Fjölmiðlar gegn fjölmiðlalögum

Ekki er fyrr lokið því ferli sem upphófst með undirskriftasöfnun vegna IceSave, heldur en ný undirskriftasöfnun lítur dagsins ljós með sambærilegri áskorun. Nú er skorað á forseta að beita málskotsrétti skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar á væntanleg lög um fjölmiðla, en frumvarp til þeirra er til umfjöllunar í menntamálanefnd.

Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki getað gefið mér tíma til að kynna mér innihald frumvarpsins og get því lítið tjáð mig um það. Það skal tekið fram vegna aðkomu minnar að undirskriftasöfnun nýlega að þá tengist ég þessari ekki neitt. Þar sem ég er hinsvegar almenntur hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum óska ég þessari velfarnaðar. Ég hef reyndar ekki miklar áhyggjur af öðru eftir að ég rakst á upplýsingar um hverjir standa á bak við hana:

  • Útvarp Saga
  • Sjónvarpsstöðin ÍNN
  • 365 miðlar Stöð 2 - Bylgjan - Fréttablaðið - Vísir.is
  • Vefpressan Eyjan - Pressan - bleikt.is - menn.is
  • Vefmiðlun ehf. AMX fréttamiðstöð
  • Sjónvarpsstöðin Omega
  • Sjónvarpsstöðin Stöð 1

Verkefnastjóri er Guðmundur F. Jónsson

Með öðrum orðum stendur til að básúna þetta í öllum áróðurstækjum landsins þar til allir landsmenn verða annaðhvort a) búnir að skrifa undir eða b) flúnir úr landi. Það er á vissan hátt aðdáunarvert að tekist hafi samstarf með þessum hópi sem stundum virðist sundurlyndur. Um leið er það merkilegt í ljósi þess að um er að ræða mál sem varðar beina sérhagsmuni þeirra. Það hefði verið óskandi að þessir fjölmiðlar hefðu staðið svona þétt saman á bak við aðrar undirskriftasafnanir sem varða almenna hagsmuni.

Ég mun kynna mér málið og lesa þessi lög áður en ég tek afstöðu.


mbl.is Undirskriftir gegn fjölmiðlalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er, rétt eins og þú Guðmundur hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum, en í þeim efnum verður að gæta hófs, sem í öðru. Það verður ekki umræðunni um þjóðaratkvæðagreiðslur og beint lýðræði til framdráttar ef menn ætla núna að stökkva til og safna undirskriftum um flest öll mál. Með því yfirkeyra menn umræðuna og eyðileggja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2011 kl. 00:23

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er bara meðvitað verið að gera lítið úr þjóðaratkvæðaúrræðinu. Maður fær algeran kjánahroll yfir þessu.

Nei nú er nóg komið. Síðasta fjölmiðlafrumvarp fór ekki fyrir þjóðaratkvæði en var dregið til baka. Því er nú ver og miður. Þar barðist Samfylkingin á hæl og hnakka gegn takmörkuðu eignarhaldi á fjölmiðlum fyrir hönd útrásarinnar og hafð sigur því miður.

Við höfum verið að súpa seyðið af því síðan og þarf ekki annað en að vísa til gendalauss áróðursstríðs hrunverja gegn Icesave 3 í prívatfjölmiðlum þeirra.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 01:23

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er algerlega ófyrirgefanlegt að reyna að útvatna og gengisfella þetta úrræði með þessum hætti.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 01:25

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kannski eru lögmætar forsendur fyrir því að fara fram á þetta. Ég setti þann fyrirvara að ég hef ekki kynnt mér lögin. Það á líka eftir að koma í ljós hvernig framkvæmdin á þessu verður. Ég er alls ekki að segja að ég vilji ekki gefa þessu séns. Bara tímasetningin og umgjörðin virðist dálítið sérstök.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 02:07

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leiðrétting: hef ekki kynnt mér frumvarpið. Það er ekki enn orðið að lögum svo rétt sé farið með allar staðreyndir.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband