidd laun. Hafi stjórnarformaðurinn hlutast til um ráðningu fjármálastjórans þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér að engin mistök hafi átt sér stað, heldur þvert á móti hafi sú ákvörðun verið tekin af yfirlögðu ráði.
Eða eins og máltækið segir: "Sækjast sér um líkir".
Auk Haraldar Flosa sitja í stjórn Orkuveitunnar: Aðalsteinn Leifsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir.
Nýr fjármálastjóri Orkuveitunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Athugasemdir
Svei mér þá: Gylfi í stjórn OR - mbl.is
Það var einmitt í ráðherratíð Gylfa sem fyrst voru gefnar út leiðbeiningar um endurútreikning lána sem báru ólöglega gengistryggingu. Eftirmála þeirra uppátækja má lesa um hér: Er Efnahags- og viðskiptaráðuneytið deild hjá Samtökum fjármálafyrirtækja? | Svipan
Guðmundur Ásgeirsson, 21.6.2011 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.