Sjáumst þá í réttarsal
12.4.2011 | 02:02
Elly Blanksma þingmaður kristilegra demókrata í Hollandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að hún teldi að þjóðaratkvæðagreiðslan um IceSave hafi engin áhrif á samninginn og að með einum eða öðrum hætti verði að greiða skuldina. Af orðum hennar að dæma er ekki á hreinu hvort þeim er beint til íslenskra skattgreiðenda eða hinna réttu málsaðila. En til að fyrirbyggja frekari kjánaskap af þessu tagi ætti það að verða fyrsta verk viðskiptaráðherra í morgunsárið að hafa samband við hollensku þingkonuna og gefa henni upp heimilisföng og símanúmer eftirtalinna aðila:
Vilji hún hitta þessa aðila í réttarsal er ekkert óeðlilegt að hlutast sé til um það og ágreiningur ef einhver er útkljáður i samræmi við lög. Ef þekking hennar á málinu er ekki betri en svo að hún haldi að þetta sé einhvernveginn skuld sem íslenskum skattgreiðendum beri að borga, þá verða það stutt málaferli. Nú er það hlutverk íslenskra stjórnmálamanna að leiðrétta markvisst svona misskilning sem virðist vera útbreiddur meðal kollega þeirra í Evrópu og víðar. Af kjörnum leiðtogum hefur forseti Íslands farið þar femstur í flokki, og sýnt af sér mikla djörfung. Það myndi hjálpa ef fleiri tækju undir, í þágu hagsmuna lands og þjóðar.
Þetta er samningur sem ekki er hægt að hverfa frá. Neikvæð útkoma þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu hefur engin áhrif á þennan samning. Ég fylgist með glundroðanum í innanríkismálum með enn meiri undrun. Hann er mjög óviturlegur stjórnmálalega og efnahagslega að auki. Kristilegi demókrataflokkurinn lítur svo á að með einum eða öðrum hætti verði að greiða skuldina. Ef ekki munum við sjást í réttarsal,
Elly Blanksma
Sjáumst í réttarsalnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2011 kl. 02:47
Ég hef nú mætt harðsnúnara kvenfólki í röðinni við kassann í Bónus.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 04:29
hverju er össur búinn að ljúa þarna í brussel
gisli (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 06:27
Það er góð spurning gisli. Ég held að í því liggi okkar mesta hætta, að Össur hafi skrökvað til um stöðuna hér heima, hann a.m.k skrökvaði þegar hann hélt því fram blákaldur við Brusselveldið að meirihluti þjóðar vildi fara inn í Evrópusambandið, þetta segir hann án þjóðaratkvæða. Ríkisstjórninni fannst ekki taka því að a.t.h vilja þjóðarinnar áður en sótt var um. Það að voga sér að sækja um aðild beint ofaní tær þrengingar sem eru hér heima bendir ekki til að Ísland sé á þeirri nánös sem kemur fram í tali um kjarasamninga. og hvað eiga þá Evropuþjóðir að halda?
Sandy, 12.4.2011 kl. 07:10
hmmm... Erum við alveg viss um að viljum að viðskiptaráðherra fari eitthvað að tjá sig við þessa blessuðu konu? Ég meina, veit hann nokkuð meira um málið en hún?
Pétur Harðarson, 12.4.2011 kl. 15:40
Pétur ég sagði þetta nú bara í viðtengingarhætti.
Svona eins og "ef við værum með almennilega ráðherra"
Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.