Vort byltingartákn
22.5.2011 | 17:00
Íslenski fáninn virðast vera orðin táknmynd þeirrar friðsamlegu byltingar sem hófst á Spáni þann 15. maí og hefur verið að breiðast út til annara Evrópulanda.
Íslenska fánanum veifað í miðborg Madridar
Fréttir og fyrirsagnir:
"When we grow up, we want to be Icelanders!" cried one of the leaders of the organisation during the march on Sunday May 15
Spain's Icelandic Revolt; Protests Spread to Italy
Torg á Mallorca kallast nú Íslandstorg - mbl.is
Aðaltorg Pálmaborgar á Mallora, Spánartorg, hefur fengið nýtt nafn því mótmælendur á eyjunni hafa nefnt það Íslandstorg. Mótmælendur hafa einnig komið fyrir íslenska fánanum í hendur styttu af Jaume I sem var fyrsti konungur Baelersku eyjanna...
"Allir vegir liggja til Íslands"
"Hugsað um Ísland"
Og það eru ekki bara Spánverjar sem líta til fordæma frá Íslandi. Munið þið eftir framlagi Portúgals í Eurovision keppnina?
Í gær kl 18:00 var samstöðufundur á Austurvelli þar sem voru samankomnir bæði Spánverjar og Íslendingar. Hér eru myndir frá mbl.is:
Samskonar viðburður verður endurtekinn í dag kl. 18:00. Ég hvet þá sem láta sig málið varða að sýna Spánverjum stuðning í verki á þessari friðsamlegu samkomu.
Fleiri myndir frá útlöndum:
Orð dagsins: þjóðernisklám. (Hvort það er jákvætt eða neikvætt dæmi hver fyrir sig)
Grafískir hönnuðir hafa líka notað fánann óspart:
Þetta er auðvitað gullið tækifæri handa fyrirtækjum eins og Fánasmiðjunni og öðrum sem framleiða íslenska fánann. En hér má líka finna leiðbeiningar um hvernig má prenta fánann sjálfur í A4 stærð og gera sín eigin heimatilbúnu byltingartákn:
Todos somos Islandia - "Við erum öll Íslendingar"
Spánverjar eru Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mótmæli | Aukaflokkar: Vefurinn, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur,
gerir þú þer grein fyrir að ef fram heldur sem horfir þá senda þeir skiðdrekana á Ísland og segja svo, var það þetta sem þið vilduð, ha!
Gunnar Skúli Ármannsson, 22.5.2011 kl. 22:05
Engar áhyggjur, þeir komast ekki fyrir öskufalli úr Grímsvötnum. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2011 kl. 22:53
Friðarfáni heimsins? Göfugri og gæfulegri verður tilgangur fánans ekki!
Hver vill horfa upp á saklaust börn og fullorna drepinn í þessum heimi, einungis fyrir steindauða fals-peninga og sjúklega valdagræðgi?
Ekki ég.
Og það er allt til vinnandi að koma friði á í heiminum áður en það verður búið að drepa alla fyrir ekkert!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2011 kl. 07:43
!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.5.2011 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.