Óframkvæmanlegir kjarasamningar

Nýgerðir kjarasamningar eru skilyrtir með svo arfavitlausum rökvillum að það er nánast útilokað að nokkur muni geta framfylgt þeim. Verði þeir staðfestir er óhætt að telja dagana þar til um þá myndast ágreiningur og þeim verður sagt upp. Ruglið er slíkt að mann sundlar beinlínis, hvað ætli hafi verið í kaffinu hjá sáttasemjara?

Sjá ítarlega umfjöllun hér: SAASÍ semja af sér ermarnar - bofs.blog.is


mbl.is Samningar setja þrýsting á Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi samnigur er handónýtur, eins og flest sem kemur frá þessum "snillingum".

Það sem er þó skelfilegast er að hellsta forsemnda samningsins eru loforð frá ríkisstjórninni, þeirri ríkisstjórn sem hefur sýnt og sannað að getur ekki einu sinni stjórnað sjálfri sér, hvað þá efnahag þjóðainnar!

Eitt er þó sem slær mig verulega í þessum samning, en það eru lágmarksviðmiðin sem þar eru. Þeir sem vinna t.d. vaktavinnu fá vaktaálag, sem greitt er vegna vinnuskyldu á hvaða tíma sólhrings sem er, hvaða dag vikunnar sem er og á stórhátíðardögum. Þetta álag getur farið niður í 33% samkvæmt samningum og er varla hægt að telja það háa þóknun fyrir slíka vinnuskyldu. Það fólk sem vinnur vaktavinnu mun ekki fá lágmarkstryggingu vegna þess að það fær vaktaálag.

Því getur sá sem er nú með 160.000 í grunnlaun og 52.800 í vaktaálag, samtals 212.800 ekki fá þessa hækkun en sá sem er með 160.000 og vinnur eingöngu dagvinnu mun hafa 200.000 í laun eftir þrjú ár. Þá verða laun vaktavinnumansins orðin samtals 237.000. Það segir að vaktaálagið sem greitt er fyrir vinnuskyldu hvenær sem er, er komið niður í 18,5% !!

Hér er textinn sem um þetta fjallar í samningnum:

Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til launa í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma.

Þeir menn sem skila frá sér svona verki eru ekki starfi sínu vaxnir!!

Gunnar Heiðarsson, 7.5.2011 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband