Unnið að stofnun samfélagsbanka á Íslandi

Viðskiptablaðið 24. apríl 2011 kl. 14:08

Stefnt er að því að útlánaferli nýs samfélagsbanka verði gagnsætt þannig að eigendur sparifjár geti fylgst með og haft áhrif.

Sjálfbærni er á meðal áherslna samfélagsbanka.

Unnið er að stofnun banka sem byggir á siðferðilegum gildum og hefur samfélagslega uppbyggingu og sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Auk þess er ætlunin að stefna að gagnsæju útlánaferli þar sem eigendur sparifjár geta fylgst með og haft áhrif á hvernig fé þeirra er varið. Stofnfundur félags um samfélagsbankann var haldinn síðasta laugardag og um 50 manns mættu á stofnfundinn og kjörin var 15 manna stjórn.

Áhugi á stofnun samfélagsbanka er m.a. tilkominn vegna umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2010 en þau féllu í hlut þriggja banka; hins danska Merkur bank, hins norska Cultura bank og Ekobanken frá Svíþjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband