1.400 "líkar" við þessa frétt
12.4.2011 | 08:00
Sylvester Eijffinger, prófessor í hagfræði við Tilburg-háskóla og einn ráðgjafa Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í Icesave-deilunni, segir að hann telji á þessari stundu enga möguleika á því að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.
Samkvæmt fésbókarteljara mbl.is hefur 1.400 manns "líkað" við þessa frétt nú þegar.
Síðan á 1. apríl er búinn að vera Ground Hog Day á Íslandi. Reyndar með þeim mun að í stað þess að vera föst á leiðinlegum stað af ómerkilegu tilefni, erum við í hringiðu sögulegrar og geysispennandi atburðarásar sem jaðrar á köflum við farsa.
Og nú hafa íslenskir fullveldissinnar öðlast óvænta bandamenn í Hollandi. Svona getur refskák alþjóðastjórnmála komið á óvart.
Áfram Ísland!
Hóta að standa í vegi aðildar að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: IceSave, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.