Osama bin Laden dauður! En hvenær?
2.5.2011 | 05:07
Fyrst var sagt að þetta hefði gerst í síðustu viku og svo sagði sjálfur forseti hins frjálsborna heimshluta að hann hefði fyrirskipað þetta persónulega í dag. Það fer reyndar fleiri en þessum tvennum sögum af því en Barry var samt flottur í sjónvarpinu:
- Benazir Bhutto: Bin Laden was Murdered - http://www.youtube.com/watch?v=UnychOXj9Tg
- David Ray Griffin: "Evidence that Bin Laden has been dead since late 2001" http://bit.ly/mrk3H2
- Former CIA Officer in 2008: "Of course Bin Laden is dead..."http://bit.ly/ik2J4K
- Daily Mail article about Bin Laden being dead since 2002:http://bit.ly/k5uubI
Brennandi spurningin: muntu núna draga heri þína út úr AfPakistan herra forseti?
Sjá: Osama dauður! - Obama fæddur! - bofs.blog.is
Osama bin Laden allur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 05:21 | Facebook
Athugasemdir
"Obama varaði jafnframt við því, að hryðjuverkasamtökin Al-Qaeda muni áfram reyna að gera árásir á Bandaríkin þrátt fyrir fráfalls bin Ladens."
Hmmm?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 05:46
Alveg ótrúlegt hvað þeir leggja lítin metnað í þetta leikrit,
enda flestum alveg sama hverja "frelsisþjóðirnar" eru að drepa...
Hilmar (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 06:01
Elvis is alive and was a co-pilot on 9/11 - Hvað gengur á í samsærisheilunum á ykkur?
Saknið þið Ósómans drengir? Meðferð þín á Obama, Gvendur, finnst mér minna verulega á fordóma.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2011 kl. 06:40
Hér er mynd af hræinu. Set spurningarmerki við að þeir segjast hafa staðfest það með DNA að þetta væri hann, strax þarna á eftir. Hvenær var það svona lítið mál?
Annað enn merkilegra. Þeir ætla að sigla með hann strax á haf út og sökkva honum af því að þeir segjast ekki vilja að grafreitur hans verði að helgistað.
Er einhver að kaupa þessa vitleysu?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 07:10
Vilhjálmur virðist kaupa þessa vitleysu hræódýrt :)
Hilmar (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 08:04
Helduru virkilega að Bhutto myndi bara segja.. oh and btw Osama murdered lolz.. með sömu ákefð og veki sömu athygli og ef hún hefði pantað sér pizzu? Nevermind að hún tali um Osama sem sprelllifandi eftir þetta viðtal.
Finnst ekkert að því að efast, en finnst þessi samantýnsla á að hann hafi drepist úr veikindum/myrtur/hamborgaraoverdose í besta falli kjánaleg.
Skoðum aðeins “Evidence that Osama bin Laden is Dead”
Þrátt fyrir það eru sumir yfirlætisfullur þegar kemur að því að ræða þetta og bera þetta fyrir sig.Upp eru talin þessi "sönnunargögn" (má vera að átt sé við vísbendingar.. en þær skila auðvitað engu afgerandi eins og sjá má):
"different indications" að hann hafi verið veikur.
"reports" um jarðarför hans.
Hátt settir embættismenn "geta sér til" um að hann sé dauður.
Og hinir og þessir "sannfærðir".
Ekki beint fullnægjandi.
Hróðvar Sören, 2.5.2011 kl. 08:17
Þetta jafngildir því að við hefðum náð Leppalúða en Grýla væri enn yfir okkur! Svo trúverðugt er þetta útspil þeirra í Bandaríkjunum
Sigurður Haraldsson, 2.5.2011 kl. 08:24
Menn verða að hætta að kokgleypa þennan stöðuga spuna últrahægrimanna í Bandaríkjunum sem reyna að sannfæra fólk um að allt sem demókratar segja sé lygi. Halda menn virkilega að Bush hefði ekki talið það sér til tekna, hefði tekist að drepa Ósama á hans vakt?
Fók gæti rétt eins reynt að rekja ættir sínar í gegnum þjóðsögur Jóns Árnasonar og að trúa öllu þessu spunarugli.
Matthías (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 08:25
Vilhjálmur: "Hvað gengur á í samsærisheilunum á ykkur?"
Einfaldlega sú staðreynd að á bakvið flesta stóratburði samtímans eru einhverskonar samsæri og nánast allar stórfréttir innihalda spuna. Ekki má heldur gleyma að líklega hefur hvergi meiri fjármunum verið varið í framleiðslu samsæriskenninga og yfirhylmingu raunverulegra samsæra, en í bandaríska stjórnkerfinu. Þetta er einfaldlega staðreynd sem er auðvelt að sýna fram á með sögulegum heimildum. Kenningarnar sem ég vísa til í tenglunum hér að ofan eru ekki mínar uppfinningar, og ég er að benda á þær til að styðja þá einu fullyrðingu sem kemur fram í færslunni, að fleiri en tvennum sögum fari af örlögum bin Ladens. Ég á bágt með að skilja hvernig þú lest einhverja fordóma eða vafasamar meiningar út úr færslunni Vilhjálmur, og aðdróttanir um slíkt eru meira lýsandi fyrir þinn eigin hugsunarhátt en nokkuð annað.
Fyrir mér er bin Laden einfaldlega þjóðsagnapersóna eins og Grýla. Maðurinn sjálfur og hans persóna er ekki lengur aðalatriði. Hvort hann er raunverulegur eða hvort nokkuð af því sem hefur verið sagt um hann er satt eða logið skiptir engu máli fyrir mig persónulega, hvorki núna eða framvegis. Það sem skiptir hinsvegar máli fyrir heimsbyggðina er atburðarásin í kringum þessa þjóðsögu og þau áhrif sem trú eða eftir atvikum vantrú almennings á hana hefur fyrir þróun alþjóðastjórnmála.
Þess vegna er ég að vekja athygli á því hvernig verið er að sveipa þetta mál í óvissu og tortryggni. Fyrir mér er það aukaatriði hver hinna fjölmörgu samsæriskenninga um bin Laden er nálægt hinu sanna, ef það er þá einhver. Afhverju ætti til dæmis frekar að trúa fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna eða Pakistans (þeim ber ekki saman) eða bara einhverju allt öðru? Það sem skiptir máli er að óvissa og tortryggni er staðreynd, og bandarísk stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt sem í þeirra valdi þó stendur til að koma í veg fyrir slíkt. Það hefði til dæmis mátt koma því í kring að óháðir aðilar gætu staðfest með læknisfræðilegum rannsóknum að um rétta mannin væri að ræða og hann væri sannanlega dauður, en Bandarísk stjórnvöld kusu að gera það ekki.
Alveg eins og auðveldlega hefði mátt búa til PDF skjal með mynd af meintu fæðingarvottorði leiðtoga hins frjálsborna heims, sem væri laust við augljós merki um að átt hafi verið við það. Bandarískar leynistofnanir búa yfir mikilli getu til að falsa svona gögn þannig að ekki sé hægt að sjá á þeim galla, en þess í stað var birt hroðvirknislega unnið skjal sem er nánast einum of auðvelt að tortryggja. Rétt eins það sé beinlínis ætlunin að framleiða ágreining.
Ég geng út frá því núna að bæði þessi atriði, að minnsta kostir þessir nýjustu atburðir sem þeim tengjast og eru af frumkvæði og stýrt af bandarískum yfirvöldum að mestu leyti, séu í raun og veru aðeins hentugt yfirvarp yfir eitthvað allt annað sem þau vilja síður að athygli beinist að.
Til dæmis brakið og brestirnir í ríkisfjármálunum...
Hvinurinn af frjálsu falli dollarahagkerfisins...
Og gnýrinn frá prentvélum seðlabankans...
Tímasetningarnar virðast allavega vera mjög hentugar, nú þegar verð á góðmálmum og eldsneyti er í methæðum vegna gjaldmiðilsrýrnunar.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2011 kl. 14:08
Úff, maður. Osama bin Laden var bara maður, og aumur ræfill ef því er að skipta, og gleymdu því ekki Gvendur. Hann var hvorki guð, hetja, Grýla eða þjóðsaga. Hann var morðingi og var sjálfur drepinn í gær.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2011 kl. 16:06
Mitt eina innlegg í þessa umræðu er að hvetja fólk til að horfa á 9/11 - samsæriskenningamyndbönd þau sem finna má t.d. á Youtube, og gera svo sjálft upp hug sinn um það hvort þarna hafi allt verið með felldu - og íhuga svo einnig hvaða ályktanir má draga um atburði dagsins í dag ef fólk kemst að þeirri niðurstöðu að svo hafi ekki verið . . .
Swami Karunananda, 2.5.2011 kl. 17:43
Já Osama bin Laden var maður, eða allavega vitum við ekki betur. Hvort hann var aumur ræfill veit ég ekki, hef aldrei hitt manninn eða átt við hann samtal. Hefur samt alltaf fundist hann hugleysingi að fela sig í einhverjum helli, allavega veit ég ekki betur en hann hafi gert það.
Og nei, hann var hvorki guð, hetja, Grýla eða þjóðsaga, enda hef ég ekki haldið því fram. Hinsvegar eru til fullt af þjóðsögum um hann alveg eins og um Grýlu, og ég hef ekki fullvissu um hvað er til í þeim. Loks er það einföld staðreynd að slatti af fólki álítur hann hetju, þó það sé ekki mín skoðun.
En morðingi var hann og það geta líklega flestir verið sammála um. Gleymum því þá heldur ekki hver skapaði þennan skelfilega morðingja sem er sagður svo vondur að hann megi ekki einu sinni mega njóta sömu mannréttinda og fram að þessu hafa verið álitin algild, jafnvel fjöldamorðingja, stríðsglæpamenn og önnur valdamikil illmenni eins og t.d. öfgasinnaða zíonista.
P.S. Vilhjálmur, fyrst þú vilt ekki ávarpa mig fullu nafni þá verð ég að segja að ég kann því fálega að vera kallaður Gvendur eða Gummi, þar sem ég geng undir gælunafninu Mummi eins og alnafni minn sem ég er skírður eftir. Ég ætlast ekki til þess að þú sýnir mér neina virðingu frekar en þig langar, en mér finnst annað gilda um minningu afa míns heitins.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2011 kl. 18:04
Hann notaði víst eiginkonuna sem skjöld segja sigurvegararnir. Hvernig ætli Hollywood myndin komi til með að líta út?
Diddi (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 21:59
Swami: Svo sannarlega var ekki allt með felldu. Þennan dag féllu tvær stálgrindarbyggingar viðstöðulítið til grunna með ótrúlegri nákvæmni, 56 og 102 mínútum eftir að hafa skemmst við árekstur flugvéla og eldsvoða í kjölfarið. Nokkrum klukkutímum seinna hrundi þriðja stálgrindarbyggingin sem varð ekki fyrir neinni flugvél og aðeins minniháttar tjóni vegna lítilla staðbundina elda sem kviknuðu um morguninn. Í allri sögu byggingaverkfræði og slysarannsókna á slík atburðarás sér engar hliðstæður.
Diddi: Ef þú vilt vita hvernig Hollywood framleiðslan á þessu lítur út er nóg að kveikja á fréttatímum sjónvarpsstöðva í engilsaxneska heimshlutanum.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2011 kl. 22:37
Tví dauði gefur í skin að Bin Laden hefur aldrei verið til. Hann er loft.
Andrés.si, 3.5.2011 kl. 03:30
Ég hef ekki hugmynd um hvort hann er raunverulegur, en þjóðsagan um hann er það og þau áhrif sem hún hefur á þróun alþjóðastjórnmála.
Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að þetta sé allt saman tilbúningur. Ég hef allavega aldrei hitt manninn og af öllum þeim mismunandi leikurum sem hafa brugðið sér í hlutverk hans á mismunandi myndböndum og hljóðupptökum, hef ég engar forsendur til að meta hvort einhver og þá hver þeirra sé hugsanlega raunverulegur.
Í áróðursstríði er fæst sem sagt er 100% raunverulegt.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2011 kl. 16:01
Bin Laden ekki til? Strákar! Lesið t.d. þetta! http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=628552
Matthías (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 18:14
Og þekkirðu þennan Ólaf Guðjónsson?
Með fullri virðingu fyrir persónu Ólafs þá hef ég aldrei hitt hann...
Þó Osama bin Laden hefði verið í leikskóla á Eyrarskjóli með mér í barnæsku hefði það ekki endilega breytt miklu um þjóðsögurnar af honum í dag.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2011 kl. 19:52
Eitt er að sögur séu skáldaðar upp um mann, allt annað að segja/fullyrða að hann hafi aldrei verið til. Ég hef aldrei hitt Martin Luther King, George Lincoln Rockwell, John F. Kennedy eða Gro Harlem Brundtland en ég veit að þau hafa öll verið til.
Matthías (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 20:49
Matthías: ég er alls ekki að halda því fram að maðurinn hafi ekki verið til. Ég er tildæmis ekki trúaður á Biblíuna sem algildan sannleik en ég trúi því samt að á fyrstu árum núverandi tímatals hafi verið uppi einstaklingur sem hét Jesús Jósefsson. Að sama skapi þá held ég að það Osama bin Laden hafi verið til en það hefur bara ekkert að gera með allar þjóðsögurnar sem af honum fara.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2011 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.