Osama dauður! - Obama fæddur!

Barack Hussein Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði þjóð sína rétt í þessu og tilkynnti að Bandaríkjaher hafi ráðið hryðjuverkaleiðtogann Osama bin Laden af dögum. Hann lét lífið í loftárás innan landamæra Pakistan í dag, og hafa bandarísk stjórnvöld líkið undir höndum nú þegar. Búast má við að þessi stríðstromma verði barin óspart næstu daga. Þeir eru reyndar til sem halda því fram að kallinn hafi verið drepinn í desember 2001 og líkið sett í frysti, svo draga mætti það fram seinna þegar tímasetningin væri heppileg.

http://www.mbl.is/mm/img/tn/360x360/frimg/42/42588A.jpg

Tímasetningin er heppileg núna. Sonur Gaddafis hershöfðingja Líbýu og þrjú barnabörn hans voru drepin í loftárás NATO í gær. Án dóms og laga. Rússar eru ekki sérlega kátir.

Í vikunni sem leið birti Hvíta Húsið loksins umdeilt fæðingarvottorð Obama, sem kjörgengi hans veltur á og hann hefur varið talsverðum peningum og fyrirhöfn í að halda leyndu. Strax hefur komist upp um ýmislegt grunsamlegt við skjalið, sem sérfræðingar segja að sé jafnvel einum of augljós fölsun. Það hljóti hreinlega að hafa verið gert hroðvirknislega gagngert í þeim tilgangi að skapa deilur og umtal sem engu skilar.

Saman mun þetta yfirgnæfa gnýinn í seðlaprentvélunum miklu lengur en tekur frosið lík að þiðna, og fólk að átta sig á því að þriðja heimsstyrjöldin sé löngu byrjuð.

Tímasetningin er heppileg núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já það á að yfirgnæfa eitthvað stórfenglegt ef þeir eru að spandera þessum spuna núna. Benazir Ali Bhutto var annars búin að segja þessar fréttir fyrir nokkrum árum, rétt áður en þeir stútuðu henni.  Hún vissi meira en góðu hófi gengdi.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 04:23

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heldurður að fari eins fyrir Obama og Bhutto?

Banatilræði eru víst algengari en sagt er frá opinberlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2011 kl. 04:39

3 identicon

Mér finnst nú eiginlega merkilegast að hann hafi hafst við í villu við stórborg.

Við sem héldum að hann væri að kúldrast í einhverjum helli upp í afdölum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 04:44

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Benazir Bhutto: Bin Laden was Murdered - http://www.youtube.com/watch?v=UnychOXj9Tg

David Ray Griffin: "Evidence that Bin Laden has been dead since late 2001" http://bit.ly/mrk3H2

Former CIA Officer in 2008: "Of course Bin Laden is dead..."http://bit.ly/ik2J4K

Daily Mail article about Bin Laden being dead since 2002:http://bit.ly/k5uubI

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2011 kl. 04:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það strax byrjað að vefja þetta inn í misskilning og hjúpa þetta tortryggni. Fyrst var haft eftir einhverjum njósnara að árásin hefði farið fram í síðustu viku. Svo kom forsetinn sjálfur fram í beinni og sagðist hafa fyrirskipað þetta í dag. Ég legg bjór undir að það var ekki í dag sem þetta var fyrirskipað...

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2011 kl. 05:02

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er að líða að kosningum. Maður má ekki gleyma því? Kapphlaupið er að byrja þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 05:05

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og ekki nema klst. seinna: Osama bin Laden allur - mbl.is

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2011 kl. 05:08

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir fá sér örugglega annan Emmanuel Goldstein.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 05:27

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hans Haraldsson: Er það nokkuð furðulegra heldur en að hann skuli hafa legið á bandarískum spítala í Dubai í tíu daga í júlí 2001? Eða farið í nýrnaskilun 10. september sama ár á herspítala í Rawalpindi í Pakistan?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2011 kl. 05:29

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman að þessu fæðingavottorði. Hef ekki skoðað það fyrr en fletti upp þeim lækni sem undirritar það. Hann hefur greinilega flogið til frægðar og frama frá því að vera obscure hverfislæknir á sínum tíma.

Hefur m.a. starfað við endurskoðu dánarvottorða, hvað sem það þýðir. Allaveg quite a star. Enginn frá Hawai hefur hlotið svona vegtyllu í tæp 70 ár.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 05:42

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það strax byrjað að vefja þetta inn í misskilning og hjúpa þetta tortryggni.

Og áfram heldur það, nú hefur verið skýrt frá því að lokinn aðgerðinni og lífsýnatöku hafi líkamsleifum bin Laden verið varpað í sjóinn. Það er sagt hafa verið gert svo að legstaður hans verði ekki að einhverskonar minnisvarða um ókomna tíð. Ósagt er hinsvegar að þetta þýðir einnig að óháðir aðilar munu aldrei geta sannað eða afsannað fullyrðingar Bandaríkjamanna um að þeir hafði náð Osama.

Það virðist eiga að skapa sömu óvissuna og tortryggnina eins og umkringir fæðingarvottorðið. Á meðan rifist verður um það heyrir enginn brakið og brestina í ríkisfjármálunum eða gnýinn frá prentvélum seðlabankans.

Þessi stríðstromma verður barin til algleymis!

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2011 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband