IceSave = 985 kr. pr. Kínverja
28.4.2011 | 21:23
Kínverjar voru 1.339 milljónir í lok árs 2010 eða rúmir 1,3 milljarðar og fjölgaði um 73,9 milljónir áratuginn á undan.
Hér er forvitnilegt reikningsdæmi:
Kröfurnar vegna IceSave innstæðna Landsbankans hljóða upp á 1.319 milljarða kr.
Ef kröfurnar væru á hendur fjölmennustu þjóð heims væru það 985 kr. á mann.
Kínverskur verkamaður næði tæplega að vinna fyrir því á einum vinnudegi.
Jafnvel þó þessu yrði dreift á alla jarðarbúa væru það 191 kr. á mann.
Stór hluti jarðarbúa hefur minna en það á dag til viðurværis.
Eins gott að skilanefndin á líklega fyrir þessu mestöllu.
Kínverjar 1.339 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.